Fernando Torres is to join AC Milan on a permanent basis: https://t.co/MdQqbMWQiV#CFCpic.twitter.com/TjfwCdTj7I
— Chelsea FC (@chelseafc) December 27, 2014
Heimildir erlendra fjölmiðla herma þó að stopp Torres í Mílan verði stutt því hann verði lánaður til Spánarmeistara Atletico Madrid strax í janúarglugganum. Ítalski vængmaðurinn Alessio Cerci verði lánaður aftur til Ítalíu í skiptum fyrir Torres en hann hóf feril sinn hjá Atletico Madrid.
Torres kom til Chelsea árið 2011 fyrir fimmtíu milljónir punda sem þá var metfé á Englandi. Hann náði ekki að festa sig í sessi og skoraði aðeins tuttugu mörk í 110 leikjum fyrir félagið. Hjá AC Milan hefur hann skorað eitt mark í tíu leikjum.