Perravaktin stelur myndum af meintum vændiskaupendum Jakob Bjarnar skrifar 20. nóvember 2014 17:19 Þau hjá Perravaktinni hafa nú sjálf verið gripin með buxurnar á hælunum, ef þannig má að orði komast. ásgeir ásgeirsson Perravaktin er vefur sem ekki er vitað hverjir standa að en þeir sem þar standa vaktina gerðu sér lítið fyrir og hnupluðu myndum af meintum vændiskaupendum, en ljósmyndarar PressPhotos hafa verið að taka myndir í héraðsdómi í tengslum við málaferli sem nú standa yfir gagnvart fjörutíu einstaklingum sem gefið er að sök að hafa stundað vændiskaup. Myndirnar hafa þeir birt á síðu sinni þaðan sem Perravaktarfólk hnuplaði þeim án leyfis – og hefur þannig verið gómað með buxurnar á hælunum. Í yfirlýsingu á Perravaktinni, sem áður hefur verið til umfjöllunar, segir að þetta sé vefsíða sem tileinkuð sé þeim sem „hafa orðið fyrir barðinu á ömurlegum perrum. Þetta er staðurinn til að koma upp um þá, til að sýna heiminum skömm þeirra. Perravaktin einbeitir sér aðallega að hefndarklámi og því að koma upp um þau sem deila því og dreifa.“ „Neinei, hvorki ég né aðrir ljósmyndarar PressPhoto gefa leyfi fyrir notkun á ljósmyndum sem þarna er að finna. Sér í lagi ef nota á myndirnar í annarlegum tilgangi eins og þarna er. Þessar myndir eru ætlaðar fjölmiðlum,“ segir ljósmyndarinn Ásgeir Ásgeirsson eða GeiriX, verkstjóri PressPhotos á Íslandi. GeiriX lenti sjálfur í átökum fyrir skömmu, við lögmann eins hins meinta vændiskaupanda. GeiriX er nú að athuga stöðu sína og annarra ljósmyndara ásamt lögmönnum PressPhotos. Hann útskýrir að til sé „DCMA Take Down“, er fyrirbæri sem staðsett er úti í Bandaríkjunum, en starfar um heim allan. Ef á daginn kemur að mynd sé stolið er hægt að loka tumbler, en þar er Perravaktin hýst, eða allt þar til myndirnar eru teknir út. GeiriX segist vera að athuga nákvæmlega það hvort sú leið sé rétt hvað þetta varðar. „Þetta snýst um höfundarétt og hefur ekkert með að gera um hvað þetta mál snýst í sjálfu sér.“ Tengdar fréttir Eygló vill ekki hlífa vændiskaupendum Vilhjálmur H. Vilhjálmsson segir hugmyndir um opið þinghald í málum meintra vændiskaupenda ígildi gapastokks. 14. nóvember 2014 14:45 Lokað þinghald í vændiskaupamáli Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að þinghald yrði lokað í máli 40 einstaklinga sem ákærðir eru fyrir vændiskaup eða tilraun til kaupa á vændi. Ekki liggur fyrir hvort úrskurðinum verði áfrýjað til Hæstaréttar. 18. nóvember 2014 13:47 Ljósmyndari segir lögfræðing hafa ráðist á sig Ásgeir Ásgeirsson ljósmyndari segir að lögfræðingur hafi hrint sér og gripið í linsuna hans í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 14. nóvember 2014 11:52 Krefst opins þinghalds í máli vændiskaupenda Fjörutíu manns áttu að taka afstöðu til ákæru í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 14. nóvember 2014 10:31 Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fleiri fréttir Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Sjá meira
Perravaktin er vefur sem ekki er vitað hverjir standa að en þeir sem þar standa vaktina gerðu sér lítið fyrir og hnupluðu myndum af meintum vændiskaupendum, en ljósmyndarar PressPhotos hafa verið að taka myndir í héraðsdómi í tengslum við málaferli sem nú standa yfir gagnvart fjörutíu einstaklingum sem gefið er að sök að hafa stundað vændiskaup. Myndirnar hafa þeir birt á síðu sinni þaðan sem Perravaktarfólk hnuplaði þeim án leyfis – og hefur þannig verið gómað með buxurnar á hælunum. Í yfirlýsingu á Perravaktinni, sem áður hefur verið til umfjöllunar, segir að þetta sé vefsíða sem tileinkuð sé þeim sem „hafa orðið fyrir barðinu á ömurlegum perrum. Þetta er staðurinn til að koma upp um þá, til að sýna heiminum skömm þeirra. Perravaktin einbeitir sér aðallega að hefndarklámi og því að koma upp um þau sem deila því og dreifa.“ „Neinei, hvorki ég né aðrir ljósmyndarar PressPhoto gefa leyfi fyrir notkun á ljósmyndum sem þarna er að finna. Sér í lagi ef nota á myndirnar í annarlegum tilgangi eins og þarna er. Þessar myndir eru ætlaðar fjölmiðlum,“ segir ljósmyndarinn Ásgeir Ásgeirsson eða GeiriX, verkstjóri PressPhotos á Íslandi. GeiriX lenti sjálfur í átökum fyrir skömmu, við lögmann eins hins meinta vændiskaupanda. GeiriX er nú að athuga stöðu sína og annarra ljósmyndara ásamt lögmönnum PressPhotos. Hann útskýrir að til sé „DCMA Take Down“, er fyrirbæri sem staðsett er úti í Bandaríkjunum, en starfar um heim allan. Ef á daginn kemur að mynd sé stolið er hægt að loka tumbler, en þar er Perravaktin hýst, eða allt þar til myndirnar eru teknir út. GeiriX segist vera að athuga nákvæmlega það hvort sú leið sé rétt hvað þetta varðar. „Þetta snýst um höfundarétt og hefur ekkert með að gera um hvað þetta mál snýst í sjálfu sér.“
Tengdar fréttir Eygló vill ekki hlífa vændiskaupendum Vilhjálmur H. Vilhjálmsson segir hugmyndir um opið þinghald í málum meintra vændiskaupenda ígildi gapastokks. 14. nóvember 2014 14:45 Lokað þinghald í vændiskaupamáli Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að þinghald yrði lokað í máli 40 einstaklinga sem ákærðir eru fyrir vændiskaup eða tilraun til kaupa á vændi. Ekki liggur fyrir hvort úrskurðinum verði áfrýjað til Hæstaréttar. 18. nóvember 2014 13:47 Ljósmyndari segir lögfræðing hafa ráðist á sig Ásgeir Ásgeirsson ljósmyndari segir að lögfræðingur hafi hrint sér og gripið í linsuna hans í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 14. nóvember 2014 11:52 Krefst opins þinghalds í máli vændiskaupenda Fjörutíu manns áttu að taka afstöðu til ákæru í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 14. nóvember 2014 10:31 Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fleiri fréttir Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Sjá meira
Eygló vill ekki hlífa vændiskaupendum Vilhjálmur H. Vilhjálmsson segir hugmyndir um opið þinghald í málum meintra vændiskaupenda ígildi gapastokks. 14. nóvember 2014 14:45
Lokað þinghald í vændiskaupamáli Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að þinghald yrði lokað í máli 40 einstaklinga sem ákærðir eru fyrir vændiskaup eða tilraun til kaupa á vændi. Ekki liggur fyrir hvort úrskurðinum verði áfrýjað til Hæstaréttar. 18. nóvember 2014 13:47
Ljósmyndari segir lögfræðing hafa ráðist á sig Ásgeir Ásgeirsson ljósmyndari segir að lögfræðingur hafi hrint sér og gripið í linsuna hans í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 14. nóvember 2014 11:52
Krefst opins þinghalds í máli vændiskaupenda Fjörutíu manns áttu að taka afstöðu til ákæru í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 14. nóvember 2014 10:31