Gleðileg jól í ævintýraskógi 24. desember 2014 19:00 Jólamynd ársins 2014 ber titilinn Ævintýraskógur. Ljósmyndari er Kristín Valdemarsdóttir Vísir sendir lesendum sínum jólakveðju með bestu ljósmyndunum sem sendar voru inn í jólamyndakeppni Fréttablaðsins og Vísis. Þær myndir sem unnu til verðlauna fylgja fréttinni hér að neðan. Fréttavakt verður á Vísi yfir hátíðarnar; á jóladag kl. 10-18 og á annan í jólum kl. 9-24. Við minnum á að hægt er að senda ábendingar og fréttaskot á ritstjorn@visir.is. Fréttastofa 365 sendir lesendum Vísis um allan heim sínar bestu óskir um gleðileg jól.Kristín Valdemarsdóttir.Ljósmyndin Ævintýraskógur sem Kristín Valdemarsdóttir sendi inn í jólaljósmyndasamkeppni Vísis og Fréttablaðsins var valin sú besta af lesendum og dómnefnd. Ljósmyndin er hluti af jóladagatali sem Kristín býr til árlega í desembermánuði. Sigurmynd Kristínar Valdemarsdóttur heitir Ævintýraskógur og er af dóttur hennar, Karólínu Ágústsdóttur, sem er sex ára. Kristín lenti í þriðja sæti í ljósmyndakeppni Fréttablaðsins í fyrra en sú mynd var af báðum dætrum hennar. „Þær eru voða duglegar að sitja fyrir. Fyrir þessa myndatöku lét ég sauma rauðhettuslár á þær úr gömlu stofugardínunum hennar mömmu. Mér fannst svo jólalegt að hafa rauða slá í snjónum og fann svo fallegan stað í Heiðmörk þar sem snjórinn lá ofan á trjánum í byrjun desember,“ segir Kristín sem hefur gaman af því að stilla upp fyrir myndatökur og er oft lengi að undirbúa þær. „Ég hef síðastliðin tvö ár verið með jólamyndadagatal í desember og birti eina mynd á dag á Facebook og blogginu mínu. Jóladagatalið er mín leið til að fá útrás fyrir ljósmyndaáhugann.“Kristín fékk þessa glæsilegu Nikon 1S1 myndavél frá Heimilistækjum í verðlaun. Mynd hennar birtist einnig á forsíðu Fréttablaðsins í dag, aðfangadag.Kristín er íþróttakennari í Varmárskóla og er ljósmyndun eingöngu áhugamál. „Ég viðurkenni að ég bý til svolitla pressu á mig í desember. Ofan á allan jólaundirbúning og vinnu þá er ég á fullu í að finna flotta staði, leikmuni og þróa hugmyndir. En það er svo skemmtilegt og orðið hluti af jólaundirbúningnum.“ Þátttakendur í samkeppninni hlóðu upp myndum sínum á vef Vísis. Þar gátu lesendur kosið myndir og hafði dómnefnd keppninnar kosninguna til hliðsjónar. Dómnefndin var skipuð þeim Pjetri Sigurðssyni og Stefáni Karlssyni ljósmyndurum Fréttablaðsins, Silju Ástþórsdóttur útlitshönnuði og Andra Ólafssyni aðstoðarfréttastjóra.Tunglsetur eftir Fred Schalk hafnaði í öðru sæti keppninnar.Jólasleðaferð eftir Silju Svansdóttur hafnaði í þriðja sæti keppninnar.Jólasnjór eftir Birki Pétursson hafnaði í fjórða sæti keppninnar.Voðmúlastaðakapella eftir Sigurð Jónsson var vinsælasta myndin meðal lesenda.Verðlaunamynd Kristínar Valdemarsdóttur. Fréttir ársins 2014 Jólafréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Vísir sendir lesendum sínum jólakveðju með bestu ljósmyndunum sem sendar voru inn í jólamyndakeppni Fréttablaðsins og Vísis. Þær myndir sem unnu til verðlauna fylgja fréttinni hér að neðan. Fréttavakt verður á Vísi yfir hátíðarnar; á jóladag kl. 10-18 og á annan í jólum kl. 9-24. Við minnum á að hægt er að senda ábendingar og fréttaskot á ritstjorn@visir.is. Fréttastofa 365 sendir lesendum Vísis um allan heim sínar bestu óskir um gleðileg jól.Kristín Valdemarsdóttir.Ljósmyndin Ævintýraskógur sem Kristín Valdemarsdóttir sendi inn í jólaljósmyndasamkeppni Vísis og Fréttablaðsins var valin sú besta af lesendum og dómnefnd. Ljósmyndin er hluti af jóladagatali sem Kristín býr til árlega í desembermánuði. Sigurmynd Kristínar Valdemarsdóttur heitir Ævintýraskógur og er af dóttur hennar, Karólínu Ágústsdóttur, sem er sex ára. Kristín lenti í þriðja sæti í ljósmyndakeppni Fréttablaðsins í fyrra en sú mynd var af báðum dætrum hennar. „Þær eru voða duglegar að sitja fyrir. Fyrir þessa myndatöku lét ég sauma rauðhettuslár á þær úr gömlu stofugardínunum hennar mömmu. Mér fannst svo jólalegt að hafa rauða slá í snjónum og fann svo fallegan stað í Heiðmörk þar sem snjórinn lá ofan á trjánum í byrjun desember,“ segir Kristín sem hefur gaman af því að stilla upp fyrir myndatökur og er oft lengi að undirbúa þær. „Ég hef síðastliðin tvö ár verið með jólamyndadagatal í desember og birti eina mynd á dag á Facebook og blogginu mínu. Jóladagatalið er mín leið til að fá útrás fyrir ljósmyndaáhugann.“Kristín fékk þessa glæsilegu Nikon 1S1 myndavél frá Heimilistækjum í verðlaun. Mynd hennar birtist einnig á forsíðu Fréttablaðsins í dag, aðfangadag.Kristín er íþróttakennari í Varmárskóla og er ljósmyndun eingöngu áhugamál. „Ég viðurkenni að ég bý til svolitla pressu á mig í desember. Ofan á allan jólaundirbúning og vinnu þá er ég á fullu í að finna flotta staði, leikmuni og þróa hugmyndir. En það er svo skemmtilegt og orðið hluti af jólaundirbúningnum.“ Þátttakendur í samkeppninni hlóðu upp myndum sínum á vef Vísis. Þar gátu lesendur kosið myndir og hafði dómnefnd keppninnar kosninguna til hliðsjónar. Dómnefndin var skipuð þeim Pjetri Sigurðssyni og Stefáni Karlssyni ljósmyndurum Fréttablaðsins, Silju Ástþórsdóttur útlitshönnuði og Andra Ólafssyni aðstoðarfréttastjóra.Tunglsetur eftir Fred Schalk hafnaði í öðru sæti keppninnar.Jólasleðaferð eftir Silju Svansdóttur hafnaði í þriðja sæti keppninnar.Jólasnjór eftir Birki Pétursson hafnaði í fjórða sæti keppninnar.Voðmúlastaðakapella eftir Sigurð Jónsson var vinsælasta myndin meðal lesenda.Verðlaunamynd Kristínar Valdemarsdóttur.
Fréttir ársins 2014 Jólafréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira