Frammistaðan á EM sigur fyrir Aron Henry Birgir Gunnarsson í Herning skrifar 21. janúar 2014 06:00 Sverre Jakobsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson taka hér á skyttunni Filip Mirkulovski sem skoraði þrjú mörk fyrir Makedóníu í gær. fréttablaðið/daníel Það tók sinn tíma en hundleiðinlegt handboltalið Makedóna var lagt á elleftu stundu með marki nýliðans Gunnars Steins Jónssonar. Leikurinn tók á en sigur Íslands var sanngjarn. Stefnan var að koma til leiks með látum. Keyra yfir þunga Makedóna og skilja þá eftir í rykinu. Er óhætt að segja að það hafi ekki gengið eftir. Strákarnir okkar voru þeir sem mættu þungir og voru hreinlega sofandi. Er þeir vöknuðu var staðan orðin 4-0 fyrir Makedóna. Smám saman tóku þeir þó við sér og Björgvin Páll og Ásgeir Örn ákváðu í sameiningu að taka leikinn yfir. Þeir léku á als oddi. Ásgeir skoraði frábær mörk og bjó nánast öll hin mörkin til á meðan Björgvin skellti í lás í markinu. Hann varði eina fjórtán bolta í hálfleiknum og Ásgeir kom að um tíu mörkum. Ísland jafnaði, 7-7, eftir nítján mínútna leik og var komið yfir skömmu síðar. Strákarnir höfðu svo þriggja marka forystu í leikhléi, 14-11. Frábær viðsnúningur eftir afar þunga og erfiða byrjun. Síðari hálfleikur byrjaði því miður nákvæmlega eins og sá fyrri. Makedónar skoruðu fyrstu þrjú mörkin og jöfnuðu leikinn. Það var smá basl á sóknarleiknum og Björgvin ekki í sama stuði og í fyrri hálfleik. Strákarnir hleyptu þó Makedónum aldrei fram úr sér en þeir voru samt aldrei langt undan. Strákunum gekk ekkert að hrista þá almennilega af sér. Mikil spenna var undir lokin en Gunnar Steinn Jónsson skoraði sigurmarkið nokkrum sekúndum fyrir leikslok. Vel útfærð sókn og nýliðinn brást ekki á ögurstundu. Enn einn sigurinn staðreynd og meiðslum hrjáð lið Íslands heldur áfram að gera flotta hluti í Danmörku. Ásgeir Örn vex með hverri raun á þessu móti og hefur spilað frábærlega. Sérstaklega aðdáunarverð frammistaða í ljósi þess að hann hefur nánast ekki spilað neinn handbolta í vetur. Hann og Rúnar mynda fínt par og allar áhyggjur af hægri vængnum fyrir mót voru óþarfar. Björgvin Páll átti enn einn stórleikinn en hann hefur verið frábær í öllum leikjum nema einum á mótinu. Fyrirliðinn Guðjón Valur var ekki fjarri því að spila þriðja leikinn í röð með hundrað prósent skotnýtingu. Enn og aftur stórkostlegt mót hjá járnmanninum okkar sem bregst aldrei. Róberti hefur vaxið ásmegin með hverjum leik og hann er að finna taktinn. Svo er gaman að sjá óreyndu strákana koma inn fulla af sjálfstrausti og leysa sín hlutverk vel í hverjum leiknum af öðrum. Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari hefur stýrt liðinu stórkostlega á þessu móti. Nær að rúlla liðinu vel og fær allt sem hann vill út úr mönnum. Núna sigur gegn fínu liði Makedóníu og það án Arons Pálmarssonar sem gat rétt leikið fyrstu mínútur leiksins. Frammistaðan á mótinu hingað til er mikill sigur fyrir hann. EM 2014 karla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Það tók sinn tíma en hundleiðinlegt handboltalið Makedóna var lagt á elleftu stundu með marki nýliðans Gunnars Steins Jónssonar. Leikurinn tók á en sigur Íslands var sanngjarn. Stefnan var að koma til leiks með látum. Keyra yfir þunga Makedóna og skilja þá eftir í rykinu. Er óhætt að segja að það hafi ekki gengið eftir. Strákarnir okkar voru þeir sem mættu þungir og voru hreinlega sofandi. Er þeir vöknuðu var staðan orðin 4-0 fyrir Makedóna. Smám saman tóku þeir þó við sér og Björgvin Páll og Ásgeir Örn ákváðu í sameiningu að taka leikinn yfir. Þeir léku á als oddi. Ásgeir skoraði frábær mörk og bjó nánast öll hin mörkin til á meðan Björgvin skellti í lás í markinu. Hann varði eina fjórtán bolta í hálfleiknum og Ásgeir kom að um tíu mörkum. Ísland jafnaði, 7-7, eftir nítján mínútna leik og var komið yfir skömmu síðar. Strákarnir höfðu svo þriggja marka forystu í leikhléi, 14-11. Frábær viðsnúningur eftir afar þunga og erfiða byrjun. Síðari hálfleikur byrjaði því miður nákvæmlega eins og sá fyrri. Makedónar skoruðu fyrstu þrjú mörkin og jöfnuðu leikinn. Það var smá basl á sóknarleiknum og Björgvin ekki í sama stuði og í fyrri hálfleik. Strákarnir hleyptu þó Makedónum aldrei fram úr sér en þeir voru samt aldrei langt undan. Strákunum gekk ekkert að hrista þá almennilega af sér. Mikil spenna var undir lokin en Gunnar Steinn Jónsson skoraði sigurmarkið nokkrum sekúndum fyrir leikslok. Vel útfærð sókn og nýliðinn brást ekki á ögurstundu. Enn einn sigurinn staðreynd og meiðslum hrjáð lið Íslands heldur áfram að gera flotta hluti í Danmörku. Ásgeir Örn vex með hverri raun á þessu móti og hefur spilað frábærlega. Sérstaklega aðdáunarverð frammistaða í ljósi þess að hann hefur nánast ekki spilað neinn handbolta í vetur. Hann og Rúnar mynda fínt par og allar áhyggjur af hægri vængnum fyrir mót voru óþarfar. Björgvin Páll átti enn einn stórleikinn en hann hefur verið frábær í öllum leikjum nema einum á mótinu. Fyrirliðinn Guðjón Valur var ekki fjarri því að spila þriðja leikinn í röð með hundrað prósent skotnýtingu. Enn og aftur stórkostlegt mót hjá járnmanninum okkar sem bregst aldrei. Róberti hefur vaxið ásmegin með hverjum leik og hann er að finna taktinn. Svo er gaman að sjá óreyndu strákana koma inn fulla af sjálfstrausti og leysa sín hlutverk vel í hverjum leiknum af öðrum. Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari hefur stýrt liðinu stórkostlega á þessu móti. Nær að rúlla liðinu vel og fær allt sem hann vill út úr mönnum. Núna sigur gegn fínu liði Makedóníu og það án Arons Pálmarssonar sem gat rétt leikið fyrstu mínútur leiksins. Frammistaðan á mótinu hingað til er mikill sigur fyrir hann.
EM 2014 karla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira