Helgi í viðtali við CNN: Ég vil verða maðurinn sem allir vilja vinna Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. desember 2014 18:15 Helgi Sveinsson. mynd/skjáskot „Ég var 19 ára þegar það þurfti að taka af mér fótinn,“ segir Helgi Sveinsson, heims- og Evrópumeistari fatlaðra í spjótkasti, við CNN. Helgi er til viðtals í þættinum Human to Hero þar sem hann segir sína sögu. „Ég byrjaði að æfa handbolta þegar ég var tíu ára gamall og áttaði mig fljótlega á því að það var mín íþrótt,“ segir hann. „Átján ára byrjaði ég að finna fyrir sársauka í fætinum og fékk þau svör að það væri krabbamein í honum.“ „Ég hugsaði með mér að atvinnumannaferillinn í íþróttum sem mig dreymdi um færi farinn út um gluggann.“ Helgi segist hafa beðið um gervifót til að stunda íþróttir og eftir það hafi ekki verið aftur snúið. „Eftir þrettán ára fjarveru frá íþróttum byrjaði ég að æfa frjálsíþróttir. Ég sá spjót liggja á grasinu þannig ég tók það upp og kastaði því. Ég fann það strax að þetta væri mitt sport. Gamla handboltaöxlin var komin aftur í gang,“ segir Helgi. „Fyrsta kast mitt með spjóti var sex metrum lengra en lágmarkið var inn á EM. Eftir það hugsaði ég með mér að ég get orðið bestur í þessari íþrótt.“ Besti árangur Helga er 51,81 metri en heimsmetið í greininni eru 52,79 metrar. Hann stefnir ekki bara á að bæta heimsmetið heldur miklu lengra en það. „Ég vil verða fyrsti maðurinn sem hefur misst fótinn til að kasta 60 metra. Ég elska allt við þetta. Það jafnast ekkert á við tilfinninguna þegar maður nær fullkomnu kasti. Ég vil verða maðurinn sem allir vilja vinna,“ segir Helgi Sveinsson. Innslagið, sem er tekið í frjálsíþróttahöllinni í Laugardalnum, má sjá með því að smella hér. Um stiklu úr stærra innslagi er að ræða, en það verður sýnt á sama stað þann 10. desember. Íþróttir Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Fleiri fréttir Heiðruðu látinn liðsfélaga og rústuðu síðan Raiders Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Ísbjörninn segir að hann myndi klára Jake Paul í þremur lotum Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Sjá meira
„Ég var 19 ára þegar það þurfti að taka af mér fótinn,“ segir Helgi Sveinsson, heims- og Evrópumeistari fatlaðra í spjótkasti, við CNN. Helgi er til viðtals í þættinum Human to Hero þar sem hann segir sína sögu. „Ég byrjaði að æfa handbolta þegar ég var tíu ára gamall og áttaði mig fljótlega á því að það var mín íþrótt,“ segir hann. „Átján ára byrjaði ég að finna fyrir sársauka í fætinum og fékk þau svör að það væri krabbamein í honum.“ „Ég hugsaði með mér að atvinnumannaferillinn í íþróttum sem mig dreymdi um færi farinn út um gluggann.“ Helgi segist hafa beðið um gervifót til að stunda íþróttir og eftir það hafi ekki verið aftur snúið. „Eftir þrettán ára fjarveru frá íþróttum byrjaði ég að æfa frjálsíþróttir. Ég sá spjót liggja á grasinu þannig ég tók það upp og kastaði því. Ég fann það strax að þetta væri mitt sport. Gamla handboltaöxlin var komin aftur í gang,“ segir Helgi. „Fyrsta kast mitt með spjóti var sex metrum lengra en lágmarkið var inn á EM. Eftir það hugsaði ég með mér að ég get orðið bestur í þessari íþrótt.“ Besti árangur Helga er 51,81 metri en heimsmetið í greininni eru 52,79 metrar. Hann stefnir ekki bara á að bæta heimsmetið heldur miklu lengra en það. „Ég vil verða fyrsti maðurinn sem hefur misst fótinn til að kasta 60 metra. Ég elska allt við þetta. Það jafnast ekkert á við tilfinninguna þegar maður nær fullkomnu kasti. Ég vil verða maðurinn sem allir vilja vinna,“ segir Helgi Sveinsson. Innslagið, sem er tekið í frjálsíþróttahöllinni í Laugardalnum, má sjá með því að smella hér. Um stiklu úr stærra innslagi er að ræða, en það verður sýnt á sama stað þann 10. desember.
Íþróttir Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Fleiri fréttir Heiðruðu látinn liðsfélaga og rústuðu síðan Raiders Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Ísbjörninn segir að hann myndi klára Jake Paul í þremur lotum Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Sjá meira