Lee Westwood sigrar enn og aftur í Asíu 15. desember 2014 22:30 Lee Westwood. vísir/afp Það er eitthvað við Asíu og Lee Westwood en Englendingurinn sigraði á sínu áttunda móti á asísku PGA-mótaröðinni um helgina en hann lék best allra á Thailand Golf Championship sem fram fór á Amata Spring vellinum í Tælandi. Westwood lék hringina fjóra á átta höggum undir pari og sigraði að lokum með einu höggi en US Open sigurvegarinn Martin Kaymer og Marcus Fraiser deildu öðru sætinu á sjö höggum undir pari. „Ég elska að koma hingað og spila golf,“ sagði Westwood við fréttamenn eftir sigurinn. „Það er alltaf gaman að leika vel á lokahringnum og sigra mótið á þann hátt, þegar að ég sigraði hérna árið 2011 var ég með yfirburðastöðu nánast allt mótið þannig að þetta var meira taugatrekkjandi í ár.“ Margir þekktir kylfingar tóku þátt í mótinu en þar má nefna Sergio Garcia sem endaði á tveimur undir pari, Bubba Watson sem endaði á fjórum yfir pari og svo Darren Clark sem lék hringina fjóra á níu höggum yfir pari. Golf Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Það er eitthvað við Asíu og Lee Westwood en Englendingurinn sigraði á sínu áttunda móti á asísku PGA-mótaröðinni um helgina en hann lék best allra á Thailand Golf Championship sem fram fór á Amata Spring vellinum í Tælandi. Westwood lék hringina fjóra á átta höggum undir pari og sigraði að lokum með einu höggi en US Open sigurvegarinn Martin Kaymer og Marcus Fraiser deildu öðru sætinu á sjö höggum undir pari. „Ég elska að koma hingað og spila golf,“ sagði Westwood við fréttamenn eftir sigurinn. „Það er alltaf gaman að leika vel á lokahringnum og sigra mótið á þann hátt, þegar að ég sigraði hérna árið 2011 var ég með yfirburðastöðu nánast allt mótið þannig að þetta var meira taugatrekkjandi í ár.“ Margir þekktir kylfingar tóku þátt í mótinu en þar má nefna Sergio Garcia sem endaði á tveimur undir pari, Bubba Watson sem endaði á fjórum yfir pari og svo Darren Clark sem lék hringina fjóra á níu höggum yfir pari.
Golf Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira