Fylkjum liði í menntamálum Skúli Helgason skrifar 21. janúar 2014 06:00 Skólamál eru einn mikilvægasti málaflokkur stjórnmálanna og geta skipt sköpum fyrir velferð og hagsæld samfélagsins. Verulegu fjármagni er varið til menntamála, einkum þeirra skólastiga sem eru á forræði sveitarfélaga. Í leikskólum og grunnskólum er unnið gott starf, sem birtist í jákvæðum viðhorfum nemenda og forelda. En miklar áskoranir felast í brotthvarfi nemenda úr framhaldsskólum, háu hlutfalli drengja sem ekki nýtur sín í skóla, fjölbreytileika nemendahópsins og óviðunandi starfskjörum kennara. Umræða um þessi atriði hefur staðið árum saman en árangur lætur á sér standa – kannski vegna þess að við hlustum ekki nægilega vel á fagfólkið sem vinnur verkin.Forgangsverkefni Ný PISA-könnun sýnir að staða íslenskra nemenda hefur versnað í undirstöðugreinum, einkum á landsbyggðinni. Í Reykjavík er árangur nemenda í stærðfræði yfir meðaltali Norðurlanda en undir í lestri og náttúrufræði. Sérstaklega hallar þar á drengi sem rímar við nýlegar niðurstöður um að 30% drengja geti ekki lesið sér til gagns við lok grunnskóla. Afleiðingarnar eru afdrifaríkar fyrir ungt fólk á leið út í lífið. Það verður að vera forgangsverkefni að efla læsi og lesskilning allra barna og beita þeim aðferðum sem skila árangri.Leið til jafnaðar Ég er jafnaðarmaður og trúi því að samfélaginu farnist best ef allir hafa jöfn tækifæri til að láta drauma sína rætast. Það er krefjandi markmið en leiðin að því liggur um menntakerfið, þar getum við og eigum að nesta börnin okkar fyrir framtíðina. Það eru ekki önnur tækifæri til að leggja grunninn. Árangur mun á endanum ráðast af því að stjórnvöld og fagfólk í skólum vinni saman að mótun markmiða og aðgerða, þar með talið um hvernig megi auka veg og virðingu kennarastarfsins. Ég er tilbúinn að leggja mitt af mörkum við að mynda slíka breiðfylkingu. Ég býð mig fram í flokksvali Samfylkingarinnar 7.-8. febrúar, ekki síst til að beita mér í þessum mikilvæga málaflokki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Mest lesið Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Skjótfenginn gróði í boði íslensks almennings Kristrún Frostadóttir Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Skólamál eru einn mikilvægasti málaflokkur stjórnmálanna og geta skipt sköpum fyrir velferð og hagsæld samfélagsins. Verulegu fjármagni er varið til menntamála, einkum þeirra skólastiga sem eru á forræði sveitarfélaga. Í leikskólum og grunnskólum er unnið gott starf, sem birtist í jákvæðum viðhorfum nemenda og forelda. En miklar áskoranir felast í brotthvarfi nemenda úr framhaldsskólum, háu hlutfalli drengja sem ekki nýtur sín í skóla, fjölbreytileika nemendahópsins og óviðunandi starfskjörum kennara. Umræða um þessi atriði hefur staðið árum saman en árangur lætur á sér standa – kannski vegna þess að við hlustum ekki nægilega vel á fagfólkið sem vinnur verkin.Forgangsverkefni Ný PISA-könnun sýnir að staða íslenskra nemenda hefur versnað í undirstöðugreinum, einkum á landsbyggðinni. Í Reykjavík er árangur nemenda í stærðfræði yfir meðaltali Norðurlanda en undir í lestri og náttúrufræði. Sérstaklega hallar þar á drengi sem rímar við nýlegar niðurstöður um að 30% drengja geti ekki lesið sér til gagns við lok grunnskóla. Afleiðingarnar eru afdrifaríkar fyrir ungt fólk á leið út í lífið. Það verður að vera forgangsverkefni að efla læsi og lesskilning allra barna og beita þeim aðferðum sem skila árangri.Leið til jafnaðar Ég er jafnaðarmaður og trúi því að samfélaginu farnist best ef allir hafa jöfn tækifæri til að láta drauma sína rætast. Það er krefjandi markmið en leiðin að því liggur um menntakerfið, þar getum við og eigum að nesta börnin okkar fyrir framtíðina. Það eru ekki önnur tækifæri til að leggja grunninn. Árangur mun á endanum ráðast af því að stjórnvöld og fagfólk í skólum vinni saman að mótun markmiða og aðgerða, þar með talið um hvernig megi auka veg og virðingu kennarastarfsins. Ég er tilbúinn að leggja mitt af mörkum við að mynda slíka breiðfylkingu. Ég býð mig fram í flokksvali Samfylkingarinnar 7.-8. febrúar, ekki síst til að beita mér í þessum mikilvæga málaflokki.
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar