Kjósum konur til forystu Heiða Björg Hilmisdóttir og Margrét Lind Ólafsdóttir. skrifar 6. janúar 2014 07:00 Í okkar nútímasamfélagi ætti jafnrétti kynjanna að vera sjálfsagður hlutur enda segjumst við flest vilja jafnrétti kynjanna og á tyllidögum segja flestir stjórnmálamenn að þeir og flokkar þeirra berjist fyrir auknum áhrifum kvenna. Ef við ætlum að búa í réttlátu samfélagi skiptir máli að konur séu með í ákvarðanatöku um uppbyggingu samfélagsins. Að þeirra rödd heyrist og þær hafi áhrif. Á yfirstandandi kjörtímabili eru konur um 40% sveitarstjórnarmanna, í tuttugu sveitarstjórnum er hlutfall kvenna undir 30% og í einni sveitarstjórn er engin kona meðal kjörinna fulltrúa. Engu að síður voru konur um 50% frambjóðenda í síðustu sveitarstjórnarkosningum svo ekki er hér áhugaleysi kvenna um að kenna. Ástæðuna má fyrst og fremst rekja til þess að konur eru mun síður en karlar í efstu sætum framboðslista og því minni líkur á að þær nái kjöri. Einungis 25% lista höfðu á að skipa konu í leiðtogasæti fyrir fjórum árum og það er óásættanlegt. Hjá Samfylkingunni og VG, þeim stjórnmálaflokkum sem hafa sýnt raunverulegan pólitískan vilja til að tryggja jafnan hlut kynja, hafa kynjareglur um röðun á framboðslista haft mikil áhrif. Líkt og við skipan í stjórnir fyrirtækja, lífeyrissjóða og hjá hinu opinbera hafa slíkar reglur einfaldlega reynst brýn nauðsyn, enda hafa aðrir flokkar og framboð setið eftir í þessum efnum og konur þar með. Við það verður ekki unað öllu lengur. Að okkar mati væri eðlilegt að lög um jöfn hlutföll kynja í stjórnum og ráðum giltu einnig um sveitarstjórnir þannig að tryggt væri að hlutfall hvors kyns fari aldrei undir 40%. Þannig náum við betri árangri og byggjum upp réttlátara samfélag enda er samfélag þar sem konur og karlar eru metin til jafns einfaldlega betra fyrir okkur öll. Nú, í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga, reynir á hvort og þá hvaða stjórnmálaflokkar standa við stóru orðin og tryggja jafnan hlut kynja við skipan framboðslistanna. Þeir sem það vilja gera skipa konum til forystu til jafns við karla. Einungis þannig stöndum við vörð um þann árangur sem þegar hefur náðst og jöfnum enn frekar hlut kynjanna við stjórn málefna nærsamfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Mest lesið Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í okkar nútímasamfélagi ætti jafnrétti kynjanna að vera sjálfsagður hlutur enda segjumst við flest vilja jafnrétti kynjanna og á tyllidögum segja flestir stjórnmálamenn að þeir og flokkar þeirra berjist fyrir auknum áhrifum kvenna. Ef við ætlum að búa í réttlátu samfélagi skiptir máli að konur séu með í ákvarðanatöku um uppbyggingu samfélagsins. Að þeirra rödd heyrist og þær hafi áhrif. Á yfirstandandi kjörtímabili eru konur um 40% sveitarstjórnarmanna, í tuttugu sveitarstjórnum er hlutfall kvenna undir 30% og í einni sveitarstjórn er engin kona meðal kjörinna fulltrúa. Engu að síður voru konur um 50% frambjóðenda í síðustu sveitarstjórnarkosningum svo ekki er hér áhugaleysi kvenna um að kenna. Ástæðuna má fyrst og fremst rekja til þess að konur eru mun síður en karlar í efstu sætum framboðslista og því minni líkur á að þær nái kjöri. Einungis 25% lista höfðu á að skipa konu í leiðtogasæti fyrir fjórum árum og það er óásættanlegt. Hjá Samfylkingunni og VG, þeim stjórnmálaflokkum sem hafa sýnt raunverulegan pólitískan vilja til að tryggja jafnan hlut kynja, hafa kynjareglur um röðun á framboðslista haft mikil áhrif. Líkt og við skipan í stjórnir fyrirtækja, lífeyrissjóða og hjá hinu opinbera hafa slíkar reglur einfaldlega reynst brýn nauðsyn, enda hafa aðrir flokkar og framboð setið eftir í þessum efnum og konur þar með. Við það verður ekki unað öllu lengur. Að okkar mati væri eðlilegt að lög um jöfn hlutföll kynja í stjórnum og ráðum giltu einnig um sveitarstjórnir þannig að tryggt væri að hlutfall hvors kyns fari aldrei undir 40%. Þannig náum við betri árangri og byggjum upp réttlátara samfélag enda er samfélag þar sem konur og karlar eru metin til jafns einfaldlega betra fyrir okkur öll. Nú, í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga, reynir á hvort og þá hvaða stjórnmálaflokkar standa við stóru orðin og tryggja jafnan hlut kynja við skipan framboðslistanna. Þeir sem það vilja gera skipa konum til forystu til jafns við karla. Einungis þannig stöndum við vörð um þann árangur sem þegar hefur náðst og jöfnum enn frekar hlut kynjanna við stjórn málefna nærsamfélagsins.
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar