Uppfært klukkan 22.45: Heitavatnslaust varð í Efra-Breiðholti fyrr í kvöld þar sem útsláttur varð í dælustöð. Unnið var að viðgerð og er heita vatnið nú komið á. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orkuveitunni.
Starfsfólk Orkuveitunnar biðst velvirðingar á óþægindum vegna þessa.
