BMW 2 fær 3 strokka Mini vél Finnur Thorlacius skrifar 15. desember 2014 13:03 BMW 2-línan. BMW heldur áfram að skera niður strokkana í bílum sínum, rétt eins og fleiri bílaframleiðendur þessa dagana. Nú er komið að hinum smávaxna BMW 2 að fá sína minnstu vél hingað til, þ.e. aðeins þriggja strokka vél sem einnig má finna í Mini bílum. Vélin er með 1,5 lítra sprengirými, með tveimur forþjöppum og skilar 134 hestöflum. Með henni er BMW 218i 8,8 sekúndur í hundraðið, hámarkshraðinn er 212 km/klst og bílinn verður afturhjóladrifinn. Uppgefin eyðsla BMW 218i er 5,1 lítrar á hverja 100 kílómetra. Ólíkt Mini þá má fá þessa vél tengda við 8 gíra sjálfskiptingu, en 6 gíra sjálfskipting er í Mini bílnum. Þyngdradreifingin milli öxla BMW 218i er 50/50. BMW ætlar líka að bjóða BMW 2 með 2,0 lítra dísilvél og fjórhjóladrifi og eyðir sá bíll aðeins 4,3 lítrum. Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent
BMW heldur áfram að skera niður strokkana í bílum sínum, rétt eins og fleiri bílaframleiðendur þessa dagana. Nú er komið að hinum smávaxna BMW 2 að fá sína minnstu vél hingað til, þ.e. aðeins þriggja strokka vél sem einnig má finna í Mini bílum. Vélin er með 1,5 lítra sprengirými, með tveimur forþjöppum og skilar 134 hestöflum. Með henni er BMW 218i 8,8 sekúndur í hundraðið, hámarkshraðinn er 212 km/klst og bílinn verður afturhjóladrifinn. Uppgefin eyðsla BMW 218i er 5,1 lítrar á hverja 100 kílómetra. Ólíkt Mini þá má fá þessa vél tengda við 8 gíra sjálfskiptingu, en 6 gíra sjálfskipting er í Mini bílnum. Þyngdradreifingin milli öxla BMW 218i er 50/50. BMW ætlar líka að bjóða BMW 2 með 2,0 lítra dísilvél og fjórhjóladrifi og eyðir sá bíll aðeins 4,3 lítrum.
Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent