Fá Boxster og Cayman heitið 718? Finnur Thorlacius skrifar 22. desember 2014 10:00 Porsche Boxster og Cayman. Nýjustu fréttir frá þýska bílaframleiðandanum Porsche herma að hætt hafi verið við framleiðslu smærri sportbíls en núverandi Boxster og Cayman bílarnir. Átti hann að fá heitið 718. Þess í stað mun næsta kynslóð Boxster og Cayman bera stafina 718. Verða þeir í boði með fjögurra strokka vélum sem ekki hefur áður sést í þeim bílum. Porsche Boxster og Cayman hafa fram að þessu aðeins verið smíðaðir með 6 strokka vélar. Í fjögurra strokka útfærslu verða bílarnir ódýrari en núverandi kynslóð þessara bíla og verða því ódýrustu bílar sem Porsche framleiðir. Ætti það að stækka nokkuð kaupendahóp Porsche bíla. Fjögurra strokka vélarnar í þessum bílum verða bæði 2,0 og 2,5 lítra. Sú minni verður 285 hestöfl, en 2,5 lítra vélin verður 360 hestöfl og ef við hana er bætt forþjöppu fást úr henni 400 hestöfl. Ekki er enn ljóst hvort Boxster og Cayman verði einnig í boði með 6 strokka vélar og svo gæti farið að þessar nýju 4 strokka vélar leysi alfarið af hólmi núverandi 2,7 og 3,4 lítra sex strokka vélar sem skila frá 265 til 340 hestöflum. Ný gerð bílanna verður kynnt árið 2016 og þá af árgerð 2017. Áður en það gerist verða framleiddar GT4 og RS Spyder kraftaútgáfur af Boxster og Cayman. Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Innlent
Nýjustu fréttir frá þýska bílaframleiðandanum Porsche herma að hætt hafi verið við framleiðslu smærri sportbíls en núverandi Boxster og Cayman bílarnir. Átti hann að fá heitið 718. Þess í stað mun næsta kynslóð Boxster og Cayman bera stafina 718. Verða þeir í boði með fjögurra strokka vélum sem ekki hefur áður sést í þeim bílum. Porsche Boxster og Cayman hafa fram að þessu aðeins verið smíðaðir með 6 strokka vélar. Í fjögurra strokka útfærslu verða bílarnir ódýrari en núverandi kynslóð þessara bíla og verða því ódýrustu bílar sem Porsche framleiðir. Ætti það að stækka nokkuð kaupendahóp Porsche bíla. Fjögurra strokka vélarnar í þessum bílum verða bæði 2,0 og 2,5 lítra. Sú minni verður 285 hestöfl, en 2,5 lítra vélin verður 360 hestöfl og ef við hana er bætt forþjöppu fást úr henni 400 hestöfl. Ekki er enn ljóst hvort Boxster og Cayman verði einnig í boði með 6 strokka vélar og svo gæti farið að þessar nýju 4 strokka vélar leysi alfarið af hólmi núverandi 2,7 og 3,4 lítra sex strokka vélar sem skila frá 265 til 340 hestöflum. Ný gerð bílanna verður kynnt árið 2016 og þá af árgerð 2017. Áður en það gerist verða framleiddar GT4 og RS Spyder kraftaútgáfur af Boxster og Cayman.
Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Innlent
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent