Tesla Roadster aftur í framleiðslu Finnur Thorlacius skrifar 23. desember 2014 11:36 Tesla Roadster. Elon Musk forstjóri rafbílaframleiðandans Tesla lét hafa eftir sér í gær að fyrirtækið ætli aftur að setja á markað Roadster bíl sinn og verður þar á ferð uppfærð gerð hans. Frekari upplýsinga um bílinn lofaði Musk á næstu dögum og kemur þá í ljós hver drægni bílsins verður. Musk hafði áður ýjað að því að Tesla ætlaði sér að gera eitthvað afar áhugavert við Roadster bílinn og í viðtali við Auto Express í Bretlandi fyrr á árinu var haft eftir honum að Roadster myndi fá rafhlöður sem dygði til meira en 600 km aksturs. Ef svo yrði væri þar kominn sá rafmagnsbíll sem lengst kemst á einni hleðslu. Óljóst er hvaða aðrar breytingar verða gerðar á bílnum, hvort hann verður öflugri en fyrr eða fær fjórhjóladrif, en talið er víst að ytra útlit bílsins breytist ekki. Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent
Elon Musk forstjóri rafbílaframleiðandans Tesla lét hafa eftir sér í gær að fyrirtækið ætli aftur að setja á markað Roadster bíl sinn og verður þar á ferð uppfærð gerð hans. Frekari upplýsinga um bílinn lofaði Musk á næstu dögum og kemur þá í ljós hver drægni bílsins verður. Musk hafði áður ýjað að því að Tesla ætlaði sér að gera eitthvað afar áhugavert við Roadster bílinn og í viðtali við Auto Express í Bretlandi fyrr á árinu var haft eftir honum að Roadster myndi fá rafhlöður sem dygði til meira en 600 km aksturs. Ef svo yrði væri þar kominn sá rafmagnsbíll sem lengst kemst á einni hleðslu. Óljóst er hvaða aðrar breytingar verða gerðar á bílnum, hvort hann verður öflugri en fyrr eða fær fjórhjóladrif, en talið er víst að ytra útlit bílsins breytist ekki.
Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent