Brembo græðir á tá og fingri Finnur Thorlacius skrifar 3. desember 2014 09:03 Brembo bremsur eru í mörgum af betri og dýrari bílum sem framleiddir eru. Ítalski bremsuframleiðandinn Brembo gengur sem aldrei fyrr og skilaði 51% meiri hagnaði á þriðja ársfjórðungi en á þeim sama í fyrra. Hagnaðurinn nam tæpum 5 milljörðum króna og veltan 68 milljörðum. Sala Brembo stefnir í 14-15% vöxt á þessu ári. Brembo framleiðir vandaðri gerðir af bremsubúnaði fyrir marga af vönduðustu bílaframleiðendum heims, svo sem Ferrari, Aston Martin og Porsche, en einnig fyrir marga aðra framleiðendur sem framleiða bíla í meira magni og þá oftast í dýrari gerðir þeirra. Ágætt gengi Brembo má segja að sé í takt við ágæta bílasölu í heiminum um þessar mundir, ekki síst í sölu dýrari bíla. Brembo var stofnað árið 1961 og eru höfuðstöðvar þess í Bergamo á Ítalíu og starfsmenn hátt í 7.000. Framleiðslunúmer Brembo eru nú um 1.300 talsins. Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent
Ítalski bremsuframleiðandinn Brembo gengur sem aldrei fyrr og skilaði 51% meiri hagnaði á þriðja ársfjórðungi en á þeim sama í fyrra. Hagnaðurinn nam tæpum 5 milljörðum króna og veltan 68 milljörðum. Sala Brembo stefnir í 14-15% vöxt á þessu ári. Brembo framleiðir vandaðri gerðir af bremsubúnaði fyrir marga af vönduðustu bílaframleiðendum heims, svo sem Ferrari, Aston Martin og Porsche, en einnig fyrir marga aðra framleiðendur sem framleiða bíla í meira magni og þá oftast í dýrari gerðir þeirra. Ágætt gengi Brembo má segja að sé í takt við ágæta bílasölu í heiminum um þessar mundir, ekki síst í sölu dýrari bíla. Brembo var stofnað árið 1961 og eru höfuðstöðvar þess í Bergamo á Ítalíu og starfsmenn hátt í 7.000. Framleiðslunúmer Brembo eru nú um 1.300 talsins.
Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent