Lee Westwood sigrar enn og aftur í Asíu 15. desember 2014 22:30 Lee Westwood. vísir/afp Það er eitthvað við Asíu og Lee Westwood en Englendingurinn sigraði á sínu áttunda móti á asísku PGA-mótaröðinni um helgina en hann lék best allra á Thailand Golf Championship sem fram fór á Amata Spring vellinum í Tælandi. Westwood lék hringina fjóra á átta höggum undir pari og sigraði að lokum með einu höggi en US Open sigurvegarinn Martin Kaymer og Marcus Fraiser deildu öðru sætinu á sjö höggum undir pari. „Ég elska að koma hingað og spila golf,“ sagði Westwood við fréttamenn eftir sigurinn. „Það er alltaf gaman að leika vel á lokahringnum og sigra mótið á þann hátt, þegar að ég sigraði hérna árið 2011 var ég með yfirburðastöðu nánast allt mótið þannig að þetta var meira taugatrekkjandi í ár.“ Margir þekktir kylfingar tóku þátt í mótinu en þar má nefna Sergio Garcia sem endaði á tveimur undir pari, Bubba Watson sem endaði á fjórum yfir pari og svo Darren Clark sem lék hringina fjóra á níu höggum yfir pari. Golf Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Það er eitthvað við Asíu og Lee Westwood en Englendingurinn sigraði á sínu áttunda móti á asísku PGA-mótaröðinni um helgina en hann lék best allra á Thailand Golf Championship sem fram fór á Amata Spring vellinum í Tælandi. Westwood lék hringina fjóra á átta höggum undir pari og sigraði að lokum með einu höggi en US Open sigurvegarinn Martin Kaymer og Marcus Fraiser deildu öðru sætinu á sjö höggum undir pari. „Ég elska að koma hingað og spila golf,“ sagði Westwood við fréttamenn eftir sigurinn. „Það er alltaf gaman að leika vel á lokahringnum og sigra mótið á þann hátt, þegar að ég sigraði hérna árið 2011 var ég með yfirburðastöðu nánast allt mótið þannig að þetta var meira taugatrekkjandi í ár.“ Margir þekktir kylfingar tóku þátt í mótinu en þar má nefna Sergio Garcia sem endaði á tveimur undir pari, Bubba Watson sem endaði á fjórum yfir pari og svo Darren Clark sem lék hringina fjóra á níu höggum yfir pari.
Golf Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira