„Hreppapólitík“ forsætisráðherra í lögreglumálum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. desember 2014 13:20 Gunnar Þorgeirsson, formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Vísir/Magnús Hlynur „Ég get ekki betur séð en að þetta lykti af hreppapólitík þó ég neiti að trúa því árið 2014, vinnubrögðin eru allavega mjög undarleg“, segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra undirritaði reglugerð áður en hann lét af embætti dómsmálaráðherra á fimmtudaginn um að flytja lögregluna á Höfn í Hornafirði í sitt kjördæmi, Norðausturkjördæmi, frá næstu áramótum en ekki hafa hana í Suðurkjördæmi eins og allir höfðu reiknað með. Gunnar segir að sveitarstjórnarmenn á Suðurlandi séu mjög óhressir með ráðstöfun Sigmundar Davíðs. „Ég hef líka heyrt í öllum þingmönnum Suðurkjördæmis, þeir eru allir jafn undrandi á þessu. Við ræddum þetta ítrekað í kjördæmavikunni í haust þar sem allir þingmennirnir voru með okkur í þessu verkefni og því er þessi ráðstöfun mjög undarleg“, segir Gunnar. Hann treystir á að Ólöf Nordal, nýr innanríkisráðherra, breyti ákvörðun Sigmundar Davíðs. „Já, ég treysti nýjum dómsmálaráðherra til að endurskoða þessi mál, ég heyri á Hornfirðingum að þeir eru alls ekki kátir með þetta. Þeir hafa verið einhuga í samstarfinu við okkur á Suðurlandi og þess vegna finnst mér þetta algjörlega fáránlegt.“ Nánar verður rætt við Gunnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Tengdar fréttir Hornfirðingar æfir yfir lokaverki Sigmundar sem dómsmálaráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ákvað á síðasta degi sínum sem dómsmálaráðherra að lögregluembættið á Höfn skyldi vera áfram í hans eigin kjördæmi en ekki í Suðurkjördæmi. Bæjarstjórinn á Höfn trúir ekki eigin augum. 6. desember 2014 06:30 Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Fleiri fréttir Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sjá meira
„Ég get ekki betur séð en að þetta lykti af hreppapólitík þó ég neiti að trúa því árið 2014, vinnubrögðin eru allavega mjög undarleg“, segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra undirritaði reglugerð áður en hann lét af embætti dómsmálaráðherra á fimmtudaginn um að flytja lögregluna á Höfn í Hornafirði í sitt kjördæmi, Norðausturkjördæmi, frá næstu áramótum en ekki hafa hana í Suðurkjördæmi eins og allir höfðu reiknað með. Gunnar segir að sveitarstjórnarmenn á Suðurlandi séu mjög óhressir með ráðstöfun Sigmundar Davíðs. „Ég hef líka heyrt í öllum þingmönnum Suðurkjördæmis, þeir eru allir jafn undrandi á þessu. Við ræddum þetta ítrekað í kjördæmavikunni í haust þar sem allir þingmennirnir voru með okkur í þessu verkefni og því er þessi ráðstöfun mjög undarleg“, segir Gunnar. Hann treystir á að Ólöf Nordal, nýr innanríkisráðherra, breyti ákvörðun Sigmundar Davíðs. „Já, ég treysti nýjum dómsmálaráðherra til að endurskoða þessi mál, ég heyri á Hornfirðingum að þeir eru alls ekki kátir með þetta. Þeir hafa verið einhuga í samstarfinu við okkur á Suðurlandi og þess vegna finnst mér þetta algjörlega fáránlegt.“ Nánar verður rætt við Gunnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Tengdar fréttir Hornfirðingar æfir yfir lokaverki Sigmundar sem dómsmálaráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ákvað á síðasta degi sínum sem dómsmálaráðherra að lögregluembættið á Höfn skyldi vera áfram í hans eigin kjördæmi en ekki í Suðurkjördæmi. Bæjarstjórinn á Höfn trúir ekki eigin augum. 6. desember 2014 06:30 Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Fleiri fréttir Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sjá meira
Hornfirðingar æfir yfir lokaverki Sigmundar sem dómsmálaráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ákvað á síðasta degi sínum sem dómsmálaráðherra að lögregluembættið á Höfn skyldi vera áfram í hans eigin kjördæmi en ekki í Suðurkjördæmi. Bæjarstjórinn á Höfn trúir ekki eigin augum. 6. desember 2014 06:30