Undir mér komið að sanna mig Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. janúar 2014 08:15 Gunnar Steinn Jónsson í leik með liði sínu, Nantes, í Frakklandi. Hann gekkst undir aðgerð á öxl eftir síðasta tímabil og segist ekki hafa verið betri í nokkur ár. Nordic Photos / AFP „Þetta er auðvitað draumur allra handboltamanna og verið lengi á markmiðalistanum. Það er gaman að fá tækifærið,“ segir Gunnar Steinn Jónsson. Leikstjórnandinn fékk langþráð kall í íslenska landsliðið í desember og var mættur til æfinga um síðustu helgi. Liðið æfði fimm sinnum á þremur dögum en fékk svo frí í kringum áramótin. Framundan er Evrópumótið í Danmörku sem hefst þann 12. janúar þegar okkar menn mæta Norðmönnum. „Þetta er skammur tími fyrir miðjumann að koma inn í svona samspilandi hóp. En það hefur gengið mjög vel að mínu mati,“ sagði Gunnar Steinn að lokinni sinni þriðju æfingu með liðinu á rúmum sólarhring á sunnudagsmorgun. Miðjumaðurinn, sem spilaði með Fjölni í yngri flokkum áður en hann sló í gegn með HK í meistaraflokki, telur möguleika sína á að komast í lokahópinn ekki mikla en þó fyrir hendi. „Ég er síðastur inn til að byrja mér en undir mér komið að sanna að ég eigi heima hérna.“Öxlin ekki verið betri í nokkur ár Gunnar Steinn spilar með Nantes í Frakklandi en liðið komst í úrslitaleikinn í EHF-bikarnum síðastliðið vor. Í kjölfarið gekkst hann undir aðgerð á hægri öxl sinni sem tókst vel. „Öxlin hefur líklega ekki verið betri í nokkur ár,“ segir Gunnar Steinn. Nokkuð basl hafi verið á honum fyrstu mánuðina eftir aðgerðina en nú sé hann allur að koma til. „Síðustu tveir mánuðir hafa verið mjög góðir,“ segir kappinn sem fór á kostum í Íslendingaslag gegn stjörnuliði Paris Saint-Germain um miðjan desember. Gunnar Steinn skoraði sjö mörk úr jafnmörgum skotum en Ásgeir Örn Hallgrímsson og Róbert Gunnarsson spila með Parísarliðinu. „Þetta var líklega besti leikurinn á ferlinum til að spila vel í,“ segir Gunnar Steinn um leikinn. „Margir af bestu leikmönnum heims eru í Parísarliðinu og gaman að fá staðfestingu á því að maður geti spilað á svo háu stigi.“Mikil samkeppni í landsliðinu Gunnar Steinn segir samkeppnina um stöðu leikstjórnanda mikla. Lykilmennirnir Arnór Atlason, Aron Pálmarsson og Snorri Steinn Guðjónsson geti allir leyst stöðuna en þar fyrir aftan sé hann að berjast aðra leikmenn í hópnum. „Ég er samt líklega neðstur á blaði til að byrja með,“ segir Gunnar Steinn. Hann fær kærkomið tækifæri til að sanna sig á æfingamóti í Þýskalandi um helgina þar sem liðið mætir Rússum, Þjóðverjum og Austurríkismönnum. „Það er eitt að vera góður á æfingum en svo þarf maður að geta eitthvað í leikjum. Það er mikilvægast.“kolbeinntumi@frettabladid.is EM 2014 karla Íslenski handboltinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Neymar á heimleið? Fótbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Fleiri fréttir Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Sjá meira
„Þetta er auðvitað draumur allra handboltamanna og verið lengi á markmiðalistanum. Það er gaman að fá tækifærið,“ segir Gunnar Steinn Jónsson. Leikstjórnandinn fékk langþráð kall í íslenska landsliðið í desember og var mættur til æfinga um síðustu helgi. Liðið æfði fimm sinnum á þremur dögum en fékk svo frí í kringum áramótin. Framundan er Evrópumótið í Danmörku sem hefst þann 12. janúar þegar okkar menn mæta Norðmönnum. „Þetta er skammur tími fyrir miðjumann að koma inn í svona samspilandi hóp. En það hefur gengið mjög vel að mínu mati,“ sagði Gunnar Steinn að lokinni sinni þriðju æfingu með liðinu á rúmum sólarhring á sunnudagsmorgun. Miðjumaðurinn, sem spilaði með Fjölni í yngri flokkum áður en hann sló í gegn með HK í meistaraflokki, telur möguleika sína á að komast í lokahópinn ekki mikla en þó fyrir hendi. „Ég er síðastur inn til að byrja mér en undir mér komið að sanna að ég eigi heima hérna.“Öxlin ekki verið betri í nokkur ár Gunnar Steinn spilar með Nantes í Frakklandi en liðið komst í úrslitaleikinn í EHF-bikarnum síðastliðið vor. Í kjölfarið gekkst hann undir aðgerð á hægri öxl sinni sem tókst vel. „Öxlin hefur líklega ekki verið betri í nokkur ár,“ segir Gunnar Steinn. Nokkuð basl hafi verið á honum fyrstu mánuðina eftir aðgerðina en nú sé hann allur að koma til. „Síðustu tveir mánuðir hafa verið mjög góðir,“ segir kappinn sem fór á kostum í Íslendingaslag gegn stjörnuliði Paris Saint-Germain um miðjan desember. Gunnar Steinn skoraði sjö mörk úr jafnmörgum skotum en Ásgeir Örn Hallgrímsson og Róbert Gunnarsson spila með Parísarliðinu. „Þetta var líklega besti leikurinn á ferlinum til að spila vel í,“ segir Gunnar Steinn um leikinn. „Margir af bestu leikmönnum heims eru í Parísarliðinu og gaman að fá staðfestingu á því að maður geti spilað á svo háu stigi.“Mikil samkeppni í landsliðinu Gunnar Steinn segir samkeppnina um stöðu leikstjórnanda mikla. Lykilmennirnir Arnór Atlason, Aron Pálmarsson og Snorri Steinn Guðjónsson geti allir leyst stöðuna en þar fyrir aftan sé hann að berjast aðra leikmenn í hópnum. „Ég er samt líklega neðstur á blaði til að byrja með,“ segir Gunnar Steinn. Hann fær kærkomið tækifæri til að sanna sig á æfingamóti í Þýskalandi um helgina þar sem liðið mætir Rússum, Þjóðverjum og Austurríkismönnum. „Það er eitt að vera góður á æfingum en svo þarf maður að geta eitthvað í leikjum. Það er mikilvægast.“kolbeinntumi@frettabladid.is
EM 2014 karla Íslenski handboltinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Neymar á heimleið? Fótbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Fleiri fréttir Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Sjá meira