
Úlfar valdi Kristján Þór í afrekshóp GSÍ

Kristján Þór var sjálfur ekki sáttur og svaraði helst fyrir sig á golfvellinum þar sem hann fór á kostum í sumar. Hann sakaði landsliðsþjálfarann um að hafa eitthvað á móti sér en það sór Úlfar af sér.
Landsliðsþjálfarinn hefur nú ákveðið að velja Kristján Þór í afreks- og framtíðarhóp GSÍ fyrir næsta ár.
„Það er mikil viðurkenning að vera valinn í afreks eða framtíðarhóp GSÍ . Með því að samþykkja boð í afrekshóp/framtíðarhóp GSÍ þá samþykkir kylfingurinn þau viðmið sem við setjum varðandi fulla ástundun og einbeitingu, og metnað til að nálgast markmið afreksstefnunnar að komast í mótaröð þeirra bestu," segir Úlfar í fréttatilkynninu frá Golfsambandinu.
Föst verkefni landsliða og einstaklinga næsta sumar eru EM pilta og kvenna og undankeppni EM karla, sem og EM einstaklinga karla. Unglingaverkefni eins og European Young Masters og Duke of York verða á sínum stað.
Afrekshópur GSÍ 2015:
Nafn, klúbbur og fæðingarár:
Andri Þór Björnsson, GR (91)
Aron Snær Júlíusson, GKG (96)
Axel Bóasson, GK (90)
Birgir Leifur Hafþórsson, GKG (76)
Bjarki Pétursson, GB (94)
Egill Ragnar Gunnarsson, GKG (96)
Emil Þór Ragnarsson, GKG (94)
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR (92)
Haraldur Franklín Magnús, GR (91)
Kristján Þór Einarsson, GKj. (88)
Ólafur Björn Loftsson, NK (87)
Ragnar Már Garðarsson, GKG (95)
Rúnar Arnórsson, GK (92)
Stefán Þór Bogason, GR (95)
Þórður Rafn Gissurarson, GR (87)
Anna Sólveig Snorradóttir, GK (95)
Berglind Björnsdóttir, GR (92)
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK (94)
Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG (96)
Helga Kristín Einarsdóttir, NK (96)
Karen Guðnadóttir, GS (92)
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR (92)
Sara Margrét Hinriksdóttir, GK (96)
Signý Arnórsdóttir, GK (90)
Sunna Víðisdóttir, GR (94)
Valdís Þóra Jónsdóttir, GL (89)
U18 piltar og stúlkur.
Arnór Snær Guðmundsson, GHD (99)
Eva Karen Björnsdóttir, GR (98)
Birgir Björn Magnússon, GK (97)
Ólöf María Einarsdóttir, GHD (99)
Björn Óskar Guðjónsson, GKj. (97)
Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (97)
Fannar Ingi Steingrímsson, GHG (98)
Saga Traustadóttir, GR (98)
Gísli Sveinbergsson, GK (97)
Henning Darri Þórðarson, GK (98)
Ingvar Andri Magnússon, GR (00)
Kristján Benedikt Sveinsson, GA (99)
Kristófer Karl Karlsson, GKj. (01)
Kristófer Orri Þórðarson, GKG (97)
Patrekur Nordquist Ragnarsson, GR (98)
Sigurður Arnar Garðarsson, GKG (02)
Tumi Hrafn Kúld, GA (97)
Framtíðarhópur GSÍ:
Birkir Orri Viðarsson, GS (00)
Alexandra Eir Grétarsdóttir, GOS (97)
Eggert Kristján Kristmundsson, GR (98)
Birta Dís Jónsdóttir, GHD (97)
Hákon Örn Magnússon, GR (98)
Gerður Hrönn Ragnarsdóttir, GR (99)
Ingi Rúnar Birgisson, GKG (00)
Kinga Korpak, GS (03)
Ragnar Már Ríkarðsson, GKj. (00)
Sigurlaug Rún Jónsdóttir, GK (97)
Sigurður Bjarki Blumenstein, GR (01)
Særós Eva Óskarsdóttir, GKG (95)
Viktor Ingi Einarsson, GR (00)
Zuzanna Korpak, GS (00)
Tengdar fréttir

„Viðtalið kom mér verulega á óvart“
Sigurpáll Geir Sveinsson, þjálfari Kristjáns Þórs, virðir skoðun landsliðsþjálfarans.

Kristján Þór: Úlfar hefur eitthvað á móti mér
Kristján Þór Einarsson er ósáttur við að vera ekki valinn í landsliðið í golfi.

Var líklega samskiptavandamál
Formaður Golfklúbbsins Kjalar í Mosfellsbæ reiknar með að Kristján Þór Einarsson eigi afturkvæmt í landsliðið.

Forseti GSÍ: Kristján Þór uppfyllir ekki skilyrði afreksstefnu GSÍ
Það samræmist ekki afreksstefnu Golfsambandsins að velja stigahæsta kylfing landsins, Kristján Þór Einarsson, í golflandsliðið.

Vill ekkert segja um viðbrögð Úlfars | Myndir
Kristján Þór Einarsson notaði hunsun landsliðsþjálfarans til að hvetja sig til sigurs um helgina.

Nýkrýndur stigameistari segir mótaröðina ekki hafa neitt vægi
Kristján Þór Einarsson, GKJ, tryggði sér stigameistaratitilinn með sigri á sjötta móti Eimskipsmótaraðarinnar í dag. Mótið fór fram á Akranesi.

Hættur að velta mér upp úr þessu
Kristján Þór Einarsson var nokkuð brattur á blaðamannafundi fyrir Íslandsmótið í höggleik sem fer fram á GKG um helgina. Hann er hættur að velta sér upp úr vali Úlfars Jónssonar á landsliðinu og ætlar að einblína á að sigra á Eimskipsmótaröðinni í sumar.

Úlfar: Fjarstæða að ég hafi eitthvað á móti Kristjáni
Landsliðsþjálfarinn í golfi, Úlfar Jónsson, hefur sent frá sér langa fréttatilkynningu vegna umræðu um landsliðið í golfi og meintan fjárskort GSÍ.