Sparibúningur fjarsambanda sigga dögg skrifar 9. desember 2014 11:00 Fjarsambönd geta valdi streitu meðal annars vegna kostnaðar sem fylgja ferðalögum. Vísir/Getty Fjarsambönd geta tekið á taugarnar. Það getur verið streituvaldandi að hittast sjaldan, þurfa eyða peningum í ferðalög og svo að reyna halda sambandinu gangandi á sitthvorum staðnum í sitthvorri rútínunni. Sumir setja makann á stall svo ímyndin af viðkomandi er í sparibúningi. Þegar parið loksins hittist þá eru báðir aðilar með sína bestu framkomu. Þau sjá ekki hversdagsleika hvors annars og gríman er uppi. Þegar fólk svo loks er á sama stað á sama tíma þá getur það verið streituvekjandi að sjá nýja hlið á makanum og sýna viðkomandi allar þínar hliðar. Fjarsambönd þurfa þó ekki að vera neikvæð því sumir kunna vel að meta frelsið og sjálfstæðið sem fylgir fjarsamböndum. Það sem virðist vera mjög mikilvægt í fjarsamböndum er persónuleiki einstaklinganna og hversu öruggt fólk upplifir sig í sambandinu sem það er í.Vísir/GettyÞað að vera í fjarsambandi gæti því fyrir einhverja magnað upp óöryggi einstaklinga í samböndum eins og höfnun og óvissu. Fólk sem er öruggt með sjálft sig leitast eftir að leysa vandamálin en þeir sem eru óöryggir óttast höfnun og í stað þess að reyna leysa deiluna, eiga þeir það til að forðast að ræða málin til að komast hjá höfnun.Nokkrar rannsóknir hafa bent til þess að þegar fjarsambönd hætta að vera fjarsambönd og fólk er á sama stað, á sama tíma þá séu auknar líkur á sambandsslitum. Þó ber að hafa í huga að það er álag á sambandið að fara í sambúð sem og að aðlagast hvort öðru og rútínu hvors annars. Ef þú ert í fjarsambandi eða veltir slíku fyrir þér þá er gott að hafa í huga að hvert par þarf að finna hvað hentar sér. Sumir skipuleggja reglulega stefnumót þar sem par eyðir tíma saman í gegnum vefmyndavél tölvunnar eða farsímans og hefur slíkt reynst mörgum pörum mjög vel. Eins og með öll sambönd þá þarf að vanda sig og tala saman. Á vef YouTube má sjá fjöldann allann af ráðum og sögum einstaklinga sem hafa verið í fjarbúð. Heilsa Mest lesið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið
Fjarsambönd geta tekið á taugarnar. Það getur verið streituvaldandi að hittast sjaldan, þurfa eyða peningum í ferðalög og svo að reyna halda sambandinu gangandi á sitthvorum staðnum í sitthvorri rútínunni. Sumir setja makann á stall svo ímyndin af viðkomandi er í sparibúningi. Þegar parið loksins hittist þá eru báðir aðilar með sína bestu framkomu. Þau sjá ekki hversdagsleika hvors annars og gríman er uppi. Þegar fólk svo loks er á sama stað á sama tíma þá getur það verið streituvekjandi að sjá nýja hlið á makanum og sýna viðkomandi allar þínar hliðar. Fjarsambönd þurfa þó ekki að vera neikvæð því sumir kunna vel að meta frelsið og sjálfstæðið sem fylgir fjarsamböndum. Það sem virðist vera mjög mikilvægt í fjarsamböndum er persónuleiki einstaklinganna og hversu öruggt fólk upplifir sig í sambandinu sem það er í.Vísir/GettyÞað að vera í fjarsambandi gæti því fyrir einhverja magnað upp óöryggi einstaklinga í samböndum eins og höfnun og óvissu. Fólk sem er öruggt með sjálft sig leitast eftir að leysa vandamálin en þeir sem eru óöryggir óttast höfnun og í stað þess að reyna leysa deiluna, eiga þeir það til að forðast að ræða málin til að komast hjá höfnun.Nokkrar rannsóknir hafa bent til þess að þegar fjarsambönd hætta að vera fjarsambönd og fólk er á sama stað, á sama tíma þá séu auknar líkur á sambandsslitum. Þó ber að hafa í huga að það er álag á sambandið að fara í sambúð sem og að aðlagast hvort öðru og rútínu hvors annars. Ef þú ert í fjarsambandi eða veltir slíku fyrir þér þá er gott að hafa í huga að hvert par þarf að finna hvað hentar sér. Sumir skipuleggja reglulega stefnumót þar sem par eyðir tíma saman í gegnum vefmyndavél tölvunnar eða farsímans og hefur slíkt reynst mörgum pörum mjög vel. Eins og með öll sambönd þá þarf að vanda sig og tala saman. Á vef YouTube má sjá fjöldann allann af ráðum og sögum einstaklinga sem hafa verið í fjarbúð.
Heilsa Mest lesið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið