Valdís Þóra Jónsdóttir komst í dag örugglega áfram á lokastig úrtökumótaraðarinnar fyrir Evrópumótaröðina í golfi.
Hún varð í 8.-10. sæti á úrtökumóti í dag en efstu 42 keppendurnir komust áfram. Hún var á samtals fjórtán höggum yfir pari en lék í dag á 80 höggum, sjö yfir pari vallarins.
Það verða því tveir Íslendingar á lokaúrtökumótinu sem hefst í Marokkó í næstu viku en Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var þegar búin að vinna sér inn þátttökurétt á mótinu.
