Lítið meira að sækja Ólafur Þ. Stephensen skrifar 24. janúar 2014 00:00 Ákaflega snúin staða er komin upp á vinnumarkaðnum eftir að félög hátt í helmings Alþýðusambandsfólks felldu nýgerða kjarasamninga. Það er raunveruleg hætta á að sú tilraun til að auka kaupmátt með því að varðveita stöðugleika og koma í veg fyrir verðhækkanir fari út um þúfur. Í samningunum sem gerðir voru fyrir jól fullnýttu fyrirtækin í landinu það svigrúm sem þau höfðu til að hækka laun. Hefðu þau samið um meiri hækkanir hefðu þau þurft að útvega sér meiri tekjur með því að hækka verð á vöru og þjónustu. Félögin sem felldu samningana munu ekki sækja sér neinar frekari launahækkanir sem ekki velta út í verðlagið og éta þannig sjálfar sig upp. Knýi þau fram meiri hækkun munu félögin sem samþykktu samningana að sjálfsögðu ekki sætta sig við minna. Slík niðurstaða myndi hleypa verðbólgunni af stað og allt væri unnið til einskis. Er það virkilega það sem þeir vilja sem sögðu nei við samningunum? Að jafnmörg félög og raun ber vitni skyldu fella samningana má skrifa á tvennt; annars vegar ábyrgðarlausan málflutning sumra verkalýðsleiðtoga og hins vegar verð- og gjaldskrárhækkanir fyrirtækja, ríkisins og sveitarfélaga sem drógu úr trú fólks á því að markmið samninganna myndu halda. Athygli vekur að á „svarta lista“ ASÍ yfir fyrirtæki og stofnanir sem neita að draga verðhækkanir til baka er helmingurinn í eigu ríkis og sveitarfélaga. Það er talsvert til í því sem Sigurður Bessason, talsmaður Flóabandalagsins, sagði í fjölmiðlum í gær; að ríkisstjórnin gekk ekki á undan með nógu skýru fordæmi um að draga gjaldskrárhækkanir til baka. Hún hefði átt að grípa til aðgerða mun fyrr til að auka traust almennings á því að hægt yrði að halda verðlagi í skefjum. Framundan eru erfiðar kjarasamningaviðræður við ríkisstarfsmenn. Hið opinbera getur ekki leyft sér að láta þá hafa meiri hækkanir en samið hefur verið um á almenna markaðnum, nema þá að á móti náist skipulagsbreytingar eða hagræðing sem sparar ríkinu peninga. Annars þarf bara að fækka opinberum starfsmönnum enn meira en ella eða þá að hækka skatta. Það er vandséð hvernig á að höggva á hnútinn sem þetta mál er komið í. Ríkisstjórnin gæti hugsanlega gefið meira eftir í skattamálum, til dæmis með að fallast á þá hækkun persónuafsláttarins sem verkalýðshreyfingin krafðist. Það myndi hins vegar útheimta meiri niðurskurð hjá ríkinu ef ekki ætti að stefna markmiðum um hallalausan rekstur ríkissjóðs í hættu – og jafnvægi í ríkisfjármálunum er líka mikilvægt hagsmunamál heimilanna í landinu. Þeir sem nú fara fram með kröfur um launahækkanir sem engin innistæða er fyrir, hvorki hjá fyrirtækjunum í landinu né hinu opinbera, hljóta að átta sig á því að slíkir samningar skila launafólki á endanum nákvæmlega ekki neinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun
Ákaflega snúin staða er komin upp á vinnumarkaðnum eftir að félög hátt í helmings Alþýðusambandsfólks felldu nýgerða kjarasamninga. Það er raunveruleg hætta á að sú tilraun til að auka kaupmátt með því að varðveita stöðugleika og koma í veg fyrir verðhækkanir fari út um þúfur. Í samningunum sem gerðir voru fyrir jól fullnýttu fyrirtækin í landinu það svigrúm sem þau höfðu til að hækka laun. Hefðu þau samið um meiri hækkanir hefðu þau þurft að útvega sér meiri tekjur með því að hækka verð á vöru og þjónustu. Félögin sem felldu samningana munu ekki sækja sér neinar frekari launahækkanir sem ekki velta út í verðlagið og éta þannig sjálfar sig upp. Knýi þau fram meiri hækkun munu félögin sem samþykktu samningana að sjálfsögðu ekki sætta sig við minna. Slík niðurstaða myndi hleypa verðbólgunni af stað og allt væri unnið til einskis. Er það virkilega það sem þeir vilja sem sögðu nei við samningunum? Að jafnmörg félög og raun ber vitni skyldu fella samningana má skrifa á tvennt; annars vegar ábyrgðarlausan málflutning sumra verkalýðsleiðtoga og hins vegar verð- og gjaldskrárhækkanir fyrirtækja, ríkisins og sveitarfélaga sem drógu úr trú fólks á því að markmið samninganna myndu halda. Athygli vekur að á „svarta lista“ ASÍ yfir fyrirtæki og stofnanir sem neita að draga verðhækkanir til baka er helmingurinn í eigu ríkis og sveitarfélaga. Það er talsvert til í því sem Sigurður Bessason, talsmaður Flóabandalagsins, sagði í fjölmiðlum í gær; að ríkisstjórnin gekk ekki á undan með nógu skýru fordæmi um að draga gjaldskrárhækkanir til baka. Hún hefði átt að grípa til aðgerða mun fyrr til að auka traust almennings á því að hægt yrði að halda verðlagi í skefjum. Framundan eru erfiðar kjarasamningaviðræður við ríkisstarfsmenn. Hið opinbera getur ekki leyft sér að láta þá hafa meiri hækkanir en samið hefur verið um á almenna markaðnum, nema þá að á móti náist skipulagsbreytingar eða hagræðing sem sparar ríkinu peninga. Annars þarf bara að fækka opinberum starfsmönnum enn meira en ella eða þá að hækka skatta. Það er vandséð hvernig á að höggva á hnútinn sem þetta mál er komið í. Ríkisstjórnin gæti hugsanlega gefið meira eftir í skattamálum, til dæmis með að fallast á þá hækkun persónuafsláttarins sem verkalýðshreyfingin krafðist. Það myndi hins vegar útheimta meiri niðurskurð hjá ríkinu ef ekki ætti að stefna markmiðum um hallalausan rekstur ríkissjóðs í hættu – og jafnvægi í ríkisfjármálunum er líka mikilvægt hagsmunamál heimilanna í landinu. Þeir sem nú fara fram með kröfur um launahækkanir sem engin innistæða er fyrir, hvorki hjá fyrirtækjunum í landinu né hinu opinbera, hljóta að átta sig á því að slíkir samningar skila launafólki á endanum nákvæmlega ekki neinu.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun