Dægurmálafréttir ársins 2014: Lauslátar stúlkur og frænkur á pungnum Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 29. desember 2014 13:45 Árið sem er að líða var stútfull af hressandi og skrýtnum dægurmálafréttum og kennir vægast sagt ýmissa grasa á lista Lífsins yfir tíu vinsælustu fréttir ársins.1. Strákarnir í Geordie Shore segja íslenskar stelpur til í allt Einn þáttur af Geordie Shore, sem er bresk útgáfa af raunveruleikaþáttunum Jersey Shore, var tekinn upp á skemmtistaðnum B5 í Bankastræti í apríl.Frétt um þáttinn vakti gríðarlega athygli á Vísi en stjörnur þáttanna fóru mikinn þegar þær lýstu íslensku kvenfólki: „Það eina sem þessar stelpur vilja gera er að verða fullar og kela.“ 2. Snyrtilegri leið til að þrífa ofna vekur athygliLífið fjallaði um leið til að þrífa ofna í september en leiðin hafði vakið mikla athygli í Noregi. Fólst leiðin meðal annars í því að nota salmíakklög og var þessi aðferð afar umdeild í athugasemdakerfi Vísis. Töldu margir að vafasamt væri að nota salmíakklög til að þrífa heimilisofna. Reyndist það að vissu leyti rétt þar sem nokkrum dögum eftir að Lífið birti fréttina fór jósk kona í hjartastopp og dá eftir að hafa prófað aðferðina.3. Tóku ákvörðun um að hætta öllu sulliHelgarblaðsefnið um þekkta Íslendinga sem ákváðu að tileinka sér áfengislausan lífsstíl vakti mikla lukku en bæði var talað við þá sem hafa aldrei smakkað áfengi og þá sem hættu að drekka á fullorðinsárum. Heiða Kristín Helgadóttir var meðal viðmælanda og sagði kosti lífsstílsins vera óendanlega. „Mér varð fljótt ljóst að áfengislaust líf setur lífið í annað samhengi, allt verður skýrara, afköstin aukast og erfiðar ákvarðanatökur verða auðveldari. Það er ekki þetta pláss fyrir svona „ææii fokk it attitude“. Kostirnir eru nær óendanlegir, ég og maðurinn minn drekkum hvorugt áfengi og fyrir vikið er tengingin okkar á milli hrein og tær, sem er mér gríðarlega mikilvægt.“4. Heldur áfram þrátt fyrir sonarmissinnViðtal við hina 21 árs Söndru Ýr Grétarsdóttur fór eins og eldur um sinu um netheima þegar það birtist á Lífinu í byrjun árs. Sandra eignaðist sitt fyrsta barn, Gabríel Reyni, í janúar árið 2011 og fór „í ræktina á fullu“ eftir barnsburð. Það varð svo til þess að hún byrjaði í módelfitness. En stuttu eftir fyrsta mótið sem hún keppti á varð sonur hennar bráðkvaddur, aðeins átján mánaða gamall. Talaði hún opinskátt um þessa lífsreynslu í viðtalinu. „Hann er ávallt í huga mínum. Það líður ekki stund né staður að ég hugsi ekki um hann. Þetta er það erfiðasta sem hægt er að ganga í gegnum - að missa barnið sitt - en hann dó svokölluðum vöggudauða. Skyndidauði ungbarna er nú skilgreindur þannig að um sé að ræða óvænt og skyndilegt dauðsfall hjá ungbarni, sem áður var talið heilbrigt. Dauðsfall sem ekki er hægt að finna neina læknisfræðilega skýringu á með vandaðri krufningu og þeim rannsóknum sem henni tengjast.“5. Vaknaði eftir aðgerð: Tönnlaðist á frænkum á pungnumNökkvi Dan Elliðason varð frægur í tæplega átta mínútur í september þegar myndband af honum birtist á netinu. Á myndbandinu sést Nökkvi vakna eftir aðgerð og reita af sér brandarana. „Maður bjóst við þig að þetta yrði fyndið, að heyra hann vakna eftir svæfinguna. Hann er mikill frasamaður eins og heyra má og hann kastaði þeim þarna fram eins og ekkert væri. Frasar eins og „frænkur á pungnum.“ Þarna vöru mörkin auðvitað aðeins lægri vegna svæfingar og því var við því að búast að þetta yrði mjög fyndið,“ sagði faðir hans, Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, í samtali við Vísi.6. Jógvan Hansen giftir sigMyndir og myndband úr brúðkaupi söngvarans Jógvan Hansen sló í gegn en Jógvan gekk að eiga Hrafnhildi Jóhannesdóttur, stærfræðing í Hallgrímskirkju þann 12. júlí.7. Facebook-hrekkur um Herjólfsferð vekur athygliMaríanna Eva Abelsdóttir ákvað að hrekkja vinkonu sína, Evu Líf Sigurjónsdóttir, hressilega eftir Þjóðhátíð í Eyjum í ár. Maríanna skrifaði inn á hóp á Facebook sem heitir Þjóðhátíð í Eyjum 2014 að Eva hefði sofnað í Herjólfi og verið sjö klukkustundir um borð. Rúmlega tvö þúsund manns líkuðu við innleggið og kom það vinkonunum mikið á óvart. „Viðbrögðin eru ótrúleg. Það eru allir að „læka“ þetta," sagði Maríanna í samtali við Vísi.8. „Tel mig vera fallega manneskju þó ég hafi ekki lamað andlit eða stútfullar varir“Rósa Guðrún Sveinsdóttir ákvað að senda glamúrfyrirsætunni Ásdísi Rán Gunnarsdóttur harðort bréf þegar Ásdís leitaði eftir húsmæðrum til að taka þátt í nýjum raunveruleikaþætti. Ætlaði Ásdís meðal annars að bjóða einni húsmóðurinni að fara í lýtaaðgerðir. „Mig langaði bara að segja þér hversu sorgleg skilaboð mér finnst þú vera að senda íslenskum konum. Ég tel mig vera fallega manneskju að innan sem utan þó ég hafi ekki lamað andlit eða stútfullar varir,“ skrifaði Rósa meðal annars í bréfinu.9. Birtir myndband af eiginkonu besta vinar síns halda framhjáMaður sem kallar sig Bob Barker á YouTube náði því á myndband þegar eiginkona besta vinar síns hélt framhjá honum. Bob setti herlegheitin á YouTube og gerði myndbandið vægast sagt allt vitlaust. Svo vitlaust reyndar að það hefur verið fjarlægt af síðunni.10. Sjáið siguratriði Brynjars úr Ísland Got Talent Hæfileikakeppnin Ísland Got Talent sló öll met á árinu og því kemur lítið á óvart að siguratriði Brynjars Dags Albertssonar sé á lista yfir vinsælustu fréttir ársins. Fréttir ársins 2014 Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
Árið sem er að líða var stútfull af hressandi og skrýtnum dægurmálafréttum og kennir vægast sagt ýmissa grasa á lista Lífsins yfir tíu vinsælustu fréttir ársins.1. Strákarnir í Geordie Shore segja íslenskar stelpur til í allt Einn þáttur af Geordie Shore, sem er bresk útgáfa af raunveruleikaþáttunum Jersey Shore, var tekinn upp á skemmtistaðnum B5 í Bankastræti í apríl.Frétt um þáttinn vakti gríðarlega athygli á Vísi en stjörnur þáttanna fóru mikinn þegar þær lýstu íslensku kvenfólki: „Það eina sem þessar stelpur vilja gera er að verða fullar og kela.“ 2. Snyrtilegri leið til að þrífa ofna vekur athygliLífið fjallaði um leið til að þrífa ofna í september en leiðin hafði vakið mikla athygli í Noregi. Fólst leiðin meðal annars í því að nota salmíakklög og var þessi aðferð afar umdeild í athugasemdakerfi Vísis. Töldu margir að vafasamt væri að nota salmíakklög til að þrífa heimilisofna. Reyndist það að vissu leyti rétt þar sem nokkrum dögum eftir að Lífið birti fréttina fór jósk kona í hjartastopp og dá eftir að hafa prófað aðferðina.3. Tóku ákvörðun um að hætta öllu sulliHelgarblaðsefnið um þekkta Íslendinga sem ákváðu að tileinka sér áfengislausan lífsstíl vakti mikla lukku en bæði var talað við þá sem hafa aldrei smakkað áfengi og þá sem hættu að drekka á fullorðinsárum. Heiða Kristín Helgadóttir var meðal viðmælanda og sagði kosti lífsstílsins vera óendanlega. „Mér varð fljótt ljóst að áfengislaust líf setur lífið í annað samhengi, allt verður skýrara, afköstin aukast og erfiðar ákvarðanatökur verða auðveldari. Það er ekki þetta pláss fyrir svona „ææii fokk it attitude“. Kostirnir eru nær óendanlegir, ég og maðurinn minn drekkum hvorugt áfengi og fyrir vikið er tengingin okkar á milli hrein og tær, sem er mér gríðarlega mikilvægt.“4. Heldur áfram þrátt fyrir sonarmissinnViðtal við hina 21 árs Söndru Ýr Grétarsdóttur fór eins og eldur um sinu um netheima þegar það birtist á Lífinu í byrjun árs. Sandra eignaðist sitt fyrsta barn, Gabríel Reyni, í janúar árið 2011 og fór „í ræktina á fullu“ eftir barnsburð. Það varð svo til þess að hún byrjaði í módelfitness. En stuttu eftir fyrsta mótið sem hún keppti á varð sonur hennar bráðkvaddur, aðeins átján mánaða gamall. Talaði hún opinskátt um þessa lífsreynslu í viðtalinu. „Hann er ávallt í huga mínum. Það líður ekki stund né staður að ég hugsi ekki um hann. Þetta er það erfiðasta sem hægt er að ganga í gegnum - að missa barnið sitt - en hann dó svokölluðum vöggudauða. Skyndidauði ungbarna er nú skilgreindur þannig að um sé að ræða óvænt og skyndilegt dauðsfall hjá ungbarni, sem áður var talið heilbrigt. Dauðsfall sem ekki er hægt að finna neina læknisfræðilega skýringu á með vandaðri krufningu og þeim rannsóknum sem henni tengjast.“5. Vaknaði eftir aðgerð: Tönnlaðist á frænkum á pungnumNökkvi Dan Elliðason varð frægur í tæplega átta mínútur í september þegar myndband af honum birtist á netinu. Á myndbandinu sést Nökkvi vakna eftir aðgerð og reita af sér brandarana. „Maður bjóst við þig að þetta yrði fyndið, að heyra hann vakna eftir svæfinguna. Hann er mikill frasamaður eins og heyra má og hann kastaði þeim þarna fram eins og ekkert væri. Frasar eins og „frænkur á pungnum.“ Þarna vöru mörkin auðvitað aðeins lægri vegna svæfingar og því var við því að búast að þetta yrði mjög fyndið,“ sagði faðir hans, Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, í samtali við Vísi.6. Jógvan Hansen giftir sigMyndir og myndband úr brúðkaupi söngvarans Jógvan Hansen sló í gegn en Jógvan gekk að eiga Hrafnhildi Jóhannesdóttur, stærfræðing í Hallgrímskirkju þann 12. júlí.7. Facebook-hrekkur um Herjólfsferð vekur athygliMaríanna Eva Abelsdóttir ákvað að hrekkja vinkonu sína, Evu Líf Sigurjónsdóttir, hressilega eftir Þjóðhátíð í Eyjum í ár. Maríanna skrifaði inn á hóp á Facebook sem heitir Þjóðhátíð í Eyjum 2014 að Eva hefði sofnað í Herjólfi og verið sjö klukkustundir um borð. Rúmlega tvö þúsund manns líkuðu við innleggið og kom það vinkonunum mikið á óvart. „Viðbrögðin eru ótrúleg. Það eru allir að „læka“ þetta," sagði Maríanna í samtali við Vísi.8. „Tel mig vera fallega manneskju þó ég hafi ekki lamað andlit eða stútfullar varir“Rósa Guðrún Sveinsdóttir ákvað að senda glamúrfyrirsætunni Ásdísi Rán Gunnarsdóttur harðort bréf þegar Ásdís leitaði eftir húsmæðrum til að taka þátt í nýjum raunveruleikaþætti. Ætlaði Ásdís meðal annars að bjóða einni húsmóðurinni að fara í lýtaaðgerðir. „Mig langaði bara að segja þér hversu sorgleg skilaboð mér finnst þú vera að senda íslenskum konum. Ég tel mig vera fallega manneskju að innan sem utan þó ég hafi ekki lamað andlit eða stútfullar varir,“ skrifaði Rósa meðal annars í bréfinu.9. Birtir myndband af eiginkonu besta vinar síns halda framhjáMaður sem kallar sig Bob Barker á YouTube náði því á myndband þegar eiginkona besta vinar síns hélt framhjá honum. Bob setti herlegheitin á YouTube og gerði myndbandið vægast sagt allt vitlaust. Svo vitlaust reyndar að það hefur verið fjarlægt af síðunni.10. Sjáið siguratriði Brynjars úr Ísland Got Talent Hæfileikakeppnin Ísland Got Talent sló öll met á árinu og því kemur lítið á óvart að siguratriði Brynjars Dags Albertssonar sé á lista yfir vinsælustu fréttir ársins.
Fréttir ársins 2014 Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira