200 metra hlaupi, þrístökki og kúluvarpi mögulega hent útaf ÓL Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2014 11:30 Usain Bolt. Vísir/Getty Usain Bolt gæti mögulega orðið síðasti Ólympíumeistarinn í 200 metra hlaupi vinni hann Ólympíugullið í Ríó árið 2016. Greininni verður möguleika fórnað og hún er ekki sú eina. Eina af ástsælustu íþróttagreinum Íslendinga á leikunum er einnig í hættu. Ástralska blaðið The Age hefur heimildir fyrir því að Alþjóðaólympíunefndin ætli sér að skera niður frjálsíþróttaprógrammið til að koma fyrir fleiri íþróttagreinum á Sumarólympíuleikunum. 200 metra hlaupið er ekki eina greinin í hættu því fjórar aðrar greinar eru mögulega á leiðinni út eða kúluvarp, 10 þúsund metra hlaup, 20 km ganga og þrístökk. Vinsældir og líkindi með öðrum greinum myndi spila stærstan þáttinn í þeirri ákvörðun að fórna þessum greinum. Mörgum þætti skrítið að hætta að keppa í 200 metra hlaupi, einni af greinum stærstu stjörnu frjálsíþróttanna, Usain Bolt. Greinin mun þó aldrei detta útaf leikunum fyrr en skórnir hans Bolt eru komnir upp á hillu. Íslendingar hafa örugglega mestu taugarnar til þrístökksins enda er Ísland ein af mörgum þjóðum sem hafa unnið verðlaun í greininni á Ólympíuleikum. Vilhjálmur Einarsson vann silfur í þrístökki í Melbourne árið 1956. Þrístökkið er í minnstri hættu af þessum fimm greinum en það hjálpar greininni að þjóðir allstaðar af í heiminum hafa látið til sín taka í henni á leikunum. 200 metra hlaupið og kúluvarpið verða einnig enn til staðar í þrautunum. Kúluvarpið í bæði tugþraut karla og sjöþraut kvenna og 200 metra hlaupið í sjöþraut kvenna. Greinarnar verða því báðar áfram á leikunum undir þeim formerkjum. Það er mikil pressa frá mörgum íþróttagreinum að komast inn á Ólympíuleikana og leikarnir geta hreinlega ekki orðið stærri en þeir eru í dag. Lausnin er því að minnka umfanga stærstu greinanna. Frjálsar íþróttir Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Sjá meira
Usain Bolt gæti mögulega orðið síðasti Ólympíumeistarinn í 200 metra hlaupi vinni hann Ólympíugullið í Ríó árið 2016. Greininni verður möguleika fórnað og hún er ekki sú eina. Eina af ástsælustu íþróttagreinum Íslendinga á leikunum er einnig í hættu. Ástralska blaðið The Age hefur heimildir fyrir því að Alþjóðaólympíunefndin ætli sér að skera niður frjálsíþróttaprógrammið til að koma fyrir fleiri íþróttagreinum á Sumarólympíuleikunum. 200 metra hlaupið er ekki eina greinin í hættu því fjórar aðrar greinar eru mögulega á leiðinni út eða kúluvarp, 10 þúsund metra hlaup, 20 km ganga og þrístökk. Vinsældir og líkindi með öðrum greinum myndi spila stærstan þáttinn í þeirri ákvörðun að fórna þessum greinum. Mörgum þætti skrítið að hætta að keppa í 200 metra hlaupi, einni af greinum stærstu stjörnu frjálsíþróttanna, Usain Bolt. Greinin mun þó aldrei detta útaf leikunum fyrr en skórnir hans Bolt eru komnir upp á hillu. Íslendingar hafa örugglega mestu taugarnar til þrístökksins enda er Ísland ein af mörgum þjóðum sem hafa unnið verðlaun í greininni á Ólympíuleikum. Vilhjálmur Einarsson vann silfur í þrístökki í Melbourne árið 1956. Þrístökkið er í minnstri hættu af þessum fimm greinum en það hjálpar greininni að þjóðir allstaðar af í heiminum hafa látið til sín taka í henni á leikunum. 200 metra hlaupið og kúluvarpið verða einnig enn til staðar í þrautunum. Kúluvarpið í bæði tugþraut karla og sjöþraut kvenna og 200 metra hlaupið í sjöþraut kvenna. Greinarnar verða því báðar áfram á leikunum undir þeim formerkjum. Það er mikil pressa frá mörgum íþróttagreinum að komast inn á Ólympíuleikana og leikarnir geta hreinlega ekki orðið stærri en þeir eru í dag. Lausnin er því að minnka umfanga stærstu greinanna.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Sjá meira