Spila íslenska kvikmyndatónlist Gunnar Leó Pálsson skrifar 29. janúar 2014 07:45 Lúðrasveit Þorlákshafnar ætlar að leika kvikmyndatónlist í Hörpu í febrúar. mynd/ágústa ragnarsdóttir og davíð þór guðlaugsson „Við erum að sýna fólki að lúðrasveitir spila ekki eingöngu í skrúðgöngum og á svoleiðis samkomum,“ segir Ása Berglind Hjálmarsdóttir, trompetleikari og meðlimur Lúðrasveitar Þorlákshafnar. Ása Berglind og félagar standa fyrir tónleikum í Norðurljósasal Hörpu 25. febrúar og verður þar leikin alls kyns kvikmyndatónlist. „Við ætlum að spila kvikmyndatónlist, bæði íslenska og erlenda. Af því tilefni að við erum þrjátíu ára í febrúar, fengum við Stefán Örn Gunnlaugsson til að útsetja kvikmyndasyrpu úr íslenskum kvikmyndum og erum við mjög stolt af því,“ segir Ása Berglind. Lúðrasveitin mun leika lög úr kvikmyndum á borð við Engla alheimsins, Stellu í orlofi og Stuðmannamyndinni Með allt á hreinu. Af erlendu efni mun sveitin flytja tónlist úr kvikmyndum á borð við Pirates of the Caribbean, Mary Poppins, Jaws, Star Trek, Star Wars og Harry Potter svo fátt eitt sé nefnt. Í Lúðrasveitinni eru 45 meðlimir en þeir hafa fengið engan annan en Fjallabróðurinn Halldór Gunnar Pálsson til að vera kynnir á tónleikunum. „Hann mun að öllum líkindum bregða sér í ýmis líki úr kvikmyndasögunni í tilefni tónleikanna,“ bætir Ása Berglind við. Lúðrasveitin hefur undanfarið komið fram með Jónasi Sig eftir að þau gáfu út plötuna Þar sem himin ber við haf í sameiningu árið 2012. Miðasala á tónleikana er á midi.is en þeir eru hluti af tónleikaröðinni Lúðraþytur í Hörpu.Miðasala fer fram hér. Tónlist Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Við erum að sýna fólki að lúðrasveitir spila ekki eingöngu í skrúðgöngum og á svoleiðis samkomum,“ segir Ása Berglind Hjálmarsdóttir, trompetleikari og meðlimur Lúðrasveitar Þorlákshafnar. Ása Berglind og félagar standa fyrir tónleikum í Norðurljósasal Hörpu 25. febrúar og verður þar leikin alls kyns kvikmyndatónlist. „Við ætlum að spila kvikmyndatónlist, bæði íslenska og erlenda. Af því tilefni að við erum þrjátíu ára í febrúar, fengum við Stefán Örn Gunnlaugsson til að útsetja kvikmyndasyrpu úr íslenskum kvikmyndum og erum við mjög stolt af því,“ segir Ása Berglind. Lúðrasveitin mun leika lög úr kvikmyndum á borð við Engla alheimsins, Stellu í orlofi og Stuðmannamyndinni Með allt á hreinu. Af erlendu efni mun sveitin flytja tónlist úr kvikmyndum á borð við Pirates of the Caribbean, Mary Poppins, Jaws, Star Trek, Star Wars og Harry Potter svo fátt eitt sé nefnt. Í Lúðrasveitinni eru 45 meðlimir en þeir hafa fengið engan annan en Fjallabróðurinn Halldór Gunnar Pálsson til að vera kynnir á tónleikunum. „Hann mun að öllum líkindum bregða sér í ýmis líki úr kvikmyndasögunni í tilefni tónleikanna,“ bætir Ása Berglind við. Lúðrasveitin hefur undanfarið komið fram með Jónasi Sig eftir að þau gáfu út plötuna Þar sem himin ber við haf í sameiningu árið 2012. Miðasala á tónleikana er á midi.is en þeir eru hluti af tónleikaröðinni Lúðraþytur í Hörpu.Miðasala fer fram hér.
Tónlist Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira