Veðurstofa varar við aftakaveðri: Frystitogari fastur í Ísafjarðardjúpi Stefán Árni Pálsson skrifar 9. desember 2014 15:13 Birta Líf spáir aftakaveðri með glórulausum byl á norðanverðum Vestfjörðum. vísir/gva/Eiríkur Jónsson „Það er nú nokkuð erfitt að segja hvernig veðrið er, það sést ekkert útum neina glugga hér í skipinu,“ segir Sigurbjörn E. Kristjánsson, skipstjóri á frystitogaranum Vigra, en skipið liggur í vari í Ísafjarðardjúpi, undir Grænuhlíð. Veðurstofa Íslands varar við aftakaveðri með glórulausum byl sem að horfur eru á skelli á norðanverðum Vestfjörðum og mun standa fram undir kvöld. Veðurhæð verður óvenjumikil í öllum skilningi og vindur norðanstæður. „Það er hávaðarok hér. Við keyrum upp að Grænuhlíðinni og látum okkur reka niður í djúpið. Við verðum líklega fastir hér fram á fimmtudag,“ segir Sigurbjörn. Hann segir töluverða bræla vera á svæðinu. Farnir að föndra fyrir jólin „Hér eru menn samt mjög léttir og farnir að föndra fyrir jólin. Við ráðum ekkert við þetta og verðum því bara að gera það besta úr stöðunni.“ Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur, segir í samtali við fréttastofu Bylgjunnar að stormurinn hafi hafist milli klukkan tvö og þrjú í dag. „Í kvöld verður líklega það versta farið framhjá, þó verður áfram stormur og vont veður. Við erum að spá upp að 35 metrum á sekúndu sem er fellibylsstyrkur.“ Birta segir að stormurinn verði mjög öflugur, sérstaklega á norðanverðum Vestfjörðum. „Það er bara spurning hversu djúpt þetta nær niður í dalina. Það verður ekkert ferðaveður og fólk á í raun ekkert að vera útivið á þessum slóðum í dag.“ Veður Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
„Það er nú nokkuð erfitt að segja hvernig veðrið er, það sést ekkert útum neina glugga hér í skipinu,“ segir Sigurbjörn E. Kristjánsson, skipstjóri á frystitogaranum Vigra, en skipið liggur í vari í Ísafjarðardjúpi, undir Grænuhlíð. Veðurstofa Íslands varar við aftakaveðri með glórulausum byl sem að horfur eru á skelli á norðanverðum Vestfjörðum og mun standa fram undir kvöld. Veðurhæð verður óvenjumikil í öllum skilningi og vindur norðanstæður. „Það er hávaðarok hér. Við keyrum upp að Grænuhlíðinni og látum okkur reka niður í djúpið. Við verðum líklega fastir hér fram á fimmtudag,“ segir Sigurbjörn. Hann segir töluverða bræla vera á svæðinu. Farnir að föndra fyrir jólin „Hér eru menn samt mjög léttir og farnir að föndra fyrir jólin. Við ráðum ekkert við þetta og verðum því bara að gera það besta úr stöðunni.“ Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur, segir í samtali við fréttastofu Bylgjunnar að stormurinn hafi hafist milli klukkan tvö og þrjú í dag. „Í kvöld verður líklega það versta farið framhjá, þó verður áfram stormur og vont veður. Við erum að spá upp að 35 metrum á sekúndu sem er fellibylsstyrkur.“ Birta segir að stormurinn verði mjög öflugur, sérstaklega á norðanverðum Vestfjörðum. „Það er bara spurning hversu djúpt þetta nær niður í dalina. Það verður ekkert ferðaveður og fólk á í raun ekkert að vera útivið á þessum slóðum í dag.“
Veður Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira