PSA/Peugeot-Citroën flytur höfuðstöðvarnar Finnur Thorlacius skrifar 18. desember 2014 10:49 Höfuðstöðvar PSA Peugeot-Citroën í París. Höfuðstöðvar franska bílaframleiðandans PSA/Peugeot-Citroën hafa verið í nokkur hundruð metra fjarlægð frá sigurboganum í París í hálfa öld. Nú stefnir hinsvegar í að fyrirtækið flytji höfuðstöðvar sínar frá miðborg Parísar í sparnaðarskyni. Til stendur að flytja höfuðstöðvarnar við hlið Poissy bílaverksmiðju PSA, sem staðsett er í um hálftíma akstursfjarlægð frá París. Það eru 1.500 starfsmenn sem vinna í höfuðstöðvum PSA og verða 1.000 þeirra fluttir til Poissy en 500 á aðra staði innan Parísar. Þessi flutningur PSA er liður í mikilli endurskipulagningu fyrirtækisins sem það hefur neyðst til að grípa til vegna bágrar sölu og fjárskorts. PSA seldi vænan hluta fyrirtækisins til franska ríkisins og kínverska bílaframleiðandans Dongfeng. PSA seldi bygginguna sem hýsir höfuðstöðvarnar í París árið 2012 fyrir 38 milljarða króna og hefur síðan leigt aðstöðu í henni með ærnum tilkostnaði. Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent
Höfuðstöðvar franska bílaframleiðandans PSA/Peugeot-Citroën hafa verið í nokkur hundruð metra fjarlægð frá sigurboganum í París í hálfa öld. Nú stefnir hinsvegar í að fyrirtækið flytji höfuðstöðvar sínar frá miðborg Parísar í sparnaðarskyni. Til stendur að flytja höfuðstöðvarnar við hlið Poissy bílaverksmiðju PSA, sem staðsett er í um hálftíma akstursfjarlægð frá París. Það eru 1.500 starfsmenn sem vinna í höfuðstöðvum PSA og verða 1.000 þeirra fluttir til Poissy en 500 á aðra staði innan Parísar. Þessi flutningur PSA er liður í mikilli endurskipulagningu fyrirtækisins sem það hefur neyðst til að grípa til vegna bágrar sölu og fjárskorts. PSA seldi vænan hluta fyrirtækisins til franska ríkisins og kínverska bílaframleiðandans Dongfeng. PSA seldi bygginguna sem hýsir höfuðstöðvarnar í París árið 2012 fyrir 38 milljarða króna og hefur síðan leigt aðstöðu í henni með ærnum tilkostnaði.
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent