Sagt er að þetta kerfi gefi hlustandanum þrívíða upplifun og engu líkara sé að hann sé staddur með flytjendum þeirrar tónlistar sem hlustað er á. Sem dæmi eru fjórir hátalarar í mismunandi hæð í fremsta burðarbita bílsins (A-pillar).
Hljóðkerfið lagar sig einnig að innanrými bílsins og breytist eftir því hve margir eru í bílnum hverju sinni og líkir eftir því rými sem hljóðupptakan fór fram í upphaflega. Hljóðið kemur frá 11 rásum.
Þetta hljóðkerfi Bang & Olufsen verður í framhaldinu einnig í boði í fleiri bílgerðum Audi og í minni gerðum verður það minna í sniðum og með 20 hátalara.
