Top Gear hitar upp Finnur Thorlacius skrifar 30. desember 2014 09:46 Nú um jólin var sýndur sérstakur jólaþáttur Top Gear í Bretlandi en í honum voru þremenningarnir Clarkson, May og Hammond á ferð í Argentínu að því er virðist með það markmið að eyðileggja þrjá gamla sportbíla. Sá þáttur var þó bara forleikur að 22. seríu þáttanna sem brátt verður sýndur. Í tilefni þess gerði BBC, framleiðandi þáttanna, þessa kynningarstiklu þar sem húmorinn ræður ferðinni sem fyrr. Í henni er kastljósinu beint að tilraunaökumanninum Stig og athöfnum hans í því fríi sem honum gafst á milli 21. gg 22. þáttaraðar. Hann virðist hafa dundað sér við að fara illa með Lamborghini Aventador sem hann leigir hjá bílaleigu og ekur um víða veröld og skilar svo í henglum. Einnig sést lítillega úr atriði nýju þáttaraðarinnar, þar sem Jaguar F-Type Coupe er tekinn til kostanna á prufuakstursbraut Top Gear í Dunsfold. Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent
Nú um jólin var sýndur sérstakur jólaþáttur Top Gear í Bretlandi en í honum voru þremenningarnir Clarkson, May og Hammond á ferð í Argentínu að því er virðist með það markmið að eyðileggja þrjá gamla sportbíla. Sá þáttur var þó bara forleikur að 22. seríu þáttanna sem brátt verður sýndur. Í tilefni þess gerði BBC, framleiðandi þáttanna, þessa kynningarstiklu þar sem húmorinn ræður ferðinni sem fyrr. Í henni er kastljósinu beint að tilraunaökumanninum Stig og athöfnum hans í því fríi sem honum gafst á milli 21. gg 22. þáttaraðar. Hann virðist hafa dundað sér við að fara illa með Lamborghini Aventador sem hann leigir hjá bílaleigu og ekur um víða veröld og skilar svo í henglum. Einnig sést lítillega úr atriði nýju þáttaraðarinnar, þar sem Jaguar F-Type Coupe er tekinn til kostanna á prufuakstursbraut Top Gear í Dunsfold.
Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent