Sjáðu Koenigsegg lulla á 355 km hraða Finnur Thorlacius skrifar 16. desember 2014 10:25 Sænski bílasmiðurinn Cristian von Koenigsegg smíðar aðeins ofurbíla og einn þeirra er Koenigsegg Agera R. Hann er 1.140 hestöfl og með hámarkshraða uppá 440 km/klst. Því er það ekkert tiltökumál að láta hann lulla uppí 355 km hraða á þýskri hraðbraut, enda er slíkt ekki leyfilegt í neinu öðru landi. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá bílnum öfluga ekið á þessari ógnarferð og erfitt er að ímynda sér að hann geti farið næstum 100 km hraðar. Svo til allir bílar sem eru á sömu ferð virðast kyrrir, svo mikill er hraði bílsins og hljóðið sem frá honum kemur er eins og sinfónía í eyrum bílageggjara. Bílar video Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir
Sænski bílasmiðurinn Cristian von Koenigsegg smíðar aðeins ofurbíla og einn þeirra er Koenigsegg Agera R. Hann er 1.140 hestöfl og með hámarkshraða uppá 440 km/klst. Því er það ekkert tiltökumál að láta hann lulla uppí 355 km hraða á þýskri hraðbraut, enda er slíkt ekki leyfilegt í neinu öðru landi. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá bílnum öfluga ekið á þessari ógnarferð og erfitt er að ímynda sér að hann geti farið næstum 100 km hraðar. Svo til allir bílar sem eru á sömu ferð virðast kyrrir, svo mikill er hraði bílsins og hljóðið sem frá honum kemur er eins og sinfónía í eyrum bílageggjara.
Bílar video Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir