Golf

Ólafía Þórunn réttu megin við strikið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Vísir/Daníel
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í 47.-55. sæti á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í golfi að loknum tveimur keppnisdögum. Mótið fer fram í Marrakesh í Marokkó þar sem spilað er á tveimur völlum.

Ólafía Þórunn lék á 74 höggum í dag og er á samtals fjórum höggum yfir pari. Eftir fjóra keppnisdaga verður keppendum fækkað í 60 og keppa þeir á fimmta og síðasta keppnisdeginum um 30 laus sæti á Evrópumótaröðinni.

Valdís Þóra hefur farið heldur verr af stað en hún er á samtals átta höggum yfir pari eftir að hafa spilað á 76 höggum báða keppnisdagana. Valdís Þóra fékk fjóra fugla, sex skolla og einn skramba í dag.

Hún er sem stendur í 91.-98. sæti í dag og er fjórum höggum frá niðurskurðinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×