PSA/Peugeot-Citroën flytur höfuðstöðvarnar Finnur Thorlacius skrifar 18. desember 2014 10:49 Höfuðstöðvar PSA Peugeot-Citroën í París. Höfuðstöðvar franska bílaframleiðandans PSA/Peugeot-Citroën hafa verið í nokkur hundruð metra fjarlægð frá sigurboganum í París í hálfa öld. Nú stefnir hinsvegar í að fyrirtækið flytji höfuðstöðvar sínar frá miðborg Parísar í sparnaðarskyni. Til stendur að flytja höfuðstöðvarnar við hlið Poissy bílaverksmiðju PSA, sem staðsett er í um hálftíma akstursfjarlægð frá París. Það eru 1.500 starfsmenn sem vinna í höfuðstöðvum PSA og verða 1.000 þeirra fluttir til Poissy en 500 á aðra staði innan Parísar. Þessi flutningur PSA er liður í mikilli endurskipulagningu fyrirtækisins sem það hefur neyðst til að grípa til vegna bágrar sölu og fjárskorts. PSA seldi vænan hluta fyrirtækisins til franska ríkisins og kínverska bílaframleiðandans Dongfeng. PSA seldi bygginguna sem hýsir höfuðstöðvarnar í París árið 2012 fyrir 38 milljarða króna og hefur síðan leigt aðstöðu í henni með ærnum tilkostnaði. Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent
Höfuðstöðvar franska bílaframleiðandans PSA/Peugeot-Citroën hafa verið í nokkur hundruð metra fjarlægð frá sigurboganum í París í hálfa öld. Nú stefnir hinsvegar í að fyrirtækið flytji höfuðstöðvar sínar frá miðborg Parísar í sparnaðarskyni. Til stendur að flytja höfuðstöðvarnar við hlið Poissy bílaverksmiðju PSA, sem staðsett er í um hálftíma akstursfjarlægð frá París. Það eru 1.500 starfsmenn sem vinna í höfuðstöðvum PSA og verða 1.000 þeirra fluttir til Poissy en 500 á aðra staði innan Parísar. Þessi flutningur PSA er liður í mikilli endurskipulagningu fyrirtækisins sem það hefur neyðst til að grípa til vegna bágrar sölu og fjárskorts. PSA seldi vænan hluta fyrirtækisins til franska ríkisins og kínverska bílaframleiðandans Dongfeng. PSA seldi bygginguna sem hýsir höfuðstöðvarnar í París árið 2012 fyrir 38 milljarða króna og hefur síðan leigt aðstöðu í henni með ærnum tilkostnaði.
Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent