Karamellubollakökur með Dumle-kremi Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 20. nóvember 2014 17:30 Karamellubollakökur með Dumle-kremi Kökur 2 stór egg 4 dl sykur 4 msk karamellusósa 2 tsk lyftiduft 2 tsk vanillusykur 150 g smjör 2 dl mjólk 5 1/2 dl hveiti Dumle-krem 2 egg 200 g flórsykur 100 g smjör 200 g súkkulaði 1 poki Dumle-karamellur Hitið ofninn í 180°C. Hrærið egg og sykur vel saman. Blandið því næst karamellusósu, lyftidufti og vanillusykri saman við. Bræðið smjör og blandið því saman við mjólkina. Blandið smjörblöndunni við eggjablönduna til skiptis við hveitið þar til blandan er laus við kekki. Setjið deigið í möffinsform og bakið í 15 til 20 mínútur. Kælið kökurnar áður en kremið fer á. Þegar búa á til kremið hrærið þið egg og flórsykur vel saman. Bræðið smjörið og bætið súkkulaðinu og Dumle-karamellunum saman við. Hrærið þar til allt er bráðið og blandað vel saman. Kælið blönduna aðeins og hrærið henni saman við eggjablönduna. Setjið kremið í ísskáp þar til það er orðið nógu stíft til að skreyta kökurnar með.Fengið hér. Eftirréttir Kökur og tertur Uppskriftir Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Óbarinn, með smjörklípu eða tabasco sósu: Alls konar harðfiskur fyrir útileguna Setur heilsuna í fyrsta sæti í sumar Sjá meira
Karamellubollakökur með Dumle-kremi Kökur 2 stór egg 4 dl sykur 4 msk karamellusósa 2 tsk lyftiduft 2 tsk vanillusykur 150 g smjör 2 dl mjólk 5 1/2 dl hveiti Dumle-krem 2 egg 200 g flórsykur 100 g smjör 200 g súkkulaði 1 poki Dumle-karamellur Hitið ofninn í 180°C. Hrærið egg og sykur vel saman. Blandið því næst karamellusósu, lyftidufti og vanillusykri saman við. Bræðið smjör og blandið því saman við mjólkina. Blandið smjörblöndunni við eggjablönduna til skiptis við hveitið þar til blandan er laus við kekki. Setjið deigið í möffinsform og bakið í 15 til 20 mínútur. Kælið kökurnar áður en kremið fer á. Þegar búa á til kremið hrærið þið egg og flórsykur vel saman. Bræðið smjörið og bætið súkkulaðinu og Dumle-karamellunum saman við. Hrærið þar til allt er bráðið og blandað vel saman. Kælið blönduna aðeins og hrærið henni saman við eggjablönduna. Setjið kremið í ísskáp þar til það er orðið nógu stíft til að skreyta kökurnar með.Fengið hér.
Eftirréttir Kökur og tertur Uppskriftir Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Óbarinn, með smjörklípu eða tabasco sósu: Alls konar harðfiskur fyrir útileguna Setur heilsuna í fyrsta sæti í sumar Sjá meira