Andlitslyftur Touareg Finnur Thorlacius skrifar 20. nóvember 2014 10:13 Volkswagen Touareg af 2015 árgerð. Á bílasýningunni í Los Angeles sýnir Volkswagen nú andlitslyftan Touareg jeppa sinn, en það sem vekur ef til vill meiri athygli er Plug-In-Hybrid útgáfa hans. Sá bíll er fjári öflugur með 380 hestafla drifrás, V6 bensínvél og öfluga rafmótora. Útlitsbreytingar Touareg eru fólgnar í flatari framenda, nýjum framljósum og breiðara og flatara grilli. Afturljósin eru nú með LED perum og afturendinn hefur líka breyst nokkuð. Að innan eru einnig breytingar, vandaðri efnisnotkun og breytt lýsing. Vélbúnaður er hinn sami, að undanskildri Plug-In-Hybrid útfærslu. Þriggja lítra dísilvélin er 240 hestöfl og 3,6 lítra bensínvélin skilar 280 hestöflum, en langöflugastur er tvinnbíllinn með sín 380 hestöfl. Touareg má nú fá með allskonar hjálpabúnaði eins og skriðstilli sem aðlagar sig aðstæðum, árekstrarvörn sem bremsar sjálf ef hætta steðjar að, akgreinaskiptiviðvörun og búnað sem greinir blindpunktshættu. Þessi nýi Touareg fer á markað í byrjun þessa árs. Innréttingin í nýjum Touareg. Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent
Á bílasýningunni í Los Angeles sýnir Volkswagen nú andlitslyftan Touareg jeppa sinn, en það sem vekur ef til vill meiri athygli er Plug-In-Hybrid útgáfa hans. Sá bíll er fjári öflugur með 380 hestafla drifrás, V6 bensínvél og öfluga rafmótora. Útlitsbreytingar Touareg eru fólgnar í flatari framenda, nýjum framljósum og breiðara og flatara grilli. Afturljósin eru nú með LED perum og afturendinn hefur líka breyst nokkuð. Að innan eru einnig breytingar, vandaðri efnisnotkun og breytt lýsing. Vélbúnaður er hinn sami, að undanskildri Plug-In-Hybrid útfærslu. Þriggja lítra dísilvélin er 240 hestöfl og 3,6 lítra bensínvélin skilar 280 hestöflum, en langöflugastur er tvinnbíllinn með sín 380 hestöfl. Touareg má nú fá með allskonar hjálpabúnaði eins og skriðstilli sem aðlagar sig aðstæðum, árekstrarvörn sem bremsar sjálf ef hætta steðjar að, akgreinaskiptiviðvörun og búnað sem greinir blindpunktshættu. Þessi nýi Touareg fer á markað í byrjun þessa árs. Innréttingin í nýjum Touareg.
Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent