Verða oftar fyrir fordómum Eva Bjarnadóttir skrifar 30. janúar 2014 10:00 Innflytjendur verða mun oftar fyrir fordómafullri hegðun heldur en Íslendingar. fréttablaðið/Vilhelm Mikill meirihluti fólks af erlendum uppruna upplifir reglulega fordóma og mismunun. Í rannsókn sem stóð yfir í tvær vikur árið 2012 voru þátttakendur af bæði erlendum og íslenskum uppruna beðnir um segja frá upplifun sinni af fordómafullri hegðun í sinn garð. Í ljós kom að 93 prósent fólks af erlendum uppruna hafði upplifað einhverjar birtingarmyndir fordóma eða mismununar einu sinni eða oftar á tveggja vikna tímabili en 35 prósent fólks af íslenskum uppruna. Þegar horft er til fjölda tilvika þá vekur athygli að 36 prósent fólks af erlendum uppruna höfðu upplifað slíka hegðun í sinn garð tíu sinnum eða oftar á tímabilinu, Niðurstöður rannsóknarinnar lýsa því að reynsla fólks af erlendum uppruna af íslensku samfélagi er ólík reynslu meirihluta Íslendinga, þar sem fólk af erlendum uppruna upplifi reglulega virðingarleysi og mismunun. Aðeins fimm af 72 erlendum þátttakendum töldu sig ekki hafa upplifað neina fordóma. Flest atvikin áttu sér stað á vinnustað viðkomandi og lýstu þátttakendur líðan sinni eftir atvikin með orðum á borð við misboðið, uppgefin, niðurlægð, einmana, einangruð, vonbrigði, kvíði, grátur og auðmýkjandi.Guðrún Pétursdóttir félagsfræðingur stóð að rannsókninni. Hún segir einkennandi fyrir fordóma að þeir eru oft aðeins sýnilegir þeim sem fyrir þeim verða og er yfirleitt afar erfitt að sanna að þeir hafi átt sér stað. Ef um þá sé talað sé ábyrgðin gjarnan færð yfir á þann sem verður fyrir þeim, að hann hafi misskilið eða sé ofurviðkvæmur í stað þess að taka upplifun fólks á aðstæðunum trúanlegar. Guðrún segir að fordómafull hegðun snúist alltaf um vald, það er vald ríkjandi hóps til að mismuna. Mismunun eigi ekki aðeins við í lagalegum skilningi, heldur geti hún einnig átt sér stað í samskiptum einstaklinga.Guðrún PétursdóttirMynd/GVAÍslendingar telja sig jákvæða gagnvart innflytjendum „Íslendingar telja sig hafa frekar jákvæð viðhorf gagnvart innflytjendum, en það er nokkuð dæmigert að ríkjandi hópur afneiti fordómafullri framkomu, því hún er almennt ekki viðurkennd sem jákvætt samfélagsnorm,“ segir Guðrún Pétursdóttir, félagsfræðingur og framkvæmdastjóri InterCultural Iceland. Hún kýs að kalla þetta hversdagsfordóma, því um sé að ræða lítil atvik í daglegu lífi en ekki einangruð tilfelli eða líkamlegt ofbeldi. Guðrún segir mikilvægt að tekið sé mark á fólki þegar það lýsir líðan sinni við þær aðstæður þegar það upplifir hversdagsfordóma og að ekki sé gert lítið úr þeirri líðan þó aðstæðurnar geti þótt lítilvægar í augum þeirra sem sjaldan eða aldrei upplifa þær í sínu daglega lífi. „Allt eru þetta atvik sem snerta okkur ekki endilega djúpt þegar við upplifum þau einstaka sinnum en geta leitt til alvarlegrar andlegrar vanlíðanar ef við upplifum slíkt virðingarleysi og jafnvel niðurlægingu aftur og aftur í daglegu lífi. Aðeins með því móti að taka mark á því þegar fólk einlæglega lýsir ítrekaðri slæmri líðan sinni við viðkomandi aðstæður, er möguleiki á breytingum,“ bendir Guðrún á. Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Sjá meira
Mikill meirihluti fólks af erlendum uppruna upplifir reglulega fordóma og mismunun. Í rannsókn sem stóð yfir í tvær vikur árið 2012 voru þátttakendur af bæði erlendum og íslenskum uppruna beðnir um segja frá upplifun sinni af fordómafullri hegðun í sinn garð. Í ljós kom að 93 prósent fólks af erlendum uppruna hafði upplifað einhverjar birtingarmyndir fordóma eða mismununar einu sinni eða oftar á tveggja vikna tímabili en 35 prósent fólks af íslenskum uppruna. Þegar horft er til fjölda tilvika þá vekur athygli að 36 prósent fólks af erlendum uppruna höfðu upplifað slíka hegðun í sinn garð tíu sinnum eða oftar á tímabilinu, Niðurstöður rannsóknarinnar lýsa því að reynsla fólks af erlendum uppruna af íslensku samfélagi er ólík reynslu meirihluta Íslendinga, þar sem fólk af erlendum uppruna upplifi reglulega virðingarleysi og mismunun. Aðeins fimm af 72 erlendum þátttakendum töldu sig ekki hafa upplifað neina fordóma. Flest atvikin áttu sér stað á vinnustað viðkomandi og lýstu þátttakendur líðan sinni eftir atvikin með orðum á borð við misboðið, uppgefin, niðurlægð, einmana, einangruð, vonbrigði, kvíði, grátur og auðmýkjandi.Guðrún Pétursdóttir félagsfræðingur stóð að rannsókninni. Hún segir einkennandi fyrir fordóma að þeir eru oft aðeins sýnilegir þeim sem fyrir þeim verða og er yfirleitt afar erfitt að sanna að þeir hafi átt sér stað. Ef um þá sé talað sé ábyrgðin gjarnan færð yfir á þann sem verður fyrir þeim, að hann hafi misskilið eða sé ofurviðkvæmur í stað þess að taka upplifun fólks á aðstæðunum trúanlegar. Guðrún segir að fordómafull hegðun snúist alltaf um vald, það er vald ríkjandi hóps til að mismuna. Mismunun eigi ekki aðeins við í lagalegum skilningi, heldur geti hún einnig átt sér stað í samskiptum einstaklinga.Guðrún PétursdóttirMynd/GVAÍslendingar telja sig jákvæða gagnvart innflytjendum „Íslendingar telja sig hafa frekar jákvæð viðhorf gagnvart innflytjendum, en það er nokkuð dæmigert að ríkjandi hópur afneiti fordómafullri framkomu, því hún er almennt ekki viðurkennd sem jákvætt samfélagsnorm,“ segir Guðrún Pétursdóttir, félagsfræðingur og framkvæmdastjóri InterCultural Iceland. Hún kýs að kalla þetta hversdagsfordóma, því um sé að ræða lítil atvik í daglegu lífi en ekki einangruð tilfelli eða líkamlegt ofbeldi. Guðrún segir mikilvægt að tekið sé mark á fólki þegar það lýsir líðan sinni við þær aðstæður þegar það upplifir hversdagsfordóma og að ekki sé gert lítið úr þeirri líðan þó aðstæðurnar geti þótt lítilvægar í augum þeirra sem sjaldan eða aldrei upplifa þær í sínu daglega lífi. „Allt eru þetta atvik sem snerta okkur ekki endilega djúpt þegar við upplifum þau einstaka sinnum en geta leitt til alvarlegrar andlegrar vanlíðanar ef við upplifum slíkt virðingarleysi og jafnvel niðurlægingu aftur og aftur í daglegu lífi. Aðeins með því móti að taka mark á því þegar fólk einlæglega lýsir ítrekaðri slæmri líðan sinni við viðkomandi aðstæður, er möguleiki á breytingum,“ bendir Guðrún á.
Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Sjá meira