Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - Fram 31-24 | Gestirnir mættu ekki til leiks í seinni hálfleik Birgir Hrannar Stefánsson á Akureyri skrifar 13. desember 2014 12:53 Tomas Olason var flottur í marki Akureyrar í dag. Vísir/Stefán Það var aðeins eitt lið sem mætti til leiks í upphafi síðari hálfleiks á Akureyri í dag sem varð til þess að heimamenn sigruðu leikinn og það nokkuð örugglega. Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn og spennandi þar sem menn voru að taka vel á því eins og við var að búast í jafn mikilvægum leik. Þó að heimamenn hafi verið með frumkvæðið þá var munurinn aldrei meira en eitt til tvö mörk út hálfleikinn. Garðar B. Sigurjónsson fékk svo kjörið tækifæri til að jafna leikinn úr vítakasti eftir að leiktími rann út en Tomas Olason varði vítið glæsilega og staðan því í hálfleik 13-12. Því verður nú ekki haldið fram að þetta síðasta færi fyrri hálfleiksins hafi haft svona mikil áhrif á leikmenn Fram en eitthvað varð til þess að þeir mættu algjörlega andlausir og hauslausir inn í seinni hálfleikinn. Leikmenn Akureyrar mættu aftur á móti algjörlega tilbúnir til leiks og gott betur. Á um tíu mínútna kafla skoruðu heimamenn níu mörk á móti tveimur hjá Fram, staðan því orðin 22-14 og vonir leikmanna Fram um að fá stig úr þessum leik litlar. Það var helst Kristinn Björgúlfsson sem neitaði að gefast upp hjá Fram, notfærði sér reynsluna og var ekki langt frá því að leiða lið Fram aftur inn í leikinn en þegar munurinn var kominn niður í fjögur mörk þá lokaði Tomas Ólason marki heimamanna og gerði endanlega út um leikinn.Atli Hilmarsson: Verð að taka að ofan fyrir liðinu "Við vorum í miklu basli í fyrri hálfleiknum," sagði Atli Hilmarsson þjálfari Akureyrar eftir leik. "Tómas hélt okkur í raun á floti með flottri markvörslu á ögurstundum. Eins og t.d. þetta víti þarna undir restina, það gaf okkur smá spark fyrir seinni hálfleikinn. Við lendum í því að missa Heiðar Þór Aðalsteinsson út og Andri Snær er ekki í hópnum þannig að enn einu sinni lendum við í því að þurfa að breyta. "Þá koma menn í hornið sem eru ekki vanir að vera þar, við prófuðum þrjá þar í dag. Frábær byrjun á seinni hálfleik, seinni hálfleikurinn í heild var í raun bara mjög góður og það var það sem skóp þennan sigur. Ég verð að taka að ofan fyrir liðinu mínu sem er að berjast eins og ég veit ekki hvað þó að það sé ýmislegt sem er búið að ganga á." Er hópurinn að verða nokkuð þunnur fyrir þennan lokaleik fyrir frí? "Já, mér sýnist það. Við eigum einn leik eftir og við förum auðvitað inn í leikinn gegn FH til að ná í eitthvað en ég er mjög feginn að fá þessi tvö stig í hús. Við skulum sjá hvaða lið ég get verið, ég veit það ekki í dag." Þú ferð væntanlega fram á það að þínir menn séu ekki mikið að stunda jaðarsport yfir hátíðirnar? "Já, það verður held ég bara að senda mannskapinn í bómul en ég vona bara að menn nái sér þegar fríið kemur. Við unnum með sjö en auðvitað voru skakkaföll hjá þeim líka."Tomas Olason: Ógeðslega gaman að spila hér "Þeir voru að narta í hælanna á okkur," sagði Tomas Olason eftir leik en hann var maður leiksins að öðrum ólöstuðum. "Það var mjög mikilvægt að fá þessi stig til að klóra okkur upp tölfuna aðeins í stað þess að hanga um miðja deild. Það er alveg ógeðslega gaman að spila hér og sérstaklega þegar mætingin er góð og fólk er að fagna og vera með læti með okkur. Hreiðar er væntanlegur að veita þér samkeppni eftir þetta hlé ef allt gengur upp hjá honum. "Já, það er bara betra að hafa meiri samkeppni. Ég held líka að það verði bara mjög góð samvinna hjá okkur þegar hann verður kominn í lag, við verðum gott teymi. Vonandi gengur bara sem best hjá honum með hnéið og ég held bara áfram að gera mitt besta þangað til. Það er mikið betri stemming í liðinu núna en var á síðasta tímabili, við erum þó enn að slást við þessar sveiflur í leik okkar og ég vona að við náum meiri stöðugleika í leik okkar eftir frí."Guðlaugur Arnarsson: Ógeðslega fúll"Ég er eiginlega bara ógeðslega fúll út í okkar hvernig við komum inn í seinni hálfleikinn," sagði Guðlaugur Arnarsson þegar hann var spurður út í fyrstu viðbrögð eftir leik. "Við töpum þessum leik á fyrstu fimm mínútum seinni hálfleiks. Við köstum boltanum endurtekið frá okkur og förum inn í vörnina þar sem þeir eru sterkastir. Þeir náðu að þétta sína vörn og leiddu okkur í erfiðar ákvarðanir, ég tek ekkert af Akureyri þar sem þeir áttu skilið að vinna hér í dag." Kristinn Björgúlfsson virist vera helsti drifkraftur liðsins lengi vel í seinni hálfleiknum. "Kiddi er búinn að vera að spila vel hjá okkur undanfarið, hann er að nýta sína reynslu vel og sýna úr hverju hann er gerður en við þurftum að fá fleiri með inn í þetta. Það voru of margir sem voru farþegar, með lélegar ákvarðanir, hræddir og það bara gengur ekkert í okkar liði. Það verður hver og einn að taka ábyrgð á sínu hlutverki og þegar það gerist, þá erum við helvíti góðir en þegar við ætlum að láta aðra um hlutina þá erum við ekki góðir." Einn leikur eftir fyrir frí, þú vilt væntanlega að þínir menn svari fyrir sig? "Klárlega, þetta er bara enn einn úrslitaleikur og núna gegn Stjörnunni. Þetta er svokallaður fjögurra stiga leikur í þessum pakka sem við erum í og við verðum bara að vinna þar. Ég þekki mína menn, við mætum brjálaðir á æfingu á mánudag og í næsta leik." Olís-deild karla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Það var aðeins eitt lið sem mætti til leiks í upphafi síðari hálfleiks á Akureyri í dag sem varð til þess að heimamenn sigruðu leikinn og það nokkuð örugglega. Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn og spennandi þar sem menn voru að taka vel á því eins og við var að búast í jafn mikilvægum leik. Þó að heimamenn hafi verið með frumkvæðið þá var munurinn aldrei meira en eitt til tvö mörk út hálfleikinn. Garðar B. Sigurjónsson fékk svo kjörið tækifæri til að jafna leikinn úr vítakasti eftir að leiktími rann út en Tomas Olason varði vítið glæsilega og staðan því í hálfleik 13-12. Því verður nú ekki haldið fram að þetta síðasta færi fyrri hálfleiksins hafi haft svona mikil áhrif á leikmenn Fram en eitthvað varð til þess að þeir mættu algjörlega andlausir og hauslausir inn í seinni hálfleikinn. Leikmenn Akureyrar mættu aftur á móti algjörlega tilbúnir til leiks og gott betur. Á um tíu mínútna kafla skoruðu heimamenn níu mörk á móti tveimur hjá Fram, staðan því orðin 22-14 og vonir leikmanna Fram um að fá stig úr þessum leik litlar. Það var helst Kristinn Björgúlfsson sem neitaði að gefast upp hjá Fram, notfærði sér reynsluna og var ekki langt frá því að leiða lið Fram aftur inn í leikinn en þegar munurinn var kominn niður í fjögur mörk þá lokaði Tomas Ólason marki heimamanna og gerði endanlega út um leikinn.Atli Hilmarsson: Verð að taka að ofan fyrir liðinu "Við vorum í miklu basli í fyrri hálfleiknum," sagði Atli Hilmarsson þjálfari Akureyrar eftir leik. "Tómas hélt okkur í raun á floti með flottri markvörslu á ögurstundum. Eins og t.d. þetta víti þarna undir restina, það gaf okkur smá spark fyrir seinni hálfleikinn. Við lendum í því að missa Heiðar Þór Aðalsteinsson út og Andri Snær er ekki í hópnum þannig að enn einu sinni lendum við í því að þurfa að breyta. "Þá koma menn í hornið sem eru ekki vanir að vera þar, við prófuðum þrjá þar í dag. Frábær byrjun á seinni hálfleik, seinni hálfleikurinn í heild var í raun bara mjög góður og það var það sem skóp þennan sigur. Ég verð að taka að ofan fyrir liðinu mínu sem er að berjast eins og ég veit ekki hvað þó að það sé ýmislegt sem er búið að ganga á." Er hópurinn að verða nokkuð þunnur fyrir þennan lokaleik fyrir frí? "Já, mér sýnist það. Við eigum einn leik eftir og við förum auðvitað inn í leikinn gegn FH til að ná í eitthvað en ég er mjög feginn að fá þessi tvö stig í hús. Við skulum sjá hvaða lið ég get verið, ég veit það ekki í dag." Þú ferð væntanlega fram á það að þínir menn séu ekki mikið að stunda jaðarsport yfir hátíðirnar? "Já, það verður held ég bara að senda mannskapinn í bómul en ég vona bara að menn nái sér þegar fríið kemur. Við unnum með sjö en auðvitað voru skakkaföll hjá þeim líka."Tomas Olason: Ógeðslega gaman að spila hér "Þeir voru að narta í hælanna á okkur," sagði Tomas Olason eftir leik en hann var maður leiksins að öðrum ólöstuðum. "Það var mjög mikilvægt að fá þessi stig til að klóra okkur upp tölfuna aðeins í stað þess að hanga um miðja deild. Það er alveg ógeðslega gaman að spila hér og sérstaklega þegar mætingin er góð og fólk er að fagna og vera með læti með okkur. Hreiðar er væntanlegur að veita þér samkeppni eftir þetta hlé ef allt gengur upp hjá honum. "Já, það er bara betra að hafa meiri samkeppni. Ég held líka að það verði bara mjög góð samvinna hjá okkur þegar hann verður kominn í lag, við verðum gott teymi. Vonandi gengur bara sem best hjá honum með hnéið og ég held bara áfram að gera mitt besta þangað til. Það er mikið betri stemming í liðinu núna en var á síðasta tímabili, við erum þó enn að slást við þessar sveiflur í leik okkar og ég vona að við náum meiri stöðugleika í leik okkar eftir frí."Guðlaugur Arnarsson: Ógeðslega fúll"Ég er eiginlega bara ógeðslega fúll út í okkar hvernig við komum inn í seinni hálfleikinn," sagði Guðlaugur Arnarsson þegar hann var spurður út í fyrstu viðbrögð eftir leik. "Við töpum þessum leik á fyrstu fimm mínútum seinni hálfleiks. Við köstum boltanum endurtekið frá okkur og förum inn í vörnina þar sem þeir eru sterkastir. Þeir náðu að þétta sína vörn og leiddu okkur í erfiðar ákvarðanir, ég tek ekkert af Akureyri þar sem þeir áttu skilið að vinna hér í dag." Kristinn Björgúlfsson virist vera helsti drifkraftur liðsins lengi vel í seinni hálfleiknum. "Kiddi er búinn að vera að spila vel hjá okkur undanfarið, hann er að nýta sína reynslu vel og sýna úr hverju hann er gerður en við þurftum að fá fleiri með inn í þetta. Það voru of margir sem voru farþegar, með lélegar ákvarðanir, hræddir og það bara gengur ekkert í okkar liði. Það verður hver og einn að taka ábyrgð á sínu hlutverki og þegar það gerist, þá erum við helvíti góðir en þegar við ætlum að láta aðra um hlutina þá erum við ekki góðir." Einn leikur eftir fyrir frí, þú vilt væntanlega að þínir menn svari fyrir sig? "Klárlega, þetta er bara enn einn úrslitaleikur og núna gegn Stjörnunni. Þetta er svokallaður fjögurra stiga leikur í þessum pakka sem við erum í og við verðum bara að vinna þar. Ég þekki mína menn, við mætum brjálaðir á æfingu á mánudag og í næsta leik."
Olís-deild karla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti