Stærðarinnar tré við byggingu Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, áður þekkt sem Kennaraháskólinn, rifnaði upp með rótum í kvöld.
Aron Kristinn Ágústsson, nemandi í Háteigsskóla, var á vappinu í kvöld og náði mynd af trénu.
Vísir hvetur lesendur til að senda myndir úr óveðrinu á netfangið ritstjorn@visir.is.
Tré rifna upp með rótum

Tengdar fréttir

Þakplötur fuku á bíl á ferð við Álftamýri
Björgunarsveitarmenn vinna nú að því að rýma bílastæði í grenndinni til þess að forða frekara tjóni. Það er of hvasst á þaki hússins til þess að hægt sé að festa plöturnar niður þar og verður það gert þegar fer að lægja.

Erlendur ferðamaður aldrei upplifað annað eins
"Ég átti nú frekar von á snjó en þessu,“ sagði einn þriggja ferðamanna sem blaðamaður rakst á í Austurstræti á tíunda tímanum.

Óveður á Íslandi: Tíu slagarar innblásnir af rigningu og roki
Vísir hefur tekið saman lista yfir vinsæl popp- og rokklög sem tengjast veðrinu á einn eða annan hátt.

Fimmtíu og eins metra vindhviða mældist á Keflavíkurflugvelli
Mestu vindhviður sem mælst hafa á landinu nú seinni part dags eru á Stórhöfða og á Keflavíkurflugvelli. Það versta er enn eftir segir veðurfræðingur.

Pollrólegur pylsusali: "Fólk spyr frekar hvernig ég hafi það en að kvarta sjálft“
Jóhannes Ólafsson pylsuséní var hinn hressasti þegar blaðamaður tók á honum púlsinn á Bæjarins Bestu á tíunda tímanum í kvöld.