Björgvin Páll: Ég er í fínni vinnu Henry Birgir Gunnarsson í Herning skrifar 20. janúar 2014 08:00 Björgvin Páll Gústavsson hefur varið 19 skot í síðustu tveimur leikjum Íslands á EM í Danmörku og hefur því haft fullt af ástæðum til að fagna eins og hann gerir á myndinni hér fyrir ofan. Vísir/Daníel Björgvin Páll Gústavsson hefur farið mikinn í síðustu tveimur leikjum Íslands á EM og hann þarf að halda uppteknum hætti gegn Makedóníu í dag. „Við erum aðeins byrjaðir að stúdera þá og munum halda því áfram í dag,“ sagði Björgvin Páll eftir æfingu Íslands í gær en hún var tekin í hádeginu. Það var afslappað andrúmsloft á æfingunni og allir léttir og kátir.Þarf að lesa Lazarov Besti leikmaður Makedóna er örvhenta stórskyttan Kiril Lazarov sem leikur með Barcelona. Björgvin þarf að lesa hann og koma í veg fyrir að hann skjóti íslenska liðið í kaf. „Makedónar eru með klóka leikmenn. Þeir spila leiðinlegan handbolta en eru með frábæra leikmenn eins og Lazarov. Það þarf að halda fókus og mjög mikilvægt að hefja leikinn vel gegn þeim. Svona lið á það til að gefast upp og því er mikilvægt að sýna styrk okkar og íslenska hjartað strax í byrjun. Því lengur sem þeir hanga inni í leiknum, þeim mun erfiðara verður þetta fyrir okkur.“ Fólki finnst oft skrítið að það séu til menn sem vilja fá boltann í sig á yfir hundrað kílómetra hraða. Það er einmitt fátt sem gleður Björgvin eins mikið. „Það er skringileg atvinna að vera fyrir. Ég fæ borgað ágætlega fyrir það og fæ að vera í landsliðinu. Ég er því í fínni vinnu,“ sagði Björgvin brosmildur.Mega ekki fá blóð á tennurnar Þó að Makedóníumenn hafi verið þungir og arfaslakir í tapi gegn Ungverjum í fyrsta leik milliriðilsins, þá tekur Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari liðið mjög alvarlega en liðin mætast klukkan þrjú að íslenskum tíma. „Við vitum að þeir eru stórhættulegir. Við spiluðum erfiðan leik gegn þeim á HM í fyrra. Þetta verður annað stríð. Þeir virkuðu vissulega þreyttir gegn Ungverjum. Byrjuðu af krafti og svo dró af þeim. Það er því mikilvægt að við byrjum af krafti og gefum þeim ekki blóð á tennurnar. Þá verða þeir stórhættulegir,“ segir Aron, en hvað með hinn hæga leik makedónska liðsins? „Ef þeir fá að spila langar sóknir þá eru þeir líka hættulegir. Við þurfum að fá upp hraða í leikinn. Keyra í bakið á þeim og láta þá hlaupa. Vörnin sem þeir hafa verið að spila hentar okkur líka mjög vel.“Einn besti leikmaður heims Aron segir að það þurfi að hafa góðar gætur á fleirum en Kiril Lazarov í liði Makedóna. „Hann er einn besti leikmaður heims. Línumennirnir eru sterkir. Miðjumaðurinn er góður einn á móti einum og markvörðurinn mjög góður. Þetta verður hörkuleikur.“ EM 2014 karla Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Körfubolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata Handbolti Fleiri fréttir „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Sjá meira
Björgvin Páll Gústavsson hefur farið mikinn í síðustu tveimur leikjum Íslands á EM og hann þarf að halda uppteknum hætti gegn Makedóníu í dag. „Við erum aðeins byrjaðir að stúdera þá og munum halda því áfram í dag,“ sagði Björgvin Páll eftir æfingu Íslands í gær en hún var tekin í hádeginu. Það var afslappað andrúmsloft á æfingunni og allir léttir og kátir.Þarf að lesa Lazarov Besti leikmaður Makedóna er örvhenta stórskyttan Kiril Lazarov sem leikur með Barcelona. Björgvin þarf að lesa hann og koma í veg fyrir að hann skjóti íslenska liðið í kaf. „Makedónar eru með klóka leikmenn. Þeir spila leiðinlegan handbolta en eru með frábæra leikmenn eins og Lazarov. Það þarf að halda fókus og mjög mikilvægt að hefja leikinn vel gegn þeim. Svona lið á það til að gefast upp og því er mikilvægt að sýna styrk okkar og íslenska hjartað strax í byrjun. Því lengur sem þeir hanga inni í leiknum, þeim mun erfiðara verður þetta fyrir okkur.“ Fólki finnst oft skrítið að það séu til menn sem vilja fá boltann í sig á yfir hundrað kílómetra hraða. Það er einmitt fátt sem gleður Björgvin eins mikið. „Það er skringileg atvinna að vera fyrir. Ég fæ borgað ágætlega fyrir það og fæ að vera í landsliðinu. Ég er því í fínni vinnu,“ sagði Björgvin brosmildur.Mega ekki fá blóð á tennurnar Þó að Makedóníumenn hafi verið þungir og arfaslakir í tapi gegn Ungverjum í fyrsta leik milliriðilsins, þá tekur Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari liðið mjög alvarlega en liðin mætast klukkan þrjú að íslenskum tíma. „Við vitum að þeir eru stórhættulegir. Við spiluðum erfiðan leik gegn þeim á HM í fyrra. Þetta verður annað stríð. Þeir virkuðu vissulega þreyttir gegn Ungverjum. Byrjuðu af krafti og svo dró af þeim. Það er því mikilvægt að við byrjum af krafti og gefum þeim ekki blóð á tennurnar. Þá verða þeir stórhættulegir,“ segir Aron, en hvað með hinn hæga leik makedónska liðsins? „Ef þeir fá að spila langar sóknir þá eru þeir líka hættulegir. Við þurfum að fá upp hraða í leikinn. Keyra í bakið á þeim og láta þá hlaupa. Vörnin sem þeir hafa verið að spila hentar okkur líka mjög vel.“Einn besti leikmaður heims Aron segir að það þurfi að hafa góðar gætur á fleirum en Kiril Lazarov í liði Makedóna. „Hann er einn besti leikmaður heims. Línumennirnir eru sterkir. Miðjumaðurinn er góður einn á móti einum og markvörðurinn mjög góður. Þetta verður hörkuleikur.“
EM 2014 karla Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Körfubolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata Handbolti Fleiri fréttir „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Sjá meira