Getur bílgerðum fjölgað endalaust? Finnur Thorlacius skrifar 2. desember 2014 09:08 19 bílgerðir eru í boði af Porsche 911. Svo mikið er til af bílgerðum að einungis þýsku bílaframleiðendurnir bjóða nú 200 gerðir af bílum sínum. Sem dæmi er Porsche 911 til í 19 útgáfum. Á síðustu 3 árum hefur bílgerðum þýsku framleiðendanna aukist um 25%. Samkvæmt áætlunum þeirra verða bílgerðirnar orðnar 230 árið 2018 og finnst mörgum nóg um. Í viðtali við einn af stjórnendum BMW kemur þó fram að fyrirtækið íhugi að fækka bílgerðunum þar sem dýrt sé að framleiða svo margar gerðir. Hann telur að fé væri líklega betur varið í þróun nýrra bíla sem ekki fengjust í jafn mörgum útfærslum og nú er. Vandi framleiðendanna með svona margar bílgerðir endurspeglast líka í því að erfitt er fyrir söluaðila að sýna þær allar og ekki pláss víðast til slíks. Þá fer einnig mikið markaðsfé í að koma þeim öllum á framfæri og birgðahald á varahlutui fyrir þá alla er líka dýrt. Volkswagen og BMW vinna nú hörðum höndum að því að lækka framleiðslukostnað og kannski birtist það brátt í fækkun bílgerða. Porsche hefur einnig það að markmiði að auka heildarsöluna með glænýjum bílum og ef til fara útfærslur þeirra fækkandi brátt og kaupendum stendur kannski ekki til boða 19 tegundir af 911 bílnum á næstu árum. Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent
Svo mikið er til af bílgerðum að einungis þýsku bílaframleiðendurnir bjóða nú 200 gerðir af bílum sínum. Sem dæmi er Porsche 911 til í 19 útgáfum. Á síðustu 3 árum hefur bílgerðum þýsku framleiðendanna aukist um 25%. Samkvæmt áætlunum þeirra verða bílgerðirnar orðnar 230 árið 2018 og finnst mörgum nóg um. Í viðtali við einn af stjórnendum BMW kemur þó fram að fyrirtækið íhugi að fækka bílgerðunum þar sem dýrt sé að framleiða svo margar gerðir. Hann telur að fé væri líklega betur varið í þróun nýrra bíla sem ekki fengjust í jafn mörgum útfærslum og nú er. Vandi framleiðendanna með svona margar bílgerðir endurspeglast líka í því að erfitt er fyrir söluaðila að sýna þær allar og ekki pláss víðast til slíks. Þá fer einnig mikið markaðsfé í að koma þeim öllum á framfæri og birgðahald á varahlutui fyrir þá alla er líka dýrt. Volkswagen og BMW vinna nú hörðum höndum að því að lækka framleiðslukostnað og kannski birtist það brátt í fækkun bílgerða. Porsche hefur einnig það að markmiði að auka heildarsöluna með glænýjum bílum og ef til fara útfærslur þeirra fækkandi brátt og kaupendum stendur kannski ekki til boða 19 tegundir af 911 bílnum á næstu árum.
Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent