Áskorun til áttunda útvarpsstjórans Björg Eva Erlendsdóttir skrifar 10. febrúar 2014 10:09 Nýr kafli hefst nú í sögu Ríkisútvarpsins eftir niðurskurð, átök og niðurlægingu í beinni útsendingu sem leiddu til útvarpsstjóraskipta við erfiðar og krefjandi aðstæður. Stjórnarmenn gerðu sitt besta til að vinna úr stöðunni og setja hagsmuni fjölmiðilsins ofar pólitísku valdapoti. Það er ein af ástæðunum fyrir einróma niðurstöðu stjórnar og stuðningi við nýjan útvarpsstjóra, Magnús Geir Þórðarson, úr glæsilegum hópi umsækjenda. Það vann gegn Magnúsi Geir að þar til hann sótti um útvarpsstjórastöðuna var hann fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í stjórn RÚV og hann hafði ekki starfað sem fjölmiðlamaður. En góð reynsla hans af stjórnun menningarstofnana og fleiri mikilsverð atriði studdu við einróma val í stöðuna. En margir hæfir umsækjendur, af báðum kynjum, með bæði fjölmiðla- og stjórnunarreynslu sóttu um stöðuna. Og kona hefur aldrei gegnt stöðu útvarpsstjóra. Magnús Geir er áttundi útvarpsstjórinn sem skipaður er eða ráðinn. Til viðbótar eru þrír settir og allt hafa þetta verið karlar. Jónas Þorbergsson (1930-1953) Sigurður Þórðarson (settur) (1950-1952) Vilhjálmur Þ. Gíslason (1953-1967) Andrés Björnsson (1968-1986) Markús Örn Antonsson (1985-1991) Heimir Steinsson (1991-1996) Pétur Guðfinnsson (settur) (1996-1997) Markús Örn Antonsson (1998-2005) Páll Magnússon (2005-2013) Bjarni Guðmundsson (settur) (2013 – 2014) Magnús Geir Þórðarson (2014….) Daginn sem Magnús Geir var ráðinn, samþykkti stjórnin einróma ályktun sem ákveðið var að birta opinberlega. Ekki er ástæða til að bíða lengur með að koma henni fyrir almenningssjónir, en hún er svona: „Stjórn Ríkisútvarpsins fagnar tímamótum í starfseminni og því að nýr útvarpsstjóri hefur verið valinn úr hópi margra hæfra umsækjenda, bæði karla og kvenna. Þetta er í fyrsta sinn sem stjórn Ríkisútvarpsins velur nýjan útvarpsstjóra en áður skipaði ráðherra í embættið. Niðurstaða fjölskipaðrar stjórnar var einróma. Engu að síður er nauðsynlegt að minna á að í hópi umsækjenda voru einnig mjög hæfar konur sem komu til greina í þetta leiðtogastarf. Í ljósi stöðunnar í samfélaginu öllu og á fjölmiðlum alveg sérstaklega er það von stjórnar að nýráðinn útvarpsstjóri taki fast á jafnréttismálum nú þegar þarf að ráða í mikilvægar lykilstöður innan Ríkisútvarpsins.“ Fullskipuð stjórn stóð að áskoruninni. Og nú liggur fyrir að ráða þarf í lykilstöður á Ríkisútvarpinu. Tvær slíkar eru lausar, staða fjármálastjóra og dagskrárstjóra útvarpsins. Magnús Geir Þórðarson, hefur fagnað áskorunum um að koma á jafnrétti í samræmi við stefnu Ríkisútvarpsins. Þar er líka verk að vinna, því þótt jafnréttisstefna sé til vill brenna við að henni sé ekki fylgt. Sem glöggt má sjá á því að karlar sitja langflestar yfirmannastöður og það eru líka karlar sem stjórna megninu af öllum umræðuþáttum um stjórnmál og samfélag. En allir vita að fjölmiðlar og þó sér í lagi stjórnendur frétta og umræðu um þjóðfélagsmál hafa mikil völd og áhrif. Eftir harðvítuga baráttu um fjölmiðla frá því löngu fyrir hrun er enginn vafi á því að þeir sem ráða í íslensku samfélagi, telja yfirráð yfir fjölmiðlum lífsspursmál og beita sér í samræmi við það. Og á það jafnt við um stjórnmálaflokka og hagsmunaaðila. Þótt meirihluti þingmanna stjórnarflokkanna hafi gert frjálsri fjölmiðlun, lýðræðislegri fjölbreytni og heilbrigðri skynsemi skömm til á Alþingi í síðustu viku, með því að gera illa ígrundaðar og ó þarfar breytingar á stjórn, getur framtíð Ríkisútvarpsins verið björt. Ég ætla í það minnsta að trúa því að stjórn Ríkisútvarpsins vilji vinna af heilindum og fagmennsku. Hún muni styðja nýjan útvarpsstjóra til að fylgja eftir hlutverki Ríkisútvarpsins og skapa góðan starfsanda eftir gildum lýðræðis, sanngirni og jafnréttis. Fyrsta svar stjórnar til Alþingis, sem fleygði Pétri Gunnarssyni rithöfundi úr stjórninni til að rýma fyrir Framsókn, er að fá Pétur til að standa að undirbúningi útvarpsþings á árinu með nýjum útvarpsstjóra, formanni stjórnar og öðrum stjórnarmönnum. Sú ákvörðun var kynnt á aðalfundi fyrir skömmu. Og vonandi verða næstu skref góð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björg Eva Erlendsdóttir Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Nýr kafli hefst nú í sögu Ríkisútvarpsins eftir niðurskurð, átök og niðurlægingu í beinni útsendingu sem leiddu til útvarpsstjóraskipta við erfiðar og krefjandi aðstæður. Stjórnarmenn gerðu sitt besta til að vinna úr stöðunni og setja hagsmuni fjölmiðilsins ofar pólitísku valdapoti. Það er ein af ástæðunum fyrir einróma niðurstöðu stjórnar og stuðningi við nýjan útvarpsstjóra, Magnús Geir Þórðarson, úr glæsilegum hópi umsækjenda. Það vann gegn Magnúsi Geir að þar til hann sótti um útvarpsstjórastöðuna var hann fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í stjórn RÚV og hann hafði ekki starfað sem fjölmiðlamaður. En góð reynsla hans af stjórnun menningarstofnana og fleiri mikilsverð atriði studdu við einróma val í stöðuna. En margir hæfir umsækjendur, af báðum kynjum, með bæði fjölmiðla- og stjórnunarreynslu sóttu um stöðuna. Og kona hefur aldrei gegnt stöðu útvarpsstjóra. Magnús Geir er áttundi útvarpsstjórinn sem skipaður er eða ráðinn. Til viðbótar eru þrír settir og allt hafa þetta verið karlar. Jónas Þorbergsson (1930-1953) Sigurður Þórðarson (settur) (1950-1952) Vilhjálmur Þ. Gíslason (1953-1967) Andrés Björnsson (1968-1986) Markús Örn Antonsson (1985-1991) Heimir Steinsson (1991-1996) Pétur Guðfinnsson (settur) (1996-1997) Markús Örn Antonsson (1998-2005) Páll Magnússon (2005-2013) Bjarni Guðmundsson (settur) (2013 – 2014) Magnús Geir Þórðarson (2014….) Daginn sem Magnús Geir var ráðinn, samþykkti stjórnin einróma ályktun sem ákveðið var að birta opinberlega. Ekki er ástæða til að bíða lengur með að koma henni fyrir almenningssjónir, en hún er svona: „Stjórn Ríkisútvarpsins fagnar tímamótum í starfseminni og því að nýr útvarpsstjóri hefur verið valinn úr hópi margra hæfra umsækjenda, bæði karla og kvenna. Þetta er í fyrsta sinn sem stjórn Ríkisútvarpsins velur nýjan útvarpsstjóra en áður skipaði ráðherra í embættið. Niðurstaða fjölskipaðrar stjórnar var einróma. Engu að síður er nauðsynlegt að minna á að í hópi umsækjenda voru einnig mjög hæfar konur sem komu til greina í þetta leiðtogastarf. Í ljósi stöðunnar í samfélaginu öllu og á fjölmiðlum alveg sérstaklega er það von stjórnar að nýráðinn útvarpsstjóri taki fast á jafnréttismálum nú þegar þarf að ráða í mikilvægar lykilstöður innan Ríkisútvarpsins.“ Fullskipuð stjórn stóð að áskoruninni. Og nú liggur fyrir að ráða þarf í lykilstöður á Ríkisútvarpinu. Tvær slíkar eru lausar, staða fjármálastjóra og dagskrárstjóra útvarpsins. Magnús Geir Þórðarson, hefur fagnað áskorunum um að koma á jafnrétti í samræmi við stefnu Ríkisútvarpsins. Þar er líka verk að vinna, því þótt jafnréttisstefna sé til vill brenna við að henni sé ekki fylgt. Sem glöggt má sjá á því að karlar sitja langflestar yfirmannastöður og það eru líka karlar sem stjórna megninu af öllum umræðuþáttum um stjórnmál og samfélag. En allir vita að fjölmiðlar og þó sér í lagi stjórnendur frétta og umræðu um þjóðfélagsmál hafa mikil völd og áhrif. Eftir harðvítuga baráttu um fjölmiðla frá því löngu fyrir hrun er enginn vafi á því að þeir sem ráða í íslensku samfélagi, telja yfirráð yfir fjölmiðlum lífsspursmál og beita sér í samræmi við það. Og á það jafnt við um stjórnmálaflokka og hagsmunaaðila. Þótt meirihluti þingmanna stjórnarflokkanna hafi gert frjálsri fjölmiðlun, lýðræðislegri fjölbreytni og heilbrigðri skynsemi skömm til á Alþingi í síðustu viku, með því að gera illa ígrundaðar og ó þarfar breytingar á stjórn, getur framtíð Ríkisútvarpsins verið björt. Ég ætla í það minnsta að trúa því að stjórn Ríkisútvarpsins vilji vinna af heilindum og fagmennsku. Hún muni styðja nýjan útvarpsstjóra til að fylgja eftir hlutverki Ríkisútvarpsins og skapa góðan starfsanda eftir gildum lýðræðis, sanngirni og jafnréttis. Fyrsta svar stjórnar til Alþingis, sem fleygði Pétri Gunnarssyni rithöfundi úr stjórninni til að rýma fyrir Framsókn, er að fá Pétur til að standa að undirbúningi útvarpsþings á árinu með nýjum útvarpsstjóra, formanni stjórnar og öðrum stjórnarmönnum. Sú ákvörðun var kynnt á aðalfundi fyrir skömmu. Og vonandi verða næstu skref góð.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun