Þetta gerist þegar maður kaupir hlægilega ódýr föt á netinu Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 5. desember 2014 16:30 Lindsay Ferrier skrifar sprenghlægilegan pistil á vefsíðu Huffington Post þar sem hún skrifar um þegar hún ákvað að panta föt af vefsíðu í Singapúr, NastyDress, því fötin voru svo ódýr. „Ég var að skruna á Facebook fyrir nokkrum vikum þegar ég sá þessa mynd á síðu vinar míns,“ skrifar Lindsay fyrir ofan mynd af kápu frá NastyDress. „Þetta var eiginlega kápa af mínu skapi. En...NastyDress? Hvað í fjandanum var NastyDress?“ bætir hún við. Henni leist ekki á blikuna þegar hún skoðaði kjólana á síðunni en fann kápur og toppa sem henni fannst fallegir. Ekki skemmdi fyrir að fötin voru hræódýr.Toppur sem Lindsay pantaði. Lengst til vinstri er auglýsingamyndin, í miðjunni er Lindsay í bolnum og til hægri er dóttir hennar í bolnum.Þegar Lindsay var búin að fullvissa sig um að í lagi væri að panta af síðunni ákvað hún að slá til og festi kaup á nokkrum flíkum. Tveimur vikum seinna komu þær í pósti. Henni brá þó þegar hún opnaði pakkann. Kápan, sem sést hér fyrir ofan, sem átti að vera úr ull var úr flís. Lindsay fannst hún samt sæt og mátaði hana. „Uuuu. Þessi kápa var greinilega ekki að virka fyrir mig. Hún var ekki aðeins sniðin fyrir manneskju með engin brjóst heldur enduðu ermarnar langt fyrir ofan úlnliði mína. Ég kíkti á merkimiðann aftur. Stærð Large. Stærð Large?! Já kannski fyrir börn,“ skrifar Lindsay. Þá ákvað hún að kalla á tíu ára dóttur sína og biðja hana um að máta kápuna. Hún smellpassaði á hana - eins og öll hin fötin frá NastyDress. Í lok greinarinnar varar Lindsay fólk við að panta af svipuðum síðum en sem dæmi um síðu í sama dúr er Ali Express sem Íslendingar eru duglegir við að nota.Þessi peysa leit allt öðruvísi út en á myndinni. Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fleiri fréttir Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Lindsay Ferrier skrifar sprenghlægilegan pistil á vefsíðu Huffington Post þar sem hún skrifar um þegar hún ákvað að panta föt af vefsíðu í Singapúr, NastyDress, því fötin voru svo ódýr. „Ég var að skruna á Facebook fyrir nokkrum vikum þegar ég sá þessa mynd á síðu vinar míns,“ skrifar Lindsay fyrir ofan mynd af kápu frá NastyDress. „Þetta var eiginlega kápa af mínu skapi. En...NastyDress? Hvað í fjandanum var NastyDress?“ bætir hún við. Henni leist ekki á blikuna þegar hún skoðaði kjólana á síðunni en fann kápur og toppa sem henni fannst fallegir. Ekki skemmdi fyrir að fötin voru hræódýr.Toppur sem Lindsay pantaði. Lengst til vinstri er auglýsingamyndin, í miðjunni er Lindsay í bolnum og til hægri er dóttir hennar í bolnum.Þegar Lindsay var búin að fullvissa sig um að í lagi væri að panta af síðunni ákvað hún að slá til og festi kaup á nokkrum flíkum. Tveimur vikum seinna komu þær í pósti. Henni brá þó þegar hún opnaði pakkann. Kápan, sem sést hér fyrir ofan, sem átti að vera úr ull var úr flís. Lindsay fannst hún samt sæt og mátaði hana. „Uuuu. Þessi kápa var greinilega ekki að virka fyrir mig. Hún var ekki aðeins sniðin fyrir manneskju með engin brjóst heldur enduðu ermarnar langt fyrir ofan úlnliði mína. Ég kíkti á merkimiðann aftur. Stærð Large. Stærð Large?! Já kannski fyrir börn,“ skrifar Lindsay. Þá ákvað hún að kalla á tíu ára dóttur sína og biðja hana um að máta kápuna. Hún smellpassaði á hana - eins og öll hin fötin frá NastyDress. Í lok greinarinnar varar Lindsay fólk við að panta af svipuðum síðum en sem dæmi um síðu í sama dúr er Ali Express sem Íslendingar eru duglegir við að nota.Þessi peysa leit allt öðruvísi út en á myndinni.
Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fleiri fréttir Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira