Körfubolti

Sextán ára strákur með 31 stig fyrir KR í bikarnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
KR-liðið.
KR-liðið.
Þórir Þorbjarnarson skoraði 31 stig fyrir Íslandsmeistara KR í dag þegar liðið vann 73 stiga sigur á b-liði Hauka, 116-43, í sextán liða úrslitum Powerade-bikars karla í körfubolta.

Pavel Ermolinskij lék ekki með KR í dag og lykilmennirnir Michael Craion og Helgi Már Magnússon léku báðir undir 15 mínútum í leiknum sem var eign KR allan tímann. KR vann fyrsta leikhlutann 32-10 og var 45 stigum yfir í hálfleik, 65-20.

Þórir fékk tækifærið hjá Finni Frey Stefánssyni þjálfari og nýtt það vel. Þórir skoraði 31 stig á aðeins rúmum 27 mínútum en hann hitti úr 13 af 18 skotum sínum í leiknum þar af 4 af 6 þriggja stiga skotum.

Finnur Atli Magnússon var næststigahæstur hjá KR með 15 stig, hinn 18 ára gamli Vilhjálmur Kári Jensson skoraði 13 stig og tók 12 fráköst og Björn Kristjánsson var með 13 stig og 9 stoðsendingar. Kristinn Jónasson var stigahæstur hjá Haukaliðinu með 14 stig auk þess að taka 13 fráköst.

KR varð þriðja liðið til þess að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Powerade-bikars karla en áður höfðu Dominos-deildarliðin Fjölnir og Keflavík unnið sína í leiki í sextán liða úrslitunum. Fleiri lið bætast síðan í hópinn í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×