Hleypur á tartani í reiðhöllinni á Króknum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. janúar 2014 06:00 Jóhann Björn, til vinstri, á góðum spretti í Laugardalshöllinni fyrr í mánuðinum. Mynd/Gunnlaugur Júlíusson „Það kom mér á óvart að vinna en tíminn kom ekki á óvart. Ég átti von á því að fara undir sjö sekúndur. Mér fannst ég eiga það inni,“ segir Jóhann Björn Sigurbjörnsson úr Ungmennasambandi Skagafjarðar. Spretthlauparinn, sem verður nítján ára í næsta mánuði, kom, sá og sigraði í 60 metra hlaupinu á Reykjavíkurleikunum um síðustu helgi. Tíminn var 6,96 sekúndur sem er sá besti sem Íslendingur hefur náð í greininni frá 2009. „Ég var í hálskirtlatöku í jólafríinu og frá æfingum í tvær vikur. En það er nú bara þannig að þegar maður er frá í stuttan tíma þá kemur maður ferskur til baka. Það hafði því ekki mikil áhrif,“ segir Jóhann Björn sem kemur greinilega vel undan vetri. Jóhann Björn og félagar á Sauðárkróki æfa í reiðhöllinni þar í bæ og segir sá fótfrái aðstæðurnar fyrsta flokks. „Það er auðvitað miklu betra en að æfa úti í frostinu,“ segir Jóhann Björn en UMSS er með renninga með tartan undirlagi sem þeir leggja á gólfið. Svo brunar frjálsíþróttafólkið af Króknum einu sinni í viku í Varmahlíð og æfir með sveitungum sínum. „Þetta eru sex renningar þannig að ég get hlaupið sextíu metrana.“ Jóhann æfir undir leiðsögn Sigurðar Arnars Björnssonar og ber honum vel söguna. „Hann er búinn að gera mjög mikið fyrir mig og á mikinn þátt í því hvar ég er í dag,“ segir Jóhann. Athygli vakti að Jóhann Björn kom í mark á undan Kolbeini Heði Gunnarssyni, jafnaldra sínum og Íslandsmeistara í 100 metra hlaupi í fyrra, sem æfir og keppir með Ungmennafélagi Akureyrar. „Ég hef unnið hann einu sinni áður,“ segir Jóhann. Hann bendir á að Kolbeinn sé sterkastur í lengri spretthlaupunum, 200 og 400 metrunum, en það séu greinar sem hann sjálfur eigi eftir að fínstilla. Jóhann Björn verður ekki á meðal keppenda á Stórmóti ÍR um helgina vegna eymsla í hné en mætir svo sterkur til leiks á Meistaramótið innanhúss um aðra helgi. „Þá langar mig að bæta mig enn þá meira,“ segir Jóhann Björn sem vinnur í því að bæta sig í ræsingunni. Þar sé hann of hægur. „Mig vantar meiri kraft og þarf að fínpússa það.“ Jóhann Björn var nýkominn úr skólanum þegar blaðamaður heyrði í honum hljóðið í vikunni. Æfing var á dagskránni seinni partinn en áður en að því kom þurfti að skella sér í bændahlutverkið. „Ég er á leiðinni í fjárhúsin og hesthúsin fyrir pabba af því hann er veikur. Mamma og pabbi eru hobbíbændur með um tuttugu hesta og kindur,“ sagði Sauðkrækingurinn eldhress. Frjálsar íþróttir Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Sjá meira
„Það kom mér á óvart að vinna en tíminn kom ekki á óvart. Ég átti von á því að fara undir sjö sekúndur. Mér fannst ég eiga það inni,“ segir Jóhann Björn Sigurbjörnsson úr Ungmennasambandi Skagafjarðar. Spretthlauparinn, sem verður nítján ára í næsta mánuði, kom, sá og sigraði í 60 metra hlaupinu á Reykjavíkurleikunum um síðustu helgi. Tíminn var 6,96 sekúndur sem er sá besti sem Íslendingur hefur náð í greininni frá 2009. „Ég var í hálskirtlatöku í jólafríinu og frá æfingum í tvær vikur. En það er nú bara þannig að þegar maður er frá í stuttan tíma þá kemur maður ferskur til baka. Það hafði því ekki mikil áhrif,“ segir Jóhann Björn sem kemur greinilega vel undan vetri. Jóhann Björn og félagar á Sauðárkróki æfa í reiðhöllinni þar í bæ og segir sá fótfrái aðstæðurnar fyrsta flokks. „Það er auðvitað miklu betra en að æfa úti í frostinu,“ segir Jóhann Björn en UMSS er með renninga með tartan undirlagi sem þeir leggja á gólfið. Svo brunar frjálsíþróttafólkið af Króknum einu sinni í viku í Varmahlíð og æfir með sveitungum sínum. „Þetta eru sex renningar þannig að ég get hlaupið sextíu metrana.“ Jóhann æfir undir leiðsögn Sigurðar Arnars Björnssonar og ber honum vel söguna. „Hann er búinn að gera mjög mikið fyrir mig og á mikinn þátt í því hvar ég er í dag,“ segir Jóhann. Athygli vakti að Jóhann Björn kom í mark á undan Kolbeini Heði Gunnarssyni, jafnaldra sínum og Íslandsmeistara í 100 metra hlaupi í fyrra, sem æfir og keppir með Ungmennafélagi Akureyrar. „Ég hef unnið hann einu sinni áður,“ segir Jóhann. Hann bendir á að Kolbeinn sé sterkastur í lengri spretthlaupunum, 200 og 400 metrunum, en það séu greinar sem hann sjálfur eigi eftir að fínstilla. Jóhann Björn verður ekki á meðal keppenda á Stórmóti ÍR um helgina vegna eymsla í hné en mætir svo sterkur til leiks á Meistaramótið innanhúss um aðra helgi. „Þá langar mig að bæta mig enn þá meira,“ segir Jóhann Björn sem vinnur í því að bæta sig í ræsingunni. Þar sé hann of hægur. „Mig vantar meiri kraft og þarf að fínpússa það.“ Jóhann Björn var nýkominn úr skólanum þegar blaðamaður heyrði í honum hljóðið í vikunni. Æfing var á dagskránni seinni partinn en áður en að því kom þurfti að skella sér í bændahlutverkið. „Ég er á leiðinni í fjárhúsin og hesthúsin fyrir pabba af því hann er veikur. Mamma og pabbi eru hobbíbændur með um tuttugu hesta og kindur,“ sagði Sauðkrækingurinn eldhress.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Sjá meira