Íbúar hafa víða orðið varir við rafmagnstruflanir í kvöld í óveðrinu sem nú geysar á Suðurlandi, Suðurnesjum, Suðvesturlandi og Vesturlandi.
Rafmagnslaust varð til að mynda í Vogahverfi, þar sem blaðamaður Vísis tók meðfylgjandi mynd, í Háaleitishverfi og í hluta Hlíðahverfis.
Rafmagn er nú komið aftur á en í frétt á vef RÚV er haft eftir Eiríki Hjálmarssyni, upplýsingafulltrúa Orkuveitunnnar, að rafmagn hafi aðeins farið af í um 6 mínútur.
Þá hafa rafmagnstruflanir einnig hrjáð íbúa Álftaness í kvöld.
Rafmagnstruflanir víða í óveðrinu
Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
