Vettel inn og Alonso út hjá Ferrari Finnur Thorlacius skrifar 20. nóvember 2014 16:20 Vettel og Alonso á góðri stundu. Miklar sviptingar hafa verið hjá Formúlu 1 liðunum á síðustu mánuðum en nú er púsluspilið ef til vill að klárast. Ferrari hefur nú tilkynnt að Sebastian Vettel muni aka fyrir liðið á næsta keppnistímabili og í staðinn fari Fernando Alonso frá liðinu. Þetta eru ekki svo litlar fréttir en báðir ökumennirnir eru margfaldir heimsmeistarar í Formúlu 1 og hafa leitt sín lið í áratug. Vettel hefur orðið fjórum sinnum heimsmeistari og Alonso tvisvar. Vettel mun aka við hlið Kimi Raikkonen í Ferrari liðinu. Þessi frétt frá Ferrari slær á þær getgátur að Formúlu 1 liðin muni tefla fram þremur bílum hvert, en sá orðrómur hefur heyrst að undanförnu. Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent
Miklar sviptingar hafa verið hjá Formúlu 1 liðunum á síðustu mánuðum en nú er púsluspilið ef til vill að klárast. Ferrari hefur nú tilkynnt að Sebastian Vettel muni aka fyrir liðið á næsta keppnistímabili og í staðinn fari Fernando Alonso frá liðinu. Þetta eru ekki svo litlar fréttir en báðir ökumennirnir eru margfaldir heimsmeistarar í Formúlu 1 og hafa leitt sín lið í áratug. Vettel hefur orðið fjórum sinnum heimsmeistari og Alonso tvisvar. Vettel mun aka við hlið Kimi Raikkonen í Ferrari liðinu. Þessi frétt frá Ferrari slær á þær getgátur að Formúlu 1 liðin muni tefla fram þremur bílum hvert, en sá orðrómur hefur heyrst að undanförnu.
Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent