Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar 3. nóvember 2025 14:01 Evrópa liggur nú eins og lúinn hermaður sem heldur enn á bandaríska fánanum – ekki af heilindum, heldur af gömlum vana. Áratuga blind fylgni hefur gert álfuna að fylgitungli Washington, ekki samstarfsaðila. Sjálfstæðið er horfið. Orkan er horfin. Auðlindirnar eru horfnar. Í fangi Evrópu hvíla nú skuldir, landlaust flóttafólk og klofningur samfélaga. Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO, stendur á sviði og kallar Trump „Daddy“ með bros á vör. Þetta er vandræðaleg undirgefni. Leiðtogi álfunnar talar við forseta Bandaríkjanna eins og barn við föður. Eigum við að hlæja eða gráta? Stríð hinna viljugu þjóða Írak. Afganistan. Líbía. Sýrland.Bandaríkin héldu um gikkinn, en Evrópa situr uppi með mótmæli, sundrungu og samfélög sem voru ekki tilbúin að taka á móti fórnarkostnaði stríðanna sem þau studdu.Bandaríkin fengu olíuna, græddu á vopnasölu og selja okkur enn söguna um að þau hafi tryggt heiminum frelsi – þótt sagan sýni annað: Stríðin voru einfaldlega háð í hagnaðar- og yfirráðaskyni. Stríð eru viðskiptamódel Bandaríkjanna. Þegar Evrópa hætti að kaupa rússneskt gas, opnuðu Bandaríkin markaðstorg og seldu amerískt gas á fimmföldu verði. Þýskar verksmiðjur lokuðu. Störf fluttu til Texas.Evrópa borgaði en Ameríka græddi. Hverskonar vinátta er það? Úkraína – tilraunastofa dauðans Bandarískir vopnaframleiðendur eru í essinu sínu í Úkraínu um þessar mundir. Lockheed Martin prófar nýjar eldflaugar. Raytheon prófar dróna. Boeing prófar gervigreindarvopn. Allt í boði úkraínskra stjórnvalda sem elskuleg bjóða hergagnaframleiðendum að reyna vopn sín í raunaðstæðum. Ameríka græðir og eflir hergetu sína – en Evrópa þrengir að almenningi, safnar skuldum, blóðslettum saklausra og siglir hratt að siðferðislegu gjaldþroti. Suður-Ameríka og Afríka... enn og aftur Næst á dagskrá Bandaríkjanna er Venesúela og Nígería. Sama leikrit og áður. Sama handrit: „frelsi“, „lýðræði“, „öryggi“. En raunverulegu markmiðin eru auðvitað: olía, málmar, upplausn og yfirráð. Asíubúar horfa væntanleg á þennan lifandi harmleik með vorkunn.Evrópa, sem eitt sinn þótti menningarmiðja heimsins, er orðin geld, mállaus og ósjálfstæð með ölluBrussel stjórnar ekki.París stjórnar ekki.Berlín stjórnar ekki.Washington stjórnar. NATO er ekki lengur varnarbandalag – heldur stríðsbandalag. Bandaríkin draga Evrópu blóðuga á eftir sér. Ef Evrópa ætlar að borga áfram brúsann fyrir styrjaldastefnu Bandaríkjanna þá er hún einfaldlega að kalla upplausnina yfir sig. Þetta „vinasamband“ við HEIMSK-veldið er ekki lengur ásættanlegt. Höfundur er leikkona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Evrópa liggur nú eins og lúinn hermaður sem heldur enn á bandaríska fánanum – ekki af heilindum, heldur af gömlum vana. Áratuga blind fylgni hefur gert álfuna að fylgitungli Washington, ekki samstarfsaðila. Sjálfstæðið er horfið. Orkan er horfin. Auðlindirnar eru horfnar. Í fangi Evrópu hvíla nú skuldir, landlaust flóttafólk og klofningur samfélaga. Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO, stendur á sviði og kallar Trump „Daddy“ með bros á vör. Þetta er vandræðaleg undirgefni. Leiðtogi álfunnar talar við forseta Bandaríkjanna eins og barn við föður. Eigum við að hlæja eða gráta? Stríð hinna viljugu þjóða Írak. Afganistan. Líbía. Sýrland.Bandaríkin héldu um gikkinn, en Evrópa situr uppi með mótmæli, sundrungu og samfélög sem voru ekki tilbúin að taka á móti fórnarkostnaði stríðanna sem þau studdu.Bandaríkin fengu olíuna, græddu á vopnasölu og selja okkur enn söguna um að þau hafi tryggt heiminum frelsi – þótt sagan sýni annað: Stríðin voru einfaldlega háð í hagnaðar- og yfirráðaskyni. Stríð eru viðskiptamódel Bandaríkjanna. Þegar Evrópa hætti að kaupa rússneskt gas, opnuðu Bandaríkin markaðstorg og seldu amerískt gas á fimmföldu verði. Þýskar verksmiðjur lokuðu. Störf fluttu til Texas.Evrópa borgaði en Ameríka græddi. Hverskonar vinátta er það? Úkraína – tilraunastofa dauðans Bandarískir vopnaframleiðendur eru í essinu sínu í Úkraínu um þessar mundir. Lockheed Martin prófar nýjar eldflaugar. Raytheon prófar dróna. Boeing prófar gervigreindarvopn. Allt í boði úkraínskra stjórnvalda sem elskuleg bjóða hergagnaframleiðendum að reyna vopn sín í raunaðstæðum. Ameríka græðir og eflir hergetu sína – en Evrópa þrengir að almenningi, safnar skuldum, blóðslettum saklausra og siglir hratt að siðferðislegu gjaldþroti. Suður-Ameríka og Afríka... enn og aftur Næst á dagskrá Bandaríkjanna er Venesúela og Nígería. Sama leikrit og áður. Sama handrit: „frelsi“, „lýðræði“, „öryggi“. En raunverulegu markmiðin eru auðvitað: olía, málmar, upplausn og yfirráð. Asíubúar horfa væntanleg á þennan lifandi harmleik með vorkunn.Evrópa, sem eitt sinn þótti menningarmiðja heimsins, er orðin geld, mállaus og ósjálfstæð með ölluBrussel stjórnar ekki.París stjórnar ekki.Berlín stjórnar ekki.Washington stjórnar. NATO er ekki lengur varnarbandalag – heldur stríðsbandalag. Bandaríkin draga Evrópu blóðuga á eftir sér. Ef Evrópa ætlar að borga áfram brúsann fyrir styrjaldastefnu Bandaríkjanna þá er hún einfaldlega að kalla upplausnina yfir sig. Þetta „vinasamband“ við HEIMSK-veldið er ekki lengur ásættanlegt. Höfundur er leikkona.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun