„Fólk úthrópar þessa menn sem illmenni og dusilmenni“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. desember 2014 11:12 Jóhannes Haukur verslar alltaf við björgunarsveitirnar en finnst hlægilegt að fólk vilji skylda alla til að kaupa af þeim. Vísir Jóhannes Haukur Jóhannesson, leikari, veltir því upp í færslu á Facebook-síðu sinni hvort að það komi ekki niður á verði og gæðum flugelda að viðskiptin snúist í raun um björgunarstarf. Þetta er þriðja árið í röð sem Jóhannes veltir þessu upp og hafa miklar umræður skapast um málið á Facebook-vegg hans. Aðspurður hvers vegna hann velti þessu árlega upp á Facebook segir hann: „Það er nú aðallega af því að ég hef svo gaman af þessu offorsi í fólki sem vilja skylda alla til að versla hjá björgunarsveitunum. Mér finnst það í rauninni bara hlægilegt. Svo byrjar fólk að gera mér upp skoðanir og meiningar, eins og að ég vilji ekki versla við björgunarsveitirnar. Ég versla hins vegar alltaf við þá og hef alltaf gert. Það sem ég hins vegar kann illa við er stemningin í samfélaginu varðandi það að ég verði að gera það.“ Jóhannes segir að sig langi til að versla við björgunarsveitirnar og hann geri það þess vegna. Hins vegar viðurkenni hann líka rétt þeirra sem kjósa að gera það ekki og kaupa frekar flugelda af öðrum söluaðilum.Finnst þér samfélagið ekki viðurkenna þennan rétt? „Nei, og menn ganga ansi hart fram að þeim sem eru að selja flugelda á einkamarkaði. Fólk úthrópar þessa menn sem illmenni og dusilmenni. Ég veit líka að margir af þeim sem eru að selja flugelda í einkasölu hafa fengið skilaboð frá fólki þar sem þeir eru kallaðir öllum illum nöfnum. Mér finnst þetta bara ljótt.“ Jóhannes setur svo hlutina í frekari samhengi og spyr hvað fólk myndi gera ef að björgunarsveitirnar færu að selja dekk. Það sé svo einnig hans skoðun að björgunarsveitirnar eigi að vera á fjárlögum ef að fólk líti svo á að þetta sé grunnþjónusta. „Mér finnst algjörlega að skattfé borgaranna eigi þá að fara í þetta. Það gefur algjörlega auga leið og ég held að flestir ættu að geta verið sammála um það. Annars fer ég sjálfur aldrei í þær aðstæður að ég þurfi á aðstoð björgunarsveita að halda. Auðvitað getur það komið fyrir, en þú getur líka aukið líkurnar á því að þú þurfir á hjálp þeirra að halda með því að fara í gallabuxum og strigaskóm á Fimmvörðuháls og á sumardekkjum að auki. En ég geri það ekki.“Örn Árnason ýtir hér bíl Jóhannesar þegar hann festi sig í slabbi milli jóla og nýárs árið 2012.Mynd/Jóhannes HaukurHandviss um að Örn Árnason myndi bjarga sér á hálendinu Örn Árnason, leikari og samstarfsfélagi Jóhannesar, seldi flugelda á sínum tíma og sætti mikilli gagnrýni fyrir að fara í samkeppni við björgunarsveitirnar. „Þá var fólk einmitt alltaf að spyrja „Hver heldurðu að komi og bjargi þér þegar þú situr fastur uppi á hálendi? Heldurðu að Örn Árnason komi og bjargi þér?“ Ég er bara alveg á því að ef að Örn Árnason myndi vita af mér á hálendinu þá myndi hann koma. Ég lenti einmitt í því að vera fastur í slabbi þarna við Þjóðleikhúsið og þá kom hann og ýtti bílnum.“En ertu búinn að kaupa flugelda núna? „Nei, ég fer nú yfirleitt á gamlársdag svo ég geri það á morgun,“ segir Jóhannes.Og kaupirðu mikið? „Nei, ég held að það sé nú innan hóflegra marka. Kannski nokkrir tíuþúsund kallar. Ég fer ekki yfir hundraðþúsund kall.“ Post by Jóhannes Haukur Jóhannesson. Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Fleiri fréttir Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Sjá meira
Jóhannes Haukur Jóhannesson, leikari, veltir því upp í færslu á Facebook-síðu sinni hvort að það komi ekki niður á verði og gæðum flugelda að viðskiptin snúist í raun um björgunarstarf. Þetta er þriðja árið í röð sem Jóhannes veltir þessu upp og hafa miklar umræður skapast um málið á Facebook-vegg hans. Aðspurður hvers vegna hann velti þessu árlega upp á Facebook segir hann: „Það er nú aðallega af því að ég hef svo gaman af þessu offorsi í fólki sem vilja skylda alla til að versla hjá björgunarsveitunum. Mér finnst það í rauninni bara hlægilegt. Svo byrjar fólk að gera mér upp skoðanir og meiningar, eins og að ég vilji ekki versla við björgunarsveitirnar. Ég versla hins vegar alltaf við þá og hef alltaf gert. Það sem ég hins vegar kann illa við er stemningin í samfélaginu varðandi það að ég verði að gera það.“ Jóhannes segir að sig langi til að versla við björgunarsveitirnar og hann geri það þess vegna. Hins vegar viðurkenni hann líka rétt þeirra sem kjósa að gera það ekki og kaupa frekar flugelda af öðrum söluaðilum.Finnst þér samfélagið ekki viðurkenna þennan rétt? „Nei, og menn ganga ansi hart fram að þeim sem eru að selja flugelda á einkamarkaði. Fólk úthrópar þessa menn sem illmenni og dusilmenni. Ég veit líka að margir af þeim sem eru að selja flugelda í einkasölu hafa fengið skilaboð frá fólki þar sem þeir eru kallaðir öllum illum nöfnum. Mér finnst þetta bara ljótt.“ Jóhannes setur svo hlutina í frekari samhengi og spyr hvað fólk myndi gera ef að björgunarsveitirnar færu að selja dekk. Það sé svo einnig hans skoðun að björgunarsveitirnar eigi að vera á fjárlögum ef að fólk líti svo á að þetta sé grunnþjónusta. „Mér finnst algjörlega að skattfé borgaranna eigi þá að fara í þetta. Það gefur algjörlega auga leið og ég held að flestir ættu að geta verið sammála um það. Annars fer ég sjálfur aldrei í þær aðstæður að ég þurfi á aðstoð björgunarsveita að halda. Auðvitað getur það komið fyrir, en þú getur líka aukið líkurnar á því að þú þurfir á hjálp þeirra að halda með því að fara í gallabuxum og strigaskóm á Fimmvörðuháls og á sumardekkjum að auki. En ég geri það ekki.“Örn Árnason ýtir hér bíl Jóhannesar þegar hann festi sig í slabbi milli jóla og nýárs árið 2012.Mynd/Jóhannes HaukurHandviss um að Örn Árnason myndi bjarga sér á hálendinu Örn Árnason, leikari og samstarfsfélagi Jóhannesar, seldi flugelda á sínum tíma og sætti mikilli gagnrýni fyrir að fara í samkeppni við björgunarsveitirnar. „Þá var fólk einmitt alltaf að spyrja „Hver heldurðu að komi og bjargi þér þegar þú situr fastur uppi á hálendi? Heldurðu að Örn Árnason komi og bjargi þér?“ Ég er bara alveg á því að ef að Örn Árnason myndi vita af mér á hálendinu þá myndi hann koma. Ég lenti einmitt í því að vera fastur í slabbi þarna við Þjóðleikhúsið og þá kom hann og ýtti bílnum.“En ertu búinn að kaupa flugelda núna? „Nei, ég fer nú yfirleitt á gamlársdag svo ég geri það á morgun,“ segir Jóhannes.Og kaupirðu mikið? „Nei, ég held að það sé nú innan hóflegra marka. Kannski nokkrir tíuþúsund kallar. Ég fer ekki yfir hundraðþúsund kall.“ Post by Jóhannes Haukur Jóhannesson.
Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Fleiri fréttir Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Sjá meira