Lexus dregur á BMW og Benz í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 2. desember 2014 15:15 Lexus NX. Lexus bílar seljast vel í Bandaríkjunum og fyrirtækið stefnir í að selja fleiri bíla en upphafleg spá þess fyrir árið. Lexus hafði miðað við 290.000 bíla sölu en fer líklega yfir 300.000 bíla sölu. Lexus var söluhæsta lúxusbílamerkið í Bandaríkjunum öll árin frá 2000 til 2010. Nú er það hinsvegar BMW sem leiðir og Mercedes Benz er í öðru sæti. BMW hefur selt 267.200 bíla á fyrstu 10 mánuðum ársins, Mercedes Benz 261.800 bíla og Lexus 244.000 bíla. Með góðri sölu ársins hefur Lexus dregið á þýsku bílasmiðina og ætlar Lexus að ná aftur titlinum stærsti lúxusbílasalinn, hvort sem það verður á næsta ári eða þarnæsta. Tilkoma nýja NX-jepplingsins gæti hjálpað mikið uppá á næsta ári, sem og RC coupe bíll Lexus. Með þessum tveimur nýju bílgerðum Lexus eru þær alls orðnar 11 talsins vestanhafs. Lexus á von á því að vöxtur í sölu verði hærri á næsta ári en hjá markaðnum í heild, sem og og á meðal lúxusbílaframleiðenda. Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent
Lexus bílar seljast vel í Bandaríkjunum og fyrirtækið stefnir í að selja fleiri bíla en upphafleg spá þess fyrir árið. Lexus hafði miðað við 290.000 bíla sölu en fer líklega yfir 300.000 bíla sölu. Lexus var söluhæsta lúxusbílamerkið í Bandaríkjunum öll árin frá 2000 til 2010. Nú er það hinsvegar BMW sem leiðir og Mercedes Benz er í öðru sæti. BMW hefur selt 267.200 bíla á fyrstu 10 mánuðum ársins, Mercedes Benz 261.800 bíla og Lexus 244.000 bíla. Með góðri sölu ársins hefur Lexus dregið á þýsku bílasmiðina og ætlar Lexus að ná aftur titlinum stærsti lúxusbílasalinn, hvort sem það verður á næsta ári eða þarnæsta. Tilkoma nýja NX-jepplingsins gæti hjálpað mikið uppá á næsta ári, sem og RC coupe bíll Lexus. Með þessum tveimur nýju bílgerðum Lexus eru þær alls orðnar 11 talsins vestanhafs. Lexus á von á því að vöxtur í sölu verði hærri á næsta ári en hjá markaðnum í heild, sem og og á meðal lúxusbílaframleiðenda.
Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent