Maserati á flugi Finnur Thorlacius skrifar 19. desember 2014 11:05 Maserati Alfieri Coupe á bílasýningunni í Genf. Ítalski sportbílaframleiðandinn Maserati seldi fleiri bíla á fyrri helmingi þessa árs en allt árið í fyrra og stefnir í 30.000 bíla sölu fyrirtækisins í ár. Dæmi um aðra eins velgengni bílaframleiðenda er vart að finna á þessu ári. Það er frábær sala í bílgerðunum Quattroporte og Ghibli sem skýrir út þessa miklu söluaukningu. Maserati áformar að selja 75.000 bíla á ári frá og með árinu 2018 og því ætlar Maserati að ná með smíði lúxusjeppa. Nú er unnið að þróun þessa jeppa sem fengið hefur nafnið Levante og hefst framleiðsla á honum á næsta ári. Ennfremur stendur yfir þróun tveggja sæta coupe bíls sem keppa á við Porsche 911 og fær sá bíll nafnið Alfieri. Sá bíll á að koma á markað árið 2016 og blæjuútfærsla hans ári seinna. Maserati hefur verið í eigu Fiat frá árinu 1993. Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent
Ítalski sportbílaframleiðandinn Maserati seldi fleiri bíla á fyrri helmingi þessa árs en allt árið í fyrra og stefnir í 30.000 bíla sölu fyrirtækisins í ár. Dæmi um aðra eins velgengni bílaframleiðenda er vart að finna á þessu ári. Það er frábær sala í bílgerðunum Quattroporte og Ghibli sem skýrir út þessa miklu söluaukningu. Maserati áformar að selja 75.000 bíla á ári frá og með árinu 2018 og því ætlar Maserati að ná með smíði lúxusjeppa. Nú er unnið að þróun þessa jeppa sem fengið hefur nafnið Levante og hefst framleiðsla á honum á næsta ári. Ennfremur stendur yfir þróun tveggja sæta coupe bíls sem keppa á við Porsche 911 og fær sá bíll nafnið Alfieri. Sá bíll á að koma á markað árið 2016 og blæjuútfærsla hans ári seinna. Maserati hefur verið í eigu Fiat frá árinu 1993.
Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent