Körfubolti

Grindavík tók fjórða sætið af Val - úrslit kvöldsins í kvennakörfunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Grindavík verður í fjórða sæti Dominos-deildar kvenna í körfubolta yfir jólin eftir sex stiga sigur á Val, 77-71, í framlengdum leik liðanna í Vodafone-höllinni í kvöld.

Valgarður Gíslason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og náði þessum myndum hér fyrir ofan.

Grindavík komst upp fyrir Val með þessum sigri og þar með upp í fjórða og síðasta sætið sem hefur sæti í úrslitakeppninni.

Grindavíkurliðið byrjaði tímabilið ekki vel en er búið að vinna flotta sigra á Keflavík og Val í lokaleikjum sínum á árinu 2014.

Valskonur léku í kvöld bæði án bandarísks leikmanns og leikstjórnanda síns Guðbjargar Sverrisdóttur en voru engu að síður mjög nálægt því að landa sigri.

Pálína Gunnlaugsdóttir skoraði 22 stig og tók 10 fráköst fyrir Grindavík og Petrúnella Skúladóttir skoraði 15 stig (öll með þriggja stiga skotum í seinni hálfleik). María Ben Erlingsdóttir og Rachel Tecca voru með 13 stig.

Ragnheiður Benónísdóttir var með 21 stig og 13 fráköst fyrir Val og Ragna Margrét Brynjarsdóttir bætti við 16 stigum og 11 fráköstum. Kristrún Sigurjónsdóttir var með 9 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar.

Valsliðið var einu stigi yfir í hálfleik, 32-31, sex stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 51-45, og með fimm stiga forskot, 57-52, þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir.

Grindavíkurliðinu tókst að jafna metin og komast yfir áður en Fanney Lind Guðmundsdóttir tryggði Valsliðinu framlengingu. Grindavíkurliðið var sterkari í framlengingunni og vann hana 14-8.



Öll úrslit og stig leikmanna í leikjum kvöldsins í Dominos-deild kvenna:



KR-Haukar 58-72 (12-14, 18-21, 15-16, 13-21)

KR: Simone Jaqueline Holmes 14/4 fráköst/3 varin skot, Bergþóra Holton Tómasdóttir 9/5 fráköst, Björg Guðrún Einarsdóttir 9, Helga Einarsdóttir 7/11 fráköst, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 6/5 fráköst, Anna María Ævarsdóttir 6, Sara Mjöll Magnúsdóttir 3, Sólrún Sæmundsdóttir 2, Þórkatla Dagný Þórarinsdóttir 2.

Haukar: LeLe Hardy 34/25 fráköst, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 11/8 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 8/4 fráköst, Sólrún Inga Gísladóttir 8, Dagbjört Samúelsdóttir 4, Þóra Kristín Jónsdóttir 3, Inga Rún Svansdóttir 2, Auður Íris Ólafsdóttir 2/7 fráköst.



Snæfell-Breiðablik 79-45 (21-8, 23-15, 15-12, 20-10)

Snæfell: Kristen Denise McCarthy 22/9 fráköst/6 stolnir, Gunnhildur Gunnarsdóttir 14, María Björnsdóttir 12, Hildur Sigurðardóttir 10/8 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 8, Berglind Gunnarsdóttir 5/12 fráköst/5 stoðsendingar/6 stolnir, Alda Leif Jónsdóttir 4, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 2/5 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 2/7 fráköst.

Breiðablik: Arielle Wideman 11/8 fráköst, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 10/9 fráköst, Aníta Rún Árnadóttir 8, Ingunn Erla Kristjánsdóttir 7, Berglind Karen Ingvarsdóttir 5, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 2/5 fráköst, Isabella Ósk Sigurðardóttir 2.

 

Keflavík-Hamar 114-46 (32-14, 26-8, 27-14, 29-10)

Keflavík: Carmen Tyson-Thomas 36/11 fráköst/8 stoðsendingar/7 stolnir, Sara Rún Hinriksdóttir 21/4 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 12/6 fráköst, Marín Laufey Davíðsdóttir 10/14 fráköst, Lovísa Falsdóttir 9, Thelma Dís Ágústsdóttir 7/7 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 7/6 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 5, Bríet Sif Hinriksdóttir 5, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 2.

Hamar: Sydnei Moss 20/10 fráköst, Katrín Eik Össurardóttir 9, Þórunn Bjarnadóttir 8/4 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 5/7 fráköst/3 varin skot, Heiða B. Valdimarsdóttir 2/4 fráköst, Sóley Guðgeirsdóttir 2/5 fráköst.

 

Valur-Grindavík 71-77 (19-21, 13-10, 19-14, 12-18, 8-14)

Valur: Ragnheiður Benónísdóttir 21/13 fráköst, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 16/11 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 9/6 fráköst/6 stoðsendingar, Fanney Lind Guðmundsdóttir 8/7 fráköst, Sóllilja Bjarnadóttir 8, Margrét Ósk Einarsdóttir 5, Elsa Rún Karlsdóttir 2, Sara Diljá Sigurðardóttir 2..

Grindavík: Pálína Gunnlaugsdóttir 22/10 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 15, Rachel Tecca 13/11 fráköst, María Ben Erlingsdóttir 13/6 fráköst, Jeanne Lois Figeroa Sicat 7, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 5/4 fráköst, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 2/4 fráköst.

Ragnheiður Benónísdóttir og Rachel Tecca í baráttu um boltann í kvöld.Vísir/Valli

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×