Þjóðaratkvæði í vor Þorsteinn Pálsson skrifar 11. janúar 2014 06:00 Málflutningur andstæðinga Evrópusambandsaðildar er klipptur og skorinn um þessar mundir. Kjarninn er þessi: Þjóðaratkvæði er óhugsandi. Rökin eru: Fari svo að já-hliðin vinni er ófært að ætla ráðherrunum að framkvæma þjóðarvilja sem samræmist ekki samþykktum æðstu stofnana stjórnarflokkanna. Veikleikinn í þessari einföldu röksemdafærslu felst í því að málavextir eru flóknari. Í báðum stjórnarflokkunum er minnihluti sem styður aðild. Ríflegur meirihluti kjósenda beggja vill síðan ljúka þeim viðræðum sem eru vel á veg komnar óháð endanlegri afstöðu til hugsanlegs samnings. Til að koma til móts við sjónarmið minnihlutans innan stjórnarflokkanna og afstöðu meirihluta stuðningsmanna sinna í skoðanakönnunum samþykktu báðir að viðræðum skyldi ekki haldið áfram nema að undangengnu þjóðaratkvæði. Þetta hefði verið óþarft ef ætlunin var að láta úrslit alþingiskosninganna alfarið ákveða framhald eða lok viðræðna. Til viðbótar samþykkti landsfundur Sjálfstæðisflokksins að kanna yrði fleiri kosti í gjaldmiðilsmálum en krónuna. Það væri í mótsögn við þá ályktun að útiloka aðildarviðræður. Í þessari snúnu stöðu lofaði forysta Sjálfstæðisflokksins þjóðaratkvæði. Það var hyggilegt sáttaskref. Forseti Íslands hefur varla haft mörg önnur mál á bak við eyrað í áramótaávarpinu þegar hann brýndi menn með sögulegum tilvísunum að velja fremur leið samstöðu en sundrungar. Hvernig geta þeir sem bera lof á þann boðskap í orði verið andsnúnir honum á borði?Samspil þingræðis og þjóðaratkvæðis Af þessu má ráða að í raun og veru er engin önnur leið en þjóðaratkvæði til að ákveða hvað gera skuli. En þá vaknar sú spurning hvort þau rök aðildarandstæðinga eru gild að ekki sé hægt að grípa til þess ráðs fyrir þá sök að þá kunni ríkisstjórnin að lenda í þeirri klípu að framkvæma það sem er henni á móti skapi. Ef fallist yrði á þessi rök gætu ríkisstjórnir alltaf komið í veg fyrir þjóðaratkvæði. Það þarf því ekki að kafa djúpt til að sjá að með þessu móti er ekki gerlegt að kveða málið í kútinn. Fyrirfram er heldur ekki unnt að ganga út frá því sem vísu hver ákvörðun þjóðarinnar verður. Hafni þjóðin að halda viðræðum áfram rís augljóslega enginn stjórnskipulegur vandi. Það gæti hins vegar gerst ef þjóðin kýs að ljúka samningsgerðinni en er þó engan veginn sjálfgefið. Allt fer það eftir því hvernig ríkisstjórnin sjálf leggur málið fyrir þjóðina. Ein leið er að Alþingi samþykki þingsályktun, annaðhvort um að slíta viðræðum eða halda þeim áfram, en gildistaka hennar yrði síðan háð samþykki þjóðarinnar. Ólíklegt er að þessi kostur þyki fýsilegur. Ástæðan er sú að þá verður ekki hjá því komist að ríkisstjórnin leggi líf sitt að veði. Tapi hún er þingrof óumflýjanlegt til að þjóðin geti valið stjórn sem er tilbúin að framkvæma vilja hennar.Ríkisstjórnin ræður vígstöðu sinni Hitt er líklegra að Alþingi myndi ákveða að spyrja þjóðina án þess að taka sjálft afstöðu fyrst. Hafa verður í huga í því samhengi að aðeins utanríkisráðherra hefur lýst því yfir að viðræður fari ekki fram á hans vakt. Það þýðir að hann mun víkja ákveði þjóðin að halda áfram. Enginn annar ráðherra hefur talað á þennan veg. Forsætisráðherra hefur sagt að þjóðaratkvæði valdi honum engum vandræðum. Hann hefði tekið öðru vísi til orða ef málið væri fráfararatriði. Meðan annað kemur ekki fram opinberlega má ætla að aðrir ráðherrar séu sama sinnis. Ef það er rétt metið þarf ríkisstjórnin, að frátöldum utanríkisráðherra, að taka sérstaka ákvörðun ætli hún að gera hugsanlegan já-meirihluta í þjóðaratkvæði að fráfararatriði. Blandi ríkisstjórnin sér ekki í þjóðaratkvæðisbaráttuna og segi meirihluti þjóðarinnar já gerist það eitt að forystumenn hennar hljóta hvor um sig að leita til æðstu valdastofnana flokka sinna. Þær svara því hvort þeir fá umboð til að framkvæma þjóðarviljann eða hvort þær vilja heldur að þeir rjúfi Alþingi og leyfi þjóðinni að kjósa nýjan þingmeirihluta. Fái leiðtogar ríkisstjórnarinnar með þessum hætti umboð til að framkvæma þjóðarviljann myndast ekkert stjórnskipulegt misgengi á milli ríkisstjórnarinnar og þjóðarinnar. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa það einfaldlega á valdi sínu hvort svo verður. Þeir sem ekki fallast á málsmeðferð af þessu tagi eru í reynd andvígir því yfirhöfuð að nota þjóðaratkvæðagreiðslur. Þau rök sem aðildarandstæðingar beita nú til að hræða forystu ríkisstjórnarinnar frá því að standa við loforðið um þjóðaratkvæði standast einfaldlega ekki. Kjörið er að halda þjóðaratkvæðagreiðsluna samhliða sveitarstjórnarkosningum í vor. Það er ódýrt og styttir þann tíma sem málið hangir í lausu lofti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun
Málflutningur andstæðinga Evrópusambandsaðildar er klipptur og skorinn um þessar mundir. Kjarninn er þessi: Þjóðaratkvæði er óhugsandi. Rökin eru: Fari svo að já-hliðin vinni er ófært að ætla ráðherrunum að framkvæma þjóðarvilja sem samræmist ekki samþykktum æðstu stofnana stjórnarflokkanna. Veikleikinn í þessari einföldu röksemdafærslu felst í því að málavextir eru flóknari. Í báðum stjórnarflokkunum er minnihluti sem styður aðild. Ríflegur meirihluti kjósenda beggja vill síðan ljúka þeim viðræðum sem eru vel á veg komnar óháð endanlegri afstöðu til hugsanlegs samnings. Til að koma til móts við sjónarmið minnihlutans innan stjórnarflokkanna og afstöðu meirihluta stuðningsmanna sinna í skoðanakönnunum samþykktu báðir að viðræðum skyldi ekki haldið áfram nema að undangengnu þjóðaratkvæði. Þetta hefði verið óþarft ef ætlunin var að láta úrslit alþingiskosninganna alfarið ákveða framhald eða lok viðræðna. Til viðbótar samþykkti landsfundur Sjálfstæðisflokksins að kanna yrði fleiri kosti í gjaldmiðilsmálum en krónuna. Það væri í mótsögn við þá ályktun að útiloka aðildarviðræður. Í þessari snúnu stöðu lofaði forysta Sjálfstæðisflokksins þjóðaratkvæði. Það var hyggilegt sáttaskref. Forseti Íslands hefur varla haft mörg önnur mál á bak við eyrað í áramótaávarpinu þegar hann brýndi menn með sögulegum tilvísunum að velja fremur leið samstöðu en sundrungar. Hvernig geta þeir sem bera lof á þann boðskap í orði verið andsnúnir honum á borði?Samspil þingræðis og þjóðaratkvæðis Af þessu má ráða að í raun og veru er engin önnur leið en þjóðaratkvæði til að ákveða hvað gera skuli. En þá vaknar sú spurning hvort þau rök aðildarandstæðinga eru gild að ekki sé hægt að grípa til þess ráðs fyrir þá sök að þá kunni ríkisstjórnin að lenda í þeirri klípu að framkvæma það sem er henni á móti skapi. Ef fallist yrði á þessi rök gætu ríkisstjórnir alltaf komið í veg fyrir þjóðaratkvæði. Það þarf því ekki að kafa djúpt til að sjá að með þessu móti er ekki gerlegt að kveða málið í kútinn. Fyrirfram er heldur ekki unnt að ganga út frá því sem vísu hver ákvörðun þjóðarinnar verður. Hafni þjóðin að halda viðræðum áfram rís augljóslega enginn stjórnskipulegur vandi. Það gæti hins vegar gerst ef þjóðin kýs að ljúka samningsgerðinni en er þó engan veginn sjálfgefið. Allt fer það eftir því hvernig ríkisstjórnin sjálf leggur málið fyrir þjóðina. Ein leið er að Alþingi samþykki þingsályktun, annaðhvort um að slíta viðræðum eða halda þeim áfram, en gildistaka hennar yrði síðan háð samþykki þjóðarinnar. Ólíklegt er að þessi kostur þyki fýsilegur. Ástæðan er sú að þá verður ekki hjá því komist að ríkisstjórnin leggi líf sitt að veði. Tapi hún er þingrof óumflýjanlegt til að þjóðin geti valið stjórn sem er tilbúin að framkvæma vilja hennar.Ríkisstjórnin ræður vígstöðu sinni Hitt er líklegra að Alþingi myndi ákveða að spyrja þjóðina án þess að taka sjálft afstöðu fyrst. Hafa verður í huga í því samhengi að aðeins utanríkisráðherra hefur lýst því yfir að viðræður fari ekki fram á hans vakt. Það þýðir að hann mun víkja ákveði þjóðin að halda áfram. Enginn annar ráðherra hefur talað á þennan veg. Forsætisráðherra hefur sagt að þjóðaratkvæði valdi honum engum vandræðum. Hann hefði tekið öðru vísi til orða ef málið væri fráfararatriði. Meðan annað kemur ekki fram opinberlega má ætla að aðrir ráðherrar séu sama sinnis. Ef það er rétt metið þarf ríkisstjórnin, að frátöldum utanríkisráðherra, að taka sérstaka ákvörðun ætli hún að gera hugsanlegan já-meirihluta í þjóðaratkvæði að fráfararatriði. Blandi ríkisstjórnin sér ekki í þjóðaratkvæðisbaráttuna og segi meirihluti þjóðarinnar já gerist það eitt að forystumenn hennar hljóta hvor um sig að leita til æðstu valdastofnana flokka sinna. Þær svara því hvort þeir fá umboð til að framkvæma þjóðarviljann eða hvort þær vilja heldur að þeir rjúfi Alþingi og leyfi þjóðinni að kjósa nýjan þingmeirihluta. Fái leiðtogar ríkisstjórnarinnar með þessum hætti umboð til að framkvæma þjóðarviljann myndast ekkert stjórnskipulegt misgengi á milli ríkisstjórnarinnar og þjóðarinnar. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa það einfaldlega á valdi sínu hvort svo verður. Þeir sem ekki fallast á málsmeðferð af þessu tagi eru í reynd andvígir því yfirhöfuð að nota þjóðaratkvæðagreiðslur. Þau rök sem aðildarandstæðingar beita nú til að hræða forystu ríkisstjórnarinnar frá því að standa við loforðið um þjóðaratkvæði standast einfaldlega ekki. Kjörið er að halda þjóðaratkvæðagreiðsluna samhliða sveitarstjórnarkosningum í vor. Það er ódýrt og styttir þann tíma sem málið hangir í lausu lofti.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun