Verðbólgu þú óttast Pawel Bartoszek skrifar 17. janúar 2014 06:00 „Trúin flytur fjöll“ segir í einum af lygnari málsháttum flestra Evrópumála. En fjöll eru þung. Þunga hluti er erfitt að hreyfa úr stað. Það er lögmál. Þegar ég var ungur langaði mig stundum að verða betri að hlaupa. Ég hafði mikla trú á að þetta snerist aðallega um viljastyrk: Ef ég myndi bara byrja að hlaupa nálægt þeim sem voru alltaf fremstir, halda í við þá og taka svo góðan endasprett þá myndi ég pottþétt verða fyrstur. Sú áætlun gekk aldrei upp. Lungnarýmd og almennt þol hafa víst eitthvað að segja um hlaupagetu, ekki einungis viljastyrkurinn. Menning okkar er full af hetjum sem geta beygt náttúrulögmálin sér í vil með viljastyrkinn einan að vopni. Yoda úr Star Wars (þessi sem setti sögnina aftast í setningu og andlagið fremst þvert á lögmál enskrar málfræði) gat látið hluti svífa með því að beita viljastyrknum einum saman. Þvert á lögmál eðlisfræðinnar.Vítahringur þjóðarsátta Sú hugmynd að við Íslendingar getum gert hluti í krafti smæðarinnar er okkur stundum til bölvunar. Ekki veit ég hvort það tíðkast mikið í öðrum, stærri hagkerfum að menn láti sig dreyma um að þeir geti spornað við verðbólgunni svona með því að „allir leggist á eitt“. Enginn að hækka verð! Massa þetta svo! Ætli menn þar átti sig ekki betur á því að áætlun sem byggist á því að allir hagi sér eins og einn maður, og flestir gegn eigin hag, er ólíkleg til að halda. Hérlendis erum við bjartsýnni. Þegar verðbólgan nær tveggja stafa tölu er rætt um nauðsyn þjóðarsáttar. Launafólk þarf að sleppa því að fá launahækkun þrátt fyrir hækkandi verðlag. Verslunarmenn þurfa sleppa því að hækka verð þrátt fyrir hækkandi verð á aðföngum. En hvernig finnst okkur þetta hafa gengið? Ætlum við að anda okkur í gegnum þessa hríð og hvað svo? Eftir þjóðarsáttina kemur launaskrið. Svo gengishrun. Síðan verðbólguskot. En, jú, jú, þá má alltaf koma aftur með enn eina þjóðarsáttina. „Til að rjúfa vítahringinn.“Vissir þú að stöðugleiki er góður? Í yfirlýsingu á heimasíðu forsætisráðuneytis frá 10. janúar 2014 segir meðal annars: “Í upphafi ársins hafa borist fréttir af nokkrum hækkunum á verði vöru og þjónustu sem gætu stefnt forsendum kjarasamninga í voða. Ríkisstjórnin hvetur fyrirtæki til að styðja við verðlagsforsendur nýgerðra kjarasamninga.“ Síðar, þegar rætt er um um aðgerðir til að sporna gegn verðbólgunni, segir meðal annars: „Komið verður á fót átaki til að kynna nauðsyn verðstöðugleika.“ Kannski ætti maður ekki að hæðast að svona krúttlegum hugmyndum en er ástæðan fyrir því að verðbólga er að jafnaði hærri á Íslandi en í löndunum í kringum okkur sú að hér á landi sé fólk ekki jafnmeðvitað um „nauðsyn verðstöðugleika“? Virkilega?Markaðslögmál Hvort sem um er að ræða verð á smávöru, verð fyrir þjónustu eða laun, ræðst flest af þessu á endanum af framboði og eftirspurn. Eftir hrun tók fólk á sig launalækkun frekar en að missa vinnuna. Nú fer bráðum að verða líklegra að fyrirtæki þurfi að leggja út í launahækkanir til að missa ekki starfsfólk. Þá vantaði vinnu, nú fer að vanta fólk í vinnu. Bakari mun selja brauðið á eins háu verði og hann kemst upp með. Hveitiframleiðandinn mun selja honum hveitið á eins háu verði og hann kemst upp með. Þess vegna er fínt mál að samtök launþega eða neytenda fylgist með verðlagi til að fólk komist þá ekki upp með jafnhátt verð. Samkeppni heldur verði niðri. En ég hef litla trú á því að vitundarherferð stjórnvalda geri það. Ríkisstjórnin hefur ýmis tæki til að efla samkeppni og lækka vöruverð. Hún getur lækkað og lagt af ýmsa neysluskatta sem seinasta stjórn kom á eða hækkaði. Hún getur einfaldað regluverkið og gert nýjum aðilum auðveldara að koma inn á markaðinn. Loks getur hún opnað fyrir innflutning á matvælum erlendis frá. Já, hvernig væri það? Þegar markaðir í stýrðum hagkerfum klikka er algengt að menn kenni einhverju kjaftæði um, til dæmis okri kaupmanna eða hamstri neytenda. En þegar á hólminn er komið eru skýringarnar alltaf markaðslegs eðlis. Við tæklum ekki verðbólgu með sjálfsaga og viljastyrk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun
„Trúin flytur fjöll“ segir í einum af lygnari málsháttum flestra Evrópumála. En fjöll eru þung. Þunga hluti er erfitt að hreyfa úr stað. Það er lögmál. Þegar ég var ungur langaði mig stundum að verða betri að hlaupa. Ég hafði mikla trú á að þetta snerist aðallega um viljastyrk: Ef ég myndi bara byrja að hlaupa nálægt þeim sem voru alltaf fremstir, halda í við þá og taka svo góðan endasprett þá myndi ég pottþétt verða fyrstur. Sú áætlun gekk aldrei upp. Lungnarýmd og almennt þol hafa víst eitthvað að segja um hlaupagetu, ekki einungis viljastyrkurinn. Menning okkar er full af hetjum sem geta beygt náttúrulögmálin sér í vil með viljastyrkinn einan að vopni. Yoda úr Star Wars (þessi sem setti sögnina aftast í setningu og andlagið fremst þvert á lögmál enskrar málfræði) gat látið hluti svífa með því að beita viljastyrknum einum saman. Þvert á lögmál eðlisfræðinnar.Vítahringur þjóðarsátta Sú hugmynd að við Íslendingar getum gert hluti í krafti smæðarinnar er okkur stundum til bölvunar. Ekki veit ég hvort það tíðkast mikið í öðrum, stærri hagkerfum að menn láti sig dreyma um að þeir geti spornað við verðbólgunni svona með því að „allir leggist á eitt“. Enginn að hækka verð! Massa þetta svo! Ætli menn þar átti sig ekki betur á því að áætlun sem byggist á því að allir hagi sér eins og einn maður, og flestir gegn eigin hag, er ólíkleg til að halda. Hérlendis erum við bjartsýnni. Þegar verðbólgan nær tveggja stafa tölu er rætt um nauðsyn þjóðarsáttar. Launafólk þarf að sleppa því að fá launahækkun þrátt fyrir hækkandi verðlag. Verslunarmenn þurfa sleppa því að hækka verð þrátt fyrir hækkandi verð á aðföngum. En hvernig finnst okkur þetta hafa gengið? Ætlum við að anda okkur í gegnum þessa hríð og hvað svo? Eftir þjóðarsáttina kemur launaskrið. Svo gengishrun. Síðan verðbólguskot. En, jú, jú, þá má alltaf koma aftur með enn eina þjóðarsáttina. „Til að rjúfa vítahringinn.“Vissir þú að stöðugleiki er góður? Í yfirlýsingu á heimasíðu forsætisráðuneytis frá 10. janúar 2014 segir meðal annars: “Í upphafi ársins hafa borist fréttir af nokkrum hækkunum á verði vöru og þjónustu sem gætu stefnt forsendum kjarasamninga í voða. Ríkisstjórnin hvetur fyrirtæki til að styðja við verðlagsforsendur nýgerðra kjarasamninga.“ Síðar, þegar rætt er um um aðgerðir til að sporna gegn verðbólgunni, segir meðal annars: „Komið verður á fót átaki til að kynna nauðsyn verðstöðugleika.“ Kannski ætti maður ekki að hæðast að svona krúttlegum hugmyndum en er ástæðan fyrir því að verðbólga er að jafnaði hærri á Íslandi en í löndunum í kringum okkur sú að hér á landi sé fólk ekki jafnmeðvitað um „nauðsyn verðstöðugleika“? Virkilega?Markaðslögmál Hvort sem um er að ræða verð á smávöru, verð fyrir þjónustu eða laun, ræðst flest af þessu á endanum af framboði og eftirspurn. Eftir hrun tók fólk á sig launalækkun frekar en að missa vinnuna. Nú fer bráðum að verða líklegra að fyrirtæki þurfi að leggja út í launahækkanir til að missa ekki starfsfólk. Þá vantaði vinnu, nú fer að vanta fólk í vinnu. Bakari mun selja brauðið á eins háu verði og hann kemst upp með. Hveitiframleiðandinn mun selja honum hveitið á eins háu verði og hann kemst upp með. Þess vegna er fínt mál að samtök launþega eða neytenda fylgist með verðlagi til að fólk komist þá ekki upp með jafnhátt verð. Samkeppni heldur verði niðri. En ég hef litla trú á því að vitundarherferð stjórnvalda geri það. Ríkisstjórnin hefur ýmis tæki til að efla samkeppni og lækka vöruverð. Hún getur lækkað og lagt af ýmsa neysluskatta sem seinasta stjórn kom á eða hækkaði. Hún getur einfaldað regluverkið og gert nýjum aðilum auðveldara að koma inn á markaðinn. Loks getur hún opnað fyrir innflutning á matvælum erlendis frá. Já, hvernig væri það? Þegar markaðir í stýrðum hagkerfum klikka er algengt að menn kenni einhverju kjaftæði um, til dæmis okri kaupmanna eða hamstri neytenda. En þegar á hólminn er komið eru skýringarnar alltaf markaðslegs eðlis. Við tæklum ekki verðbólgu með sjálfsaga og viljastyrk.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun