Peugeot-Citroën ætlar að segja upp 3.450 starfsmönnum 20. nóvember 2014 11:33 Höfuðstöðvar PSA/Peugeot-Citroën. Ekki gengur betur en svo hjá bílaframleiðandanum PSA/Peugeot-Citroën að til stendur að segja upp 3.450 starfsmönnum á næsta ári. Er það liður í mikilli endurskipulagningu Carlos Taveres forstjóra PSA. Uppsagnirnar verða í formi starfslokasamninga eldri starfsmanna, eingreiðslna til þeirra starfmanna sem eru tilbúnir að hætta störfum og tilflutninga í starfi. Þessi áætlun verður kynnt verkalýðsfélögum starfsmannanna í næstu viku, en í Frakklandi er nánast bannað að segja upp starfsfólki og hefur það valdið miklum vandræðum hjá frönskum bílaframleiðendum á undanförnum árum. Þessi niðurskurður í starfmannafjölda nemur um 6% en 60.000 starfsmenn eru nú hjá PSA. PSA hefur greint frá því að 29% innlends starfsfólks í Frakklandi sé í hættu og það þýðir að störf 9.000 starfsmanna í viðbót gætu tapast. Þrátt fyrir þessar aðgerðir ætlar PSA að skapa 2.000 ný störf fyrir yngri starfmenn sem verða í þjálfun hjá fyrirtækinu á næsta ári. Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent
Ekki gengur betur en svo hjá bílaframleiðandanum PSA/Peugeot-Citroën að til stendur að segja upp 3.450 starfsmönnum á næsta ári. Er það liður í mikilli endurskipulagningu Carlos Taveres forstjóra PSA. Uppsagnirnar verða í formi starfslokasamninga eldri starfsmanna, eingreiðslna til þeirra starfmanna sem eru tilbúnir að hætta störfum og tilflutninga í starfi. Þessi áætlun verður kynnt verkalýðsfélögum starfsmannanna í næstu viku, en í Frakklandi er nánast bannað að segja upp starfsfólki og hefur það valdið miklum vandræðum hjá frönskum bílaframleiðendum á undanförnum árum. Þessi niðurskurður í starfmannafjölda nemur um 6% en 60.000 starfsmenn eru nú hjá PSA. PSA hefur greint frá því að 29% innlends starfsfólks í Frakklandi sé í hættu og það þýðir að störf 9.000 starfsmanna í viðbót gætu tapast. Þrátt fyrir þessar aðgerðir ætlar PSA að skapa 2.000 ný störf fyrir yngri starfmenn sem verða í þjálfun hjá fyrirtækinu á næsta ári.
Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent