Opel lokar Bochum verksmiðjunni Finnur Thorlacius skrifar 8. desember 2014 16:27 Verksmiðja Opel í Bochum hefur nú verið lokað. Verksmiðja Opel í Bochum í Þýskalandi var eitt sinn flagskip Opel og þar unnu mest 22.000 starfsmenn. Hún hefur verið starfrækt samfellt í 52 ár. Nú hefur síðasti framleiðslubíll Opel runnið í gegnum framleiðslulínuna í Bochum og var það Opel Zafira. Þessi lokun markar einu lokun bílaverksmiðju í Þýskalandi frá síðari heimstyrjöld. Undir það síðasta unnu einungis 3.000 manns í verksmiðjunni, en 300 þeirra halda vinnunni við íhlutaframleiðslu. Aðrir starfsmenn hennar verða að finna sér aðra vinnu, sem Opel mun aðstoða þá með. Evrópski hluti General Motors sem inniheldur Opel og systurmerki þess Vauxhall í Bretlandi hefur samtals tapað 18 milljörðum Bandaríkjadala frá árinu 1999, eða 2.230 milljörðum króna. Þessi lokun í Bochum er líður í því að skrúfa fyrir þetta tap og er það markmið Opel að vera rekið með hagnaði frá og með næsta ári. Aukin sala Opel bíla undanfarið gefur góðar vonir um að það gæti tekist. Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent
Verksmiðja Opel í Bochum í Þýskalandi var eitt sinn flagskip Opel og þar unnu mest 22.000 starfsmenn. Hún hefur verið starfrækt samfellt í 52 ár. Nú hefur síðasti framleiðslubíll Opel runnið í gegnum framleiðslulínuna í Bochum og var það Opel Zafira. Þessi lokun markar einu lokun bílaverksmiðju í Þýskalandi frá síðari heimstyrjöld. Undir það síðasta unnu einungis 3.000 manns í verksmiðjunni, en 300 þeirra halda vinnunni við íhlutaframleiðslu. Aðrir starfsmenn hennar verða að finna sér aðra vinnu, sem Opel mun aðstoða þá með. Evrópski hluti General Motors sem inniheldur Opel og systurmerki þess Vauxhall í Bretlandi hefur samtals tapað 18 milljörðum Bandaríkjadala frá árinu 1999, eða 2.230 milljörðum króna. Þessi lokun í Bochum er líður í því að skrúfa fyrir þetta tap og er það markmið Opel að vera rekið með hagnaði frá og með næsta ári. Aukin sala Opel bíla undanfarið gefur góðar vonir um að það gæti tekist.
Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent